Spiluðu sama lagið 105 sinnum í röð Bandaríska hljómsveitin The National stóð sig prýðilega í gjörningi Ragnars Kjartanssonar. Tónlist 6. maí 2013 21:44
Hvolpaást skoðað 10.000 sinnum Myndband rapparans Emmsjé Gauta og Larry BRD ásamt Unnsteini Manuel við lagið Hvolpaást hefur verið skoðað tíu þúsund sinnum á síðunni Youtube síðan það kom út fyrir tveimur vikum. Tónlist 4. maí 2013 14:00
Næsta plata árið 2015 Lars Ulrich, trommari Metallica, segir ólíklegt að ný plata með hljómsveitinni komi fyrr en árið 2015. Síðasta plata sveitarinnar, Death Magnetic, kom út 2008. Tónlist 2. maí 2013 16:00
Ný söngleikjadeild stofnuð "Íslendingar eru tónelskir. Við erum rosalega spennt fyrir þessu og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ Tónlist 2. maí 2013 15:00
Hápunktur hjá þungarokkurum Dimma og Sólstafir verða með sameiginlega tónleika í Austurbæ á fimmtudag. Dimma gaf út plötuna Myrkraverk á síðasta ári sem hlaut fínar viðtökur. Fjögur lög af henni hafa komist á vinsældarlista Rásar 2. Tónlist 2. maí 2013 13:00
Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit "Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins.“ Tónlist 2. maí 2013 11:00
Hjálmar starfa með Erlend Øye Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. Tónlist 2. maí 2013 09:00
Extreme Chill í fjórða sinn Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin í fjórða sinn helgina 12.-14. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Í ár koma um tuttugu íslenskir tónlistarmenn fram, auk fjögurra erlendra tónlistarmanna. Tónlist 30. apríl 2013 13:00
Emilíana mætt til Íslands með nýju plötuna Emilíana Torrini er komin til landsins og er með eintak af væntanlegri plötu sinni í farteskinu. Tónlist 22. apríl 2013 13:30
Plötusalan aukaatriði Marcus Mumford úr hljómsveitinni vinsælu Mumford & Sons segir að plötusala skipti sveitina ekkert alltof miklu máli. „Við höfum beðið umboðsmanninn okkar um að láta okkur ekki vita hvernig plötusalan gengur. Við vitum vel hvernig miðasalan er á tónleikana okkar, vegna þess að við elskum að spila á tónleikum. Plötusala skiptir okkur í raun minna máli,“ sagði Mumford en plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Tónlist 20. apríl 2013 11:00
Svona hljómar Ásgeir Trausti á ensku Hlustaðu á Ásgeir Trausta syngja lagið Heimförin á ensku í meðfylgjandi myndskeiði. Tónlist 19. apríl 2013 16:00
Nýdönsk með árlega tónleika "Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Tónlist 18. apríl 2013 13:00
Fleiri erlendir listamenn boða komu sína Það styttist í tónleikahátíðina Keflavík Music Festival sem verður haldin 7.-10. júní. Hefur nú verið greint frá komu þriggja erlendra atriða í viðbót. Tónlist 18. apríl 2013 12:00
Forsala hafin á Sónar Í dag hefst forsala á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Takmarkað magn miða verður í sölu á sérstöku verði, en þriggja daga miðar verða á 12.900. Fullt verð á hátíðina er 16.900 fyrir alla þrjá dagana. Hátíðin vakti mikla lukku er hún var haldin í fyrsta sinn hér á landi í byrjun árs. Icelandair hefur hafið sölu á sérstökum pakkaferðum á hátíðina. Fyrstu listamennirnir verða kynntir í maí en umfang hátíðarinnar verður stærra en síðast þar sem spilað verður á sex sviðum í Hörpu. Tónlist 18. apríl 2013 12:00
Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist "Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem síðustu mánuði hefur verið að undirbúa útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefnast Árið er… íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Tónlist 18. apríl 2013 09:00
Engill alheimsins - Nýtt lag og myndband frá Hjaltalín Vísir frumsýnir hér myndband við nýtt lag Hjaltalín úr leiksýningunni Englar alheimsins, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Tónlist 16. apríl 2013 17:30
„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Dr. Gunni losar sig við fimm metra af vínylplötum á kjördag. Tónlist 16. apríl 2013 16:10
Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Tónlist 16. apríl 2013 07:00
Naut liðsinnis systra sinna við upptökur Ólöf Arnalds gaf nýverið út plötuna Sudden Elevation. Systur hennar, Dagný og Klara, aðstoðuðu hana við upptökur sem fóru fram í jakútískum sumarbústað. Tónlist 15. apríl 2013 15:00
Hefur lengi dreymt um þennan samning Dísa Jakobsdóttir vekur athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið er innblásið af LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Dísa skrifaði nýlega undir samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring, þar sem hennar uppáhaldssveitir eru fyrir. Tónlist 13. apríl 2013 07:00
Partístemning á Faktorý Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir kemur fram á styrktartónleikum fyrir Regnbogabörn. Tónlist 12. apríl 2013 07:00
Skálmöld á Þjóðhátíð í Eyjum Þungarokkssveitin spilar í fyrsta sinn á Þjóðhátíð. Meðlimir óþarflega spenntir. Tónlist 12. apríl 2013 07:00
Plata sem fjallar mest um ástina Listakonan Berglind Ágústsdóttir sendir frá sér sínu fjórðu plötu, I am your girl. Tónlist 11. apríl 2013 07:00
Zola Jesus á Airwaves Fjöldi listamanna hefur bæst við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn í haust. Tónlist 10. apríl 2013 14:15
XXX Rottweiler snýr aftur með nýja plötu Rappsveitin XXX Rottweiler er að undirbúa sína fyrstu plötu í rúman áratug. Tónlist 10. apríl 2013 12:00
Gangnam Style-goðið semur nýjan dans Suður-kóreski rapparinn Psy kynnir nýtt lag, Gentleman, innan tíðar en Psy er þekktastur fyrir YouTube-megasmellinn Gangnam Style. Tónlist 9. apríl 2013 13:00
Samaris samdi við One Little Indian Raftríóið bætist í hóp íslenskra flytjenda sem hafa samið við bresku útgáfuna. Tónlist 9. apríl 2013 12:00