Hægviðri og lítilsháttar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og næsti daga verði hægviðri um allt land með skúrum eða lítilsháttar vætu. Veður 28.5.2025 07:04
Víða skýjað, væta og hiti að þrettán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðvestantil er hins vegar spáð átta til þrettán metrum fram á kvöld. Veður 27.5.2025 07:10
Áfram norðanátt og sums staðar strekkingsvindur Skammt norðaustur af Færeyjum er hægfara lægð sem viðheldur norðanáttinni hjá okkur í dag og má reikna með fimm til þrettán metrum á sekúndu. Veður 26.5.2025 07:11
Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Áfram er búist við hlýju og björtu veðri í dag, en víða lágskýjuðu eða þokubökkum og svalara lofti við ströndina. Veður 21. maí 2025 07:09
Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Innlent 20. maí 2025 20:33
Áfram sól og hlýtt í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara. Veður 20. maí 2025 07:03
Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Matvælastofnun hefur brýnt fyrir hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu um helgina og annar endaði á dýraspítala hætt kominn. Innlent 19. maí 2025 12:15
Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. Innlent 19. maí 2025 11:57
Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. Veður 19. maí 2025 07:20
Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. Veður 18. maí 2025 23:35
Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Innlent 18. maí 2025 18:39
Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. Veður 18. maí 2025 17:48
Hiti getur farið yfir 20 stig Í dag verður hæg breytileg átt á landinu eða hafgola og víða léttskýjað. Líkur eru á þokulofti við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins en svalast í þokulofti. Veður 18. maí 2025 10:30
Svalt þokuloft ekki langt undan Undanfarnir dagar hafa verið með hlýrra móti á landinu og ekkert lát verður á hlýindunum um helgina miðað við veðurspár. Almennt verður léttskýjað og hiti víða yfir 20 gráðum en við suður- og austurströndina verður svalt þokuloft ekki langt undan og þar sem þokan kemur inn á land má búast við hita á bilinu 10 til 13 stig. Innlent 17. maí 2025 08:33
„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veður 16. maí 2025 20:12
Ekkert lát á sumarveðrinu Enn er spáð björtu og hlýju veðri á landinu í dag og og næstu daga. Hitinn gæti náð 23 stigum á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast. Líkur eru þó á þokubökkum við sjóinn á sunnan- og austanverðu landinu. Veður 16. maí 2025 07:31
Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. Veður 15. maí 2025 13:46
„Algjört þjófstart á sumrinu“ Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Innlent 15. maí 2025 13:03
Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur. Veður 15. maí 2025 08:16
Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. Innlent 14. maí 2025 23:18
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. Veður 14. maí 2025 21:32
Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Veður 14. maí 2025 07:15
Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Slökkviliðið á Austurlandi er á varðbergi vegna aukinnar hættu á gróðureldum en búist er við miklum þurrk og hita þar næstu daga. Slökkviliðsstjóri segist hafa mestar áhyggjur af sumarbústaðabyggðum. Innlent 13. maí 2025 12:08
Allt að tuttugu stiga hiti á Norðausturlandi Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum. Veður 13. maí 2025 07:59