Ópera á 50 mínútum 22. mars 2014 09:30 Unnur Helga Möller Vísir/Úr einkasafni „Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira