Boðið upp á tvíhöfða í Framhúsinu í dag Tveir handboltaleikir fara fram í Framhúsinu í Safamýri í dag þar sem Fram mætir Stjörnunni í N1-deild kvenna og Fram tekur á móti Gróttu í N1-deild karla. Handbolti 11. október 2009 09:00
N1-deild kvenna: 34 marka stórsigur hjá Valsstúlkum Valsstúlkur byrjuðu á að sigra Íslands -og bikarmeistara Stjörnunnar í fyrstu umferð N1-deildarinnar á dögunum og þær héldu uppteknum hætti í dag í annarri umferðinni þegar þær hreinlega kjöldrógu Víkingsstúlkur 47-13 en staðan var 20-5 í hálfleik. Handbolti 10. október 2009 19:30
Leikið í N1-deild kvenna í dag N1-deild kvenna heldur áfram í dag þegar önnur umferð hefst með þremur leikjum. FH tekur á móti KA/Þór í Kaplakrika en þetta er fyrsti leikur Hafnarfjarðastúlkna í deildinni þar sem þær sátu hjá þegar fyrsta umferð var leikinn fyrr í vikunni. Handbolti 10. október 2009 15:00
Júlíus búinn að tilkynna 16-manna landsliðshóp Landsliðsþjálfarinn Júlíus Jónasson hefur tilkynnt 16-manna landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Austurríki í undankeppni EM kvenna. Handbolti 9. október 2009 14:00
N1-deild kvenna: Valur vann Stjörnuna í hörkuleik Fyrsta umferð N1-deildar kvenna fór fram í kvöld en hæst bar að Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Stjörnustúlkum 17-18 í Mýrinni í Garðabæ í miklum baráttuleik. Handbolti 6. október 2009 22:24
N1-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld Handboltavertíðin hefst formlega í kvöld þegar fjórir leikir í N1-deild kvenna fara fram. Stórleikur umferðarinnar er án vafa leikur Íslandsmeistara Stjörnunnar gegn Val í Mýrinni en liðunum er spáð öðru og þriðja sæti deildarinnar af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum liða deildarinnar. Handbolti 6. október 2009 16:30
Fram spáð Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki Nú í hádeginu var spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða N1-deildar kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil kunngjörð. Samkvæmt spánni munu Framstúlkur nú vinna titilinn en Íslands -og bikarmeisturum Stjörnunnar er spáð öðru sætinu. Handbolti 5. október 2009 13:00
Atli Hilmars: Feginn því að Kristín verður með „Um leið og varnarleikurinn fór í gang hjá okkur var þetta aldrei spurning," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, eftir að liðið vann öruggan sigur 37-24 á FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Handbolti 29. september 2009 20:03
Umfjöllun: Stjörnustúlkur unnu FH auðveldlega Stjarnan vann öruggan sigur á FH 37-24 í Meistarakeppni kvenna í kvöld. Stjörnustúlkur unnu bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn á síðustu leiktíð en léku gegn FH í þessum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lenti í öðru sæti bikarsins. Handbolti 29. september 2009 19:55
Kvennalið Gróttu hætt við þátttöku í N1-deildinni Stjórn handknattleiksdeildar Gróttu hefur ákveðið að draga meistaraflokk kvenna hjá félaginu úr keppni í N1-deildinni tímabilið 2009-2010 en hefur jafnframt ákveðið að skrá liðið til keppni í 2. deild í staðinn. Handbolti 4. september 2009 16:00
Arndís María fyllir í skarð Dagnýjar hjá Val Arndís María Erlingsdóttir, vinstri hornamaður úr Gróttu, hefur gert tveggja ára samning við Val og mun spila með liðinu í N1 deild kvenna í vetur. Handbolti 6. ágúst 2009 11:00
Grótta stefnir á að senda kvennalið til keppni í vetur Handknattleiksdeild Gróttu stefnir á að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna á næsta vetri en sögusagnir hafa verið í gangi um að flokkurinn verði lagður niður tímabundið. Handbolti 24. júlí 2009 12:15
Kristín Clausen á leið í frí frá handbolta? Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, íhugar að taka sér frí í eitt ár frá handboltanum. Frá þessu greinir vefsíðan sport.is. Handbolti 23. júlí 2009 17:45
Pavla áfram hjá Fram Línumaðurinn sterki Pavla Nevarilova verður áfram í Safamýri næsta vetur en hún hefur skrifað undir nýjan samning við Framara. Handbolti 29. maí 2009 13:19
Guðríður Guðjónsdóttir aftur heim í Fram Guðríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjálfari Fram í N1 deild kvenna í handbolta en hún gegndi sömu stöðu hjá Val í vetur. Samningur Guðríðar til Fram er til tveggja ára. Handbolti 22. maí 2009 17:00
Patrekur og Atli líklega áfram hjá Stjörnunni Allar líkur eru á að Patrekur Jóhannesson og Atli Hilmarsson verði áfram þjálfarar karla- og kvennaliðs Stjörnunnar á næstu leiktíð. Handbolti 20. maí 2009 16:43
Florentina samdi til þriggja ára Florentina Stanciu hefur samið við Stjörnuna um að leika áfram með liðinu næstu þrjú árin. Handbolti 20. maí 2009 16:31
Júlíus: Tekur tíma að slípa liðið til "Ég tel að sé mjög mikilvægt fyrir okkur að fá leiki af því það er talsvert langt síðan við spiluðum," sagði Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður út í æfingaleikina þrjá við Svisslendinga. Handbolti 18. maí 2009 16:29
Rakel Dögg: Þetta eru mikilvægir leikir Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum. Handbolti 18. maí 2009 16:13
Berglind Íris ekki á förum frá Val Berglind Íris Hansdóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðsins í handbolta, er ekki á förum frá Val. Berglind hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Handbolti 15. maí 2009 21:30
Einar Jónsson þjálfar Framstelpurnar áfram Einar Jónsson hefur náð samkomulagi við Fram um að þjálfa áfram meistaraflokk kvenna hjá félaginu en undir stjórn Einars hefur Framliðið unnið silfur á Íslandsmótinu undanfarin tvö ár. Handbolti 7. maí 2009 12:01
Elísabet: Það er ekkert annað í boði en að vinna titla „Það er mun skemmtilegra að vera að spila þegar titilinn vinnst," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Stjörnunnar, sem skoraði fimm mörk þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. Handbolti 4. maí 2009 07:00
Harpa Sif: Framtíðin blasir við þessu liði Harpa Sif Eyjólfsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni urðu Íslandsmeistarar í N1 deild kvenna í dag eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja leiknum. Handbolti 3. maí 2009 21:50
Stjarnan Íslandsmeistari - Myndir Stjörnustúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í handknattleik þriðja árið í röð eftir sigur á Fram í þriðja leik liðanna. Handbolti 3. maí 2009 20:49
Einar: Okkur var kippt í kjallarann strax í fyrsta leik Einar Jónsson, þjálfari Fram var ekki ánægður með leik sinna kvenna í lokaúrslitunum á móti Stjörnunni. Fram tapaði öllum þremur leikjunum og ógnaði aldrei Stjörnuliðinu að neinu ráði. Handbolti 3. maí 2009 19:01
Kristín: Vaninn að ég komi heim með gullið og hann með silfrið Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Stjörnunnar, tók við Íslandsbikarnum þriðja árið í röð eftir 28-26 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 3. maí 2009 18:56
Stjarnan Íslandsmeistari þriðja árið í röð - vann Fram 28-26 Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna með öruggum tvegjja marka sigri á Fram, 28-26, í þriðja leik liðanna í Mýrinni í dag. Stjarnan náði góðu forskoti í upphafi leiks og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 3. maí 2009 15:59
Florentina getur unnið titilinn fjórða ár í röð Florentina Stanciu, rúmenski landsliðsmarkvörðurinn getur í dag orðið Íslandmeistari fjórða árið í röð þegar Stjarnan tekur á móti Fram í þriðja leiknum í úrslitaeinvíginu. Handbolti 3. maí 2009 14:15
Sólveig Lára: Ætlum að klára þetta heima Sólveig Lára Kjærnested var mjög ákveðin í sigri Stjörnunnar á Fram í kvöld og ætlaði sér að bæta fyrir slakan leik í fyrsta leiknum. Handbolti 1. maí 2009 22:30
Einar: Vinnum á sunnudag og þetta fer í fimm leiki Fram lék afleitan sóknarleik gegn Stjörnunni í kvöld sem kristallast í fyrstu sókn leiksins þegar liðið kastaði boltanum útaf vellinum eftir aðeins átta sekúndna leik án þess að Stjarnan hefði nein áhrif á sóknarmenn Fram. Handbolti 1. maí 2009 22:15