Enn ein lægðin nálgast landið Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 07:40 Veður verður víða vont í dag. Vísir/Vilhelm Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði. Á viðvaranasíðu Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á Suðausturlandi klukkan 16 í dag og verði í gildi til klukkan 06 í fyrramálið. Þar sé búist við vestan og norðvestan stormi, 20 til 25 metrar á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 35 metrum á sekúndum, einkum í Mýrdal og í Öræfum, sem geta verið hættulegar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum. Þá gildir gul viðvörun á Austfjörðum frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 06 í fyrramálið. Þar má búast við norðvestan stormi, 20 til 25 metrum á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, 30 til 35 metrum á sekúndu, sem geta verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk á Austfjörðum er sömuleiðis hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum. Slydda og rok Sem áður segir má búast við því að lægðarmiðja gangi inn yfir landið upp úr hádegi í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það þýði að vindur muni blása af ýmsum áttum á landinu í dag. Víða megi búast við slyddu eða snjókomu og hita nálægt frostmarki, en það hlýni meira við suðurströndina og megi því búast við rigningu þar. Fyrripartinn sé útlit fyrir austlæga átt, strekking eða allhvassan vind. Sunnan lægðarmiðjunnar verði hins vegar enn hvassari vestlæg átt og hún muni geisa á suðurhluta landsins seinnipartinn og á Austfjörðum í kvöld. Óvíst með færð vega Þá segir í hugleiðingunum að óvíst sé hvort vegir haldist greiðfærir í dag og að ferðalangar séu hvattir til að kanna aðstæður á vegum og veðurspár áður en lagt er af stað. „Þegar lægarmiðja fer yfir landið með þessum hætti, þá getur veður verið mjög breytilegt og vont veður skollið á skyndilega,“ segir veðurfræðingur. Það eru þó ekki aðeins slæmar fréttir í veðurfréttum dagsins enda er reiknað með því að veður lagist strax á morgun. Eftir hádegi verður kominn tiltölulega rólegur vindur á öllu landinu og lítil úrkoma, einungis stöku él vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Minnkandi vestlæg átt, víða 5-10 m/s síðdegis. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu framan af degi og stöku él vestanlands, en annars þurrt að mestu. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Gengur í norðvestan 8-15 með snjókomu á austanverðu landinu, en stöku él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu og hlýnar. Á fimmtudag: Snýst í stífa vestanátt með éljum eða snjókomu, en þurrt að mestu á Austurlandi. Kólnandi veður. Á föstudag: Stíf sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar. Á laugardag: Útlit fyrir áframhaldandi sunnanátt með rigningu og hlýindum. Veður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Sjá meira
Á viðvaranasíðu Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á Suðausturlandi klukkan 16 í dag og verði í gildi til klukkan 06 í fyrramálið. Þar sé búist við vestan og norðvestan stormi, 20 til 25 metrar á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 35 metrum á sekúndum, einkum í Mýrdal og í Öræfum, sem geta verið hættulegar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum. Þá gildir gul viðvörun á Austfjörðum frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 06 í fyrramálið. Þar má búast við norðvestan stormi, 20 til 25 metrum á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, 30 til 35 metrum á sekúndu, sem geta verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk á Austfjörðum er sömuleiðis hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum. Slydda og rok Sem áður segir má búast við því að lægðarmiðja gangi inn yfir landið upp úr hádegi í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það þýði að vindur muni blása af ýmsum áttum á landinu í dag. Víða megi búast við slyddu eða snjókomu og hita nálægt frostmarki, en það hlýni meira við suðurströndina og megi því búast við rigningu þar. Fyrripartinn sé útlit fyrir austlæga átt, strekking eða allhvassan vind. Sunnan lægðarmiðjunnar verði hins vegar enn hvassari vestlæg átt og hún muni geisa á suðurhluta landsins seinnipartinn og á Austfjörðum í kvöld. Óvíst með færð vega Þá segir í hugleiðingunum að óvíst sé hvort vegir haldist greiðfærir í dag og að ferðalangar séu hvattir til að kanna aðstæður á vegum og veðurspár áður en lagt er af stað. „Þegar lægarmiðja fer yfir landið með þessum hætti, þá getur veður verið mjög breytilegt og vont veður skollið á skyndilega,“ segir veðurfræðingur. Það eru þó ekki aðeins slæmar fréttir í veðurfréttum dagsins enda er reiknað með því að veður lagist strax á morgun. Eftir hádegi verður kominn tiltölulega rólegur vindur á öllu landinu og lítil úrkoma, einungis stöku él vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Minnkandi vestlæg átt, víða 5-10 m/s síðdegis. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu framan af degi og stöku él vestanlands, en annars þurrt að mestu. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Gengur í norðvestan 8-15 með snjókomu á austanverðu landinu, en stöku él í öðrum landshlutum. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu og hlýnar. Á fimmtudag: Snýst í stífa vestanátt með éljum eða snjókomu, en þurrt að mestu á Austurlandi. Kólnandi veður. Á föstudag: Stíf sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar. Á laugardag: Útlit fyrir áframhaldandi sunnanátt með rigningu og hlýindum.
Veður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Sjá meira