Friðrik kveður í kirkjum landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. mars 2014 14:00 Friðrik Ómar Hjörleifsson kemur fram á fimmtán tónleikum í fimmtán kirkjum út um land allt. Mynd/Gassi Platan Kveðja með Friðriki Ómari Hjörleifssyni kom út í nóvember og varð hún ein sú mest selda á landinu fyrir jólin. Á henni eru sálmar og saknaðarsöngvar fluttir af Friðriki Ómari í frábærum útsetningum hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar píanóleikara. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fylgja velgengni plötunnar eftir í kirkjum víðs vegar um landið í mars og apríl. Til að auka á upplifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfimyndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir draumkennda og ævintýralega grafík sína. Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi tilfinningaríka stund þegar lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mína bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria verða flutt af Friðriki Ómari og félögum. Tónleikaferð Friðriks Ómars um kirkjur landsins hefst í Grafarvogskirkju í kvöld klukkan 20.30 og er miðasala við innganginn. Tónleikadagsetningar: 20.mars: Grafarvogskirkja 26. Mars: Keflavíkurkirkja 27.mars: Hafnarfjarðarkirkja 2. apríl: Laugarneskirkja 3. apríl: Lágafellskirkja 8. apríl: Blönduóskirkja 9. apríl: Siglufjarðarkirkja 10. apríl: Dalvíkurkirkja 11. apríl: Húsavíkurkirkja 12. apríl: Vopnafjarðarkirkja (kl.16:00) 12. apríl: Þórshafnarkirkja 13. apríl: Norðfjarðarkirkja 14. apríl: Seyðisfjarðarkirkja 16. apríl: Hafnarkirkja Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Platan Kveðja með Friðriki Ómari Hjörleifssyni kom út í nóvember og varð hún ein sú mest selda á landinu fyrir jólin. Á henni eru sálmar og saknaðarsöngvar fluttir af Friðriki Ómari í frábærum útsetningum hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar píanóleikara. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fylgja velgengni plötunnar eftir í kirkjum víðs vegar um landið í mars og apríl. Til að auka á upplifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfimyndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir draumkennda og ævintýralega grafík sína. Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi tilfinningaríka stund þegar lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mína bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria verða flutt af Friðriki Ómari og félögum. Tónleikaferð Friðriks Ómars um kirkjur landsins hefst í Grafarvogskirkju í kvöld klukkan 20.30 og er miðasala við innganginn. Tónleikadagsetningar: 20.mars: Grafarvogskirkja 26. Mars: Keflavíkurkirkja 27.mars: Hafnarfjarðarkirkja 2. apríl: Laugarneskirkja 3. apríl: Lágafellskirkja 8. apríl: Blönduóskirkja 9. apríl: Siglufjarðarkirkja 10. apríl: Dalvíkurkirkja 11. apríl: Húsavíkurkirkja 12. apríl: Vopnafjarðarkirkja (kl.16:00) 12. apríl: Þórshafnarkirkja 13. apríl: Norðfjarðarkirkja 14. apríl: Seyðisfjarðarkirkja 16. apríl: Hafnarkirkja
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira