Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunn­sama Samverja

Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mennta­stefna 2030

Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræðið í skötu­líki!

Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara.

Skoðun
Fréttamynd

Fisk­eldi og sam­félagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Hætt við að hækka ekki skatta á al­menning

Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Hver borgar brúsann?

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris.

Skoðun
Fréttamynd

Lægri gjöld, fleiri tæki­færi

Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­keppnin tryggir hag neyt­enda

Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Tími til að notast við réttar tölur

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrg stefna í út­lendinga­málum

Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Týndu her­mennirnir okkar

Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs.

Skoðun
Fréttamynd

Að reikna veiði­gjald af raun­veru­legum afla­verðmætum

Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi og varnir Ís­lands

Við Íslendingar höfum búið við öryggi og frið frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Samfélagið okkar er meðal þeirra öruggustu og friðsælustu í heimi og hér ríkir traust og samheldni sem gerir Ísland að frábæru landi og fyllir okkur stolti.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgð og á­byrgðar­leysi

Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Á flandri í klandri

Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti fyrir þjóðina, fram­farir fyrir lands­byggðina

Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Stað­reyndir um ein­faldara reglu­verk

Í störfum mínum sem umhverfis, orku- og loftslagsmálaráðherra var einföldun á regluverki og betrumbætur á rekstrarumhverfi minni rekstraraðila eitt mitt helsta markmið. Samþykkti ég því til stuðnings tvær lykilreglugerðir sem gjörbyltu málsmeðferð fyrir fjölda atvinnugreina og tryggði þeim þannig hraðari og einfaldari þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Veitinga­staðir eru ekki kjarn­orku­ver

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um.

Skoðun
Fréttamynd

Harma­kvein kórs út­gerðar­manna

Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist.

Skoðun