Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Ert þú ekki bara pólitíkus?

Ég er enginn pólitíkus, hef ég stundum heyrt fólk segja sem hefur brennandi áhuga á samfélagi sínu og hvernig því er stjórnað. Í grunninn þá snýst stjórnun sveitarfélags fyrst og fremst um að veita íbúum lögbundna þjónustu á sem bestan hátt og bera ábyrgð á skipulagsmálum og rekstri sveitarfélagsins.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Öryggi Ís­lands á ólgutímum

Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV, aðgerðasinnar og ís­lenskan okkar

Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“

Skoðun
Fréttamynd

Mark­miðin sem skipta máli

Áramótin eru að mínu mati einn besti tími ársins. Nýtt upphaf, tækifæri til að fara yfir markmiðin sín og gildi og leggja grunninn að nýjum sigrum á nýju ári. Það sem skiptir mig mestu máli í lífinu er að skapa aðstæður fyrir börnin mín þrjú til að blómstra og ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Net­verslun með á­fengi og vel­ferð barna okkar

Við lifum á tímum þar sem umræðan um takmarkanir á lífi okkar er orðin flókin. Sumir halda því fram að allt megi, að frjálst flæði sé alltaf best. Það kann oft að vera farsæl lausn. En raunin er stundum önnur. Takmarkanir eru alls staðar til staðar í lífi okkar af góðum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera

Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka.

Skoðun
Fréttamynd

Jólapartýi af­lýst

Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar).

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi björgunar­sveitanna

Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Svona gerum við… fjár­magn til á­fengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, sem reyndar á árs afmæli í dag, er meðal áhersluatriða að fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur á árinu verið unnið með margvíslegum hætti að málefnum sem tengjast fíknivanda. Sérfræðingum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga sem og öllum samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir frábært starf og samstarf á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­stíga ríkis­stjórn í sigri og þraut

Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla­gjöf ríkis­stjórnarinnar

Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Öll lífsins gæði mynda skatt­stofn

Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla­gjöfin í ár

Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta varð í al­vöru að lögum!

Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar á­fengið rænir jólunum

Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land er á réttri leið

Það er liðið rúmt ár síðan talið var upp úr kjörkössum síðustu alþingiskosninga sem veitti ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins undir forystu Kristrúnar Frostadóttur umboð til grundvallarbreytinga í stjórn ábyrgra efnahagsmála, með skýr félagsleg markmið að leiðarljósi undir formerkjum verðmætasköpunar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert barn á Ís­landi á að búa við fá­tækt

Flokkur fólksins var beinlínis stofnaður til að berjast gegn fátækt og þá sérstaklega barna og foreldra þeirra. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður er til staðar í okkar góða landi. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir og skýrslur.

Skoðun
Fréttamynd

5 vaxtalækkanir á einu ári

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ný flug­stöð á rekstar­lausum flug­velli?

Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. 

Skoðun