Veður

Veður


Fréttamynd

Stormur á Vest­fjörðum í kvöld og í fyrra­málið

Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Veður skánar á Vest­fjörðum en él sunnan- og vestan­lands

Hægfara lægð er nú stödd skammt vestur af landinu og benda nýjustu spár til þess að veðrið á Vestfjörðum verði mun skárra í dag en verið hefur. Þó er stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og þar lítið að breytast til að hún nái aftur inn á land.

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að loka þurfi vegum vegna veðurs

Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum.

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun í kortunum

Gular viðvaranir vegna veðurs munu taka gildi á fjórum landshlutum aðfaranótt sunnudags. Það er á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Innlent
Fréttamynd

Slydda og snjó­koma á vestan­verðu landinu

Skammt suðvestur af Reykjanesi er nú þúsund millibara lægð sem mjakast norður og fylgir henni slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu. Má reikna með vindi átta til fimmtán metrum á sekúndu.

Veður
Fréttamynd

Á­fram bjart suð­vestan­til á landinu

Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Febrúar heitasti febrúar­mánuður sögunnar

Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Rauðar tölur um allt land

Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun.

Veður
Fréttamynd

Bjart en kalt í veðri í dag

Hæð verður yfir landinu í dag og fremur hæg breytileg átt. Austast verður allhvöss norðanátt fram yfir hádegi. Víða verður léttskýjað og kalt í veðri.

Innlent
Fréttamynd

Hildi­gunnur nýr veður­stofu­stjóri

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára. Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hægir vindar og él á víð og dreif

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist nú norður og önnur, sem er heldur veigaminni og djúpt suður í hafi, hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif.

Veður
Fréttamynd

Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar

Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki.

Íslenski boltinn