Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál

Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist

Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna.

Innlent
Fréttamynd

Virðist byggja á mistökum opinberra stofnanna segir ráðherra

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ýmislegt benda til þess að úrskurðir sem fella úr gildi rekstarleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum byggi á mistökum. Verið sé að bera saman epli og appelsínur og ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna samfélagsins fyrir vestan.

Innlent
Fréttamynd

„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein”

Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli

SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld.

Innlent
Fréttamynd

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni

Hrygnan sem veiddist í Eyjafjarðará var kynþroska og komin að því að hrygna. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir fjölda eldislaxa í ám landsins innan áhættuviðmiða. Fjórir eldislaxar hafa nú þegar verið staðfestir í íslenskum veiðiám í sumar. Veiðifélögin hafa gríðarlegar áhyggjur af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna "hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Brim hf. verður Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.

Brim hf. heitir nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. en þetta var ákveðið á hluthafafundi félagsins í dag. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær.

Viðskipti innlent