

Þróunarsamvinna
Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna
Alþjóððadagur fórnarlamba mannshvarfa er í dag. Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna og rannsaki afdrif þeirra.

Börn í Afríku verða í meirihluta sárafátækra í heiminum árið 2030
Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi.

Skortur á hreinu vatni hættulegri börnum en byssukúla
Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF búa 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu.

Parísarsamkomulagið dugar of skammt
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur.

Ákall eftir þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu
Öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu munu endurvekja átakið "Þróunarsamvinna ber ávöxt“ í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Áhersla lögð á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu.

Alþjóðabankinn varar við hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða
Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða.

Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands
Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.

Genfarsamningar í sjötíu ár
Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka.

Tveir íslenskir sendifulltrúar til Sýrlands á vegum Rauða krossins
Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum.

WFP áætlar að 40 milljarða þurfi í matvælaaðstoð í Zimbabwe
Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe.

Malaví grípur til aðgerða vegna plastmengunar
Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum.

Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári
Árleg skýrsla aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. Samkvæmt henni voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári.

Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi
Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið.

WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns.

Ísland skipar í fyrsta sinn ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum
Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.

„Lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár af völdum ebólunnar“
Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar vegna ebólufaraldursins í Síerra Leone hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins en lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár. Þetta segir verkefnastjóri Rauða krossins.

Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar
Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum.

Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref
Ljóst er eftir ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun.

UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra
Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu
Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu.

Margfalda þarf framlög til mæðraverndar
Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).

WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út.

Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði sameiginlega málstofu Íslands og Malaví um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri, á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær.

Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær.

Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar
Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum.

Enn fjölgar fólki sem lifir við hungurmörk
Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára.

Ungmenni í forgrunni á fundi um heimsmarkmiðin
Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna ávarpa fundinn.

Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar
Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum.

SOS: Stuðningur við sex hundruð barnafjölskyldur á Filippseyjum
SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban.

Reiknað með tvöföldun íbúafjölda í Afríku fram til 2050
Á síðustu þremur áratugum hefur jarðarbúum fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga.