Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna sunnan hvassviðris eða storms. Veður 11. nóvember 2024 10:03
Allt að tuttugu stiga hiti Hiti gæti náð allt að tuttugu stigum á norðaustanverðu landinu síðdegis í dag. Enn ein lægðin gengur yfir landið úr suðri með ofgnótt af hlýju og röku lofti. Veður 11. nóvember 2024 07:00
Næsta lægð væntanleg á morgun Í dag er spáð suðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu, en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðanlands. Vestan og suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu kringum hádegi, skúrir og heldur kólnandi, en lengst af þurrt norðaustantil. Hægari suðvestanátt í nótt. Veður 10. nóvember 2024 08:10
Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna sunnan storms á norðanverðu Snæfellsnesi. Viðvörunin gildir til klukkan 11. Veður 9. nóvember 2024 09:13
Bætir smám saman í vind Dálítill hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru vindar því hægir og úrkoma lítil. Suður og suðaustur af Hvarfi er þó alldjúpt lægðasvæði, sem nálgast og bætir því smám saman í vind. Veður 8. nóvember 2024 07:14
Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi. Veður 7. nóvember 2024 22:00
Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Appelsínugul veðurviðvörun hefur tekið gildi á Norðurlandi vegna suðvestan storms eða roks. Úrkomusamt hefur verið síðustu daga og jarðvegurinn nokkuð vatnsmettaður. Ofanflóðasérfræðingur segir skriðuhættu sunnan til. Skriða féll í Kjós. Innlent 7. nóvember 2024 15:13
Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veðurfræðingar vara við enn verra veðri í dag heldur en gert var ráð fyrir í fyrstu spám í gær. Kröpp og dýpkandi lægð, skammt suðvestur af Reykjanesi, hreyfist norður á bóginn og gengur þá á með hvassri sunnanátt eða stormi, rigningu og hlýindum, en þurrt að kalla á Norður - og Austurlandi. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um mestallt land. Veður 7. nóvember 2024 07:18
Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við enn verra veðri á morgun, heldur en gert var ráð fyrir í spá dagsins. Á norðanverðum Vestfjörðum má búast við ofsaveðri eða fárviðri og hviðum um og yfir 50 m/s. Veður 6. nóvember 2024 23:30
Veðurviðvaranir í kortunum Veðurstofa Ísland hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir morgundaginn víða um land. Bæði gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum. Innlent 6. nóvember 2024 10:14
Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Það er suðvestanátt á landinu, hvasst norðantil fram eftir morgni en lægir síðan. Næsta lægð nálgast úr suðri í kvöld með vaxandi austanátt og rigningu, fyrst sunnanlands. Veður 6. nóvember 2024 06:50
Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á skriðuföllum næstu viku vegna mikillar rigningar. Mikilli úrkomu er spáð næstu daga. Innlent 5. nóvember 2024 11:12
Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir meðalhita á landinu ekki hafa verið minni frá árinu 1997. Það verði líklega hlýtt fram á miðjan mánuð en þá gæti veðrið breyst. Meðalhiti síðustu 12 mánaða er 4,4°C í Reykjavík. Veður 5. nóvember 2024 08:39
Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýrri sunnanátt á landinu í dag þar sem verði fremur hvasst og rigning eða súld en að mestu þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Veður 5. nóvember 2024 07:02
Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustan hvassviðris eða storms á morgun. Veður 4. nóvember 2024 10:52
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Hæðarhryggur fer austur yfir landið í dag og dregur smám saman úr vindi og úrkomu. Veður 4. nóvember 2024 07:12
Rigning eða súld um mest allt land Það verður suðaustanátt í dag, víða tíu til átján metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar. Veður 3. nóvember 2024 09:40
Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Óalgeng tegund regnboga gnæfði yfir Reykjavík í dag en regnboginn var nærri alveg litlaus. Innlent 2. nóvember 2024 18:02
Búist við austlægri átt Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan. Veður 2. nóvember 2024 08:26
Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss. Veður 1. nóvember 2024 07:13
Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Útlit er fyrir vestan- og norðvestanátt í dag, víða á bilinu átta til þrettán metra á sekúndu. Élja- eða snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri og þeir sem sækja norðan að eru efnismeiri. Veður 31. október 2024 07:22
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. Erlent 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. Erlent 30. október 2024 11:42
Tala látinna á Spáni hækkar hratt 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Erlent 30. október 2024 08:11
Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Smálægð á Grænlandshafi beinir fremur hægri vestan- og suðvestanátt til landsins með skúrum eða éljum, en yfirleitt úrkomulaust fyrir austan. Veður 30. október 2024 07:27
Lægð nálgast úr suðvestri Lægð nálgast nú úr suðvestri og gengur því í sunnan átta til fimmtán metra á sekúndu í dag með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi. Veður 28. október 2024 07:11
Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Mikill lægðagangur hefur verið að undanförnu og svo er að sjá að það verði áfram, þótt heldur minni hlýindi fylgi lægðunum sem koma um og eftir helgi. Veður 25. október 2024 07:14
Veðurstofan varar við óveðri í fyrramálið Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn víða um land þar sem búist er við suðaustan hvassviðri, stormi eða jafnvel roki. Innlent 24. október 2024 10:41
Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Kröpp lægð sem kom upp að ausatanverð landinu í nótt fer nú hratt til norðurs og má gera ráð fyrir að veðrið í dag verði ansi breytilegt. Lengst af verði úrkoma vestantil í formi rigningar eða skúra, em fyrir norðan færist hins vegar rigningin smám saman yfir í slyddu á láglendi en snjókomu inn til landsins. Veður 24. október 2024 07:10
Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt og að vindur nái sér ekki á strik og verði á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu. Veður 23. október 2024 07:10