Veður

Veður


Fréttamynd

Vind­strengir ná mögu­lega storm­styrk í kvöld

Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Veður
Fréttamynd

Kalt en bjart um helgina

Veðurfræðingar spá norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, í dag. Víða verði léttskýjað en skýjað að mestu á norðaustanverðu landinu. Þá kólnar í veðri og frosti er spáð 5 til 15 stigum síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Dá­lítil él og frost að tíu stigum

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hér eru brennurnar á höfuð­borgar­svæðinu

Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“

„Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“

Innlent
Fréttamynd

Segir um­ferðar­menninguna oft erfiða á Hellis­heiðinni

Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið.

Veður
Fréttamynd

Snjó­þekja og skaf­renningur gætu sett strik í reikninginn

Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það versta stendur yfir ára­mótin“

Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 

Veður
Fréttamynd

Kór­menn fastir um allan fjörð og upp­seldum tón­leikum frestað

Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

„Allt tal um bak­tjalda­makk er tóm þvæla“

Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir snjó­komu vestast

Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma.

Veður
Fréttamynd

Björgunar­sveitir að­stoðað tugi veg­far­enda

Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­fært í Ísa­fjarðar­djúpi

Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Þá er ófært um Breiðdalsheiði á Austurlandi og á Fróðárheiði á Vesturlandi.

Innlent
Fréttamynd

Spáir stillu og miklu svifryki um ára­mótin

Sigurður Þ. Ragnarsson sem betur er þekktur sem Siggi stormur segir veðrið um jólin að mestu hafa gengið eftir. „Þetta var bara skítaveður,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir spár benda til þess að veðrið verði fínt um áramót. Það verði stilla á nær öllu landinu en að henni muni fylgja slæm loftgæði þegar fólk byrjar að sprengja flugelda.

Veður