Reykjavíkurdætur fórnuðu Króla Kuflklæddar Reykjavíkurdætur leiddu lafandi hræddan Króla á svið á Októberfest í gær og „fórnuðu“ honum. Þær átu Króla lifandi á sviðið á meðan þær fluttu lagið A song to kill boys to. Tónlist 3. september 2022 14:26
„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 3. september 2022 11:30
„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. Tónlist 3. september 2022 07:03
Dolly selur hárkollur ætlaðar hundum Ástsæla tónlistarkonan Dolly Parton hefur sett vörumerkið „Doggy Parton“ á laggirnar en merkið selur vörur fyrir hunda. Hluti af ágóðanum frá sölu varningsins mun fara til samtaka sem bjarga dýrum og gefa þeim heimili. Lífið 1. september 2022 23:58
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Lífið 1. september 2022 23:22
Einangrun og einmanaleiki sem fangar fegurðina Í dag gefur Árný Margrét út lagið „world is between us" af væntanlegri frumraun í fullri lengd, plötunni they only talk about the weather. Albumm 1. september 2022 14:30
Í lari lei æðið útskýrt: „Þetta barnalag er búið að vera að gera allt brjálað“ Lagið Í larí lei gerði allt vitlaust á tónleikum Stjórnarinnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Það kemur lítið á óvart enda er það spilað á böllum um allt land við góðar undirtektir þessa dagana. Tónlist 1. september 2022 13:00
Harry Styles á toppnum Harry Styles situr efstur á lista sumarsins frá streymisveitunni Spotify. Á honum eru streymistölur síðustu mánaðar settar saman í tuttugu laga lista en Kate Bush tók þó sigursætið, ef aðeins er horft á streymistölurnar frá Bandaríkjunum, 37 árum eftir að lagið kom upprunalega út. Lífið 31. ágúst 2022 16:31
Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. Tónlist 31. ágúst 2022 12:00
„Sólin náttúrulega sest aldrei á okkur þegar við höfum Sölku Sól“ Helgi Björnsson hélt tónleika ásamt hljómsveitinni Reiðmenn vindanna á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Sérstakur gestur Helga var söngkonan Salka Sól Eyfeld. Lífið 30. ágúst 2022 20:01
Miley Cyrus í kvikmynd með Dolly Parton Söng- og leikkonan Miley Cyrus mun koma fram í nýrri kvikmynd sem guðmóðir hennar Dolly Parton stendur fyrir. Dolly fer með aðalhlutverkið myndarinnar en stjörnur eins og Jimmy Fallon, Willie Nelson, Ana Gasteyer og Billy Ray Cyrus munu einnig taka þátt í verkefninu. Lífið 30. ágúst 2022 17:31
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Tónlist 30. ágúst 2022 14:30
Þeysireið á milli ólíkra strauma Föstudaginn 2. september kemur út glæný poppbreiðskífa frá Benna Hemm Hemm. Platan ber titilinn Lending og kemur út á streymisveitum en einnig á formi ljóðabókar. Albumm 30. ágúst 2022 14:30
Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. Tónlist 30. ágúst 2022 11:37
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. Lífið 30. ágúst 2022 09:40
Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. Tónlist 29. ágúst 2022 21:30
Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. Tónlist 29. ágúst 2022 17:00
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. Lífið 29. ágúst 2022 13:36
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. Lífið 29. ágúst 2022 12:00
Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. Lífið 29. ágúst 2022 10:11
Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. Tónlist 29. ágúst 2022 09:49
Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tónlistarmyndbandið Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). Tónlist 29. ágúst 2022 08:49
Smástirni starfar með Öldu Music Plötuútgáfan Smástirni hefur hafið samstarf við Alda Music. Albumm 28. ágúst 2022 11:10
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27. ágúst 2022 21:06
Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. Tónlist 27. ágúst 2022 16:00
Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. Tónlist 27. ágúst 2022 07:01
DJ Koze með sumarsmell í toppsætinu Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög ágúst. Þjóðverjinn DJ Koze á topplagið en það er sannkallaður sumarsmellur. Tónlist 26. ágúst 2022 18:00
Smástirni starfar með Öldu Music Plötuútgáfan Smástirni hefur hafið samstarf við Alda Music. Albumm 26. ágúst 2022 14:31
Herra Hnetusmjör rétti ungum aðdáanda derhúfu fulla af peningaseðlum Það var ótrúlega góð stemning í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Rapparinn tók alla sína helstu slagara og áhorfendur dönsuðu með. Lífið 26. ágúst 2022 13:31
Mugison og Floni á meðal flytjenda á Stíflunni í Elliðaárdal um helgina Tónlistarhátíðin Stíflan verður endurvakin í Árbænum þann 27. ágúst en um er að ræða risa útitónleika í Árbænum á vegum Tónhyls í samstarfi við Fylki og Reykjavíkurborg. Lífið 26. ágúst 2022 11:32