Veður

Stöku skúrir eða slyddu­él sunnan heiða

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður tvö til sjö stig við suðurströndina.
Hiti verður tvö til sjö stig við suðurströndina. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að víða verði vægt frost, en tvö til sjö stig við suðurströndina.

Heldur hægari norðaustlæg átt á morgun og þá dregur víða úr úrkomu. Spár gera ráð fyrir að lægðardrag myndist við suðurströndina og má búast við snjókomu eða slyddu syðst á landinu annað kvöld.

Áfram norðaustlæg átt á laugardag og snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt að kalla suðvestan- og vestantil. Hiti breytist lítið.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él, en líkur á snjókomu syðst um kvöldið. Frost víða 0 til 5 stig.

Á laugardag: Austan og norðaustan 5-13 og él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Heldur hvassara og slydda eða snjókoma suðaustantil. Fremur svalt áfram.

Á sunnudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla suðvestanlands. Vægt frost, en hiti að 5 stigum syðst.

Á mánudag: Norðvestlæg átt og dálítil él norðantil, en léttir til sunnan heiða. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Vaxandi austanátt og fer að rigna síðdegis, en lengst af þurrt og bjart norðaustantil. Hlýnar í veðri.

Á miðvikudag: Snýst í ákveðna norðaustanátt með snjókomu og kólnandi veðri, en hægari, milt veður og dálítil væta sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×