Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 23.5.2025 09:01
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. Körfubolti 22.5.2025 14:02
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ Körfubolti 22.5.2025 10:30
Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. Körfubolti 21. maí 2025 12:33
Tryllt eftirspurn eftir miðum Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld. Körfubolti 20. maí 2025 11:05
„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Körfubolti 19. maí 2025 11:32
Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þjálfari Stjörnunnar gerir ekki ráð fyrir því að Shaquille Rombley, leikmaður liðsins, verði með í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar í körfubolta en sá var fluttur af velli á sjúkrahús í gær og undirgengst frekari rannsóknir í dag. Körfubolti 19. maí 2025 10:31
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. Körfubolti 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. Körfubolti 18. maí 2025 21:28
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. Körfubolti 18. maí 2025 20:26
Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. Körfubolti 18. maí 2025 20:11
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Stjarnan sýndi gífurlegan karakter þegar þeir sneru við erfiðri stöðu í hálfleik og náðu í sigur í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn. Leikar enduðu 91-86 þar sem Stólarnir leiddur lungan úr leiknum en Stjarnan sneri við taflinu og tryggði oddaleikinn í næstu viku. Körfubolti 18. maí 2025 18:15
„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. Körfubolti 18. maí 2025 10:52
Daníel tekur við KR Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð. Körfubolti 17. maí 2025 14:30
Friðrik Ingi hættur með Hauka Eftir að hafa stýrt karlaliði Hauka í körfubolta seinni hluta tímabilsins er Friðrik Ingi Rúnarsson hættur sem þjálfari þess. Körfubolti 16. maí 2025 11:16
„Menn vissu bara upp á sig sökina“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu. Körfubolti 14. maí 2025 22:43
„Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ „Við mættum með orkuna sem við þurftum til að vinna þetta lið,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2025 21:27
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Eftir niðurlægingu í Garðabæ á sunnudag þá svöruðu heimamenn fyrir sig í kvöld með frábærri frammistöðu í þriðja leik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Körfubolti 14. maí 2025 18:32
Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 14. maí 2025 14:32
„Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ. Körfubolti 14. maí 2025 14:01
Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. Körfubolti 14. maí 2025 12:02
Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. Körfubolti 13. maí 2025 07:31
Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum. Körfubolti 12. maí 2025 21:36
Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Körfubolti 12. maí 2025 19:24