
Langar að líta út eins og 2007-hnakki
Jóhann Kristófer Stefánsson tók nýverið við sem yfirhönnuður hjá fatamerkinu JÖR ásamt fatahönnuðinum Steinunni Eyju Halldórsdóttur. Jóhann er þó ekki menntaður fatahönnuður heldur er hann sviðshöfundur sem er góður grunnur fyrir fyrir alla sköpun að hans mati.