Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Enginn „heims­endir“ verði Kefla­vík ekki Ís­lands­meistari

    Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þor­láks­höfn

    Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mátti þetta ekki í Þýska­landi“

    Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shaq í Stjörnuna

    Stjarnan tilkynnti í gær tvo nýja erlenda leikmenn sem munu spila fyrir Garðbæinga næsta tímabil í Bónusdeildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarð­vík fær tvo

    Njarðvík hefur samið við Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórir mættur heim í KR

    Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn á heimaslóðir og hefur samið við KR um að leika með liðinu í Bónusdeild karla í körfubolta í vetur. Hann kemur til liðsins frá Tindastóli.

    Körfubolti