Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli. Handbolti 19. september 2022 15:01
Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. Handbolti 19. september 2022 11:00
Áfram kvarnast úr leikmannahópi Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Fram mættu með mikið breytt lið inn í tímabilið sem er nýhafið í Olís deild kvenna í handbolta. Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi liðsins en Jónína Hlín Hansdóttir hefur ákveðið að halda til Slóvakíu og stunda þar nám í dýralækningum. Handbolti 19. september 2022 09:30
Martha Hermannsdóttir leggur skóna á hilluna Martha Hermannsdóttir, ein reyndasta handboltakona landsins, hefur ákveðið að kalla þetta gott af handboltaiðkun og lagt skóna á hilluna frægu. Handbolti 17. september 2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: HK-Selfoss 25-32 | Nýliðarnir fara vel af stað Selfoss fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Olís-deild kvenna í dag en liðið mætti HK og voru lokatölur 25-32. Handbolti 17. september 2022 20:37
ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27. Handbolti 17. september 2022 15:20
Valskonur ekki í vandræðum með Hauka Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil. Handbolti 16. september 2022 19:46
„Var búinn að liggja yfir þessum leik og ég ætlaði að vinna“ Stjarnan vann nokkuð sannfærandi sex marka sigur á Íslandsmeisturum Fram 26-20. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir leik. Handbolti 15. september 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-20 | Íslandsmeistararnir sáu ekki til sólar í Garðabæ Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olís deildar kvenna á tímabilinu. Lokatölur 26-20 þar sem Stjarnan var mun betri aðilinn frá upphafi til enda. Handbolti 15. september 2022 19:45
Olís-spá kvenna 2022-23: Máttur fjöldans Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 15. september 2022 11:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 15. september 2022 10:00
„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Handbolti 14. september 2022 13:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 13. september 2022 10:01
Tveir nýir sérfræðingar koma með látum inn í Seinni bylgju kvenna Seinni bylgjan fyrir Olís-deild kvenna hefur göngu sína að nýju í kvöld. Upphitunarþáttur fyrir komandi leiktíð verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20:00. Tveir nýir sérfræðingar. Handbolti 12. september 2022 16:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 11. september 2022 10:00
Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. Handbolti 10. september 2022 15:45
Umfjöllun og viðtöl: Fram 19-23 Valur | Valur er meistari meistaranna Valur vann fyrsta bikar vetursins er þær unnu Fram í uppgjöri meistara meistaranna, 19-23. Fram varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð á meðan að Valur vann bikarmeistaratitilinn. Valskonur voru með yfirhöndina allan leikinn en eftir að hafa verið yfir með tveimur mörkum í hálfleik sigldu þær öruggum sigri heim. Handbolti 10. september 2022 15:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Handbolti 9. september 2022 10:00
Völsurum spáð titlinum í báðum deildum Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deildanna í handbolta fór fram á Grand Hótel í dag. Val er spáð efsta sæti í bæði karla- og kvennaflokki. Handbolti 6. september 2022 12:40
Systurnar báðar heim í föðurfaðminn á Hlíðarenda Ásdís Þóra Ágústsdóttir er snúin aftur í raðir Vals í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún kemur heim frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir um eins og hálfs árs dvöl. Handbolti 24. ágúst 2022 14:45
Stjarnan fær markvörð úr Mosfellsbæ Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun því spila með liðinu í Olís-deildinni í handbolta í vetur. Handbolti 17. ágúst 2022 18:31
Ásdís líka farin til Skara Leikmönnum sem farið hafa frá KA/Þór út í atvinnumennsku í sumar heldur áfram að fjölga því Ásdís Guðmundsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Skara. Handbolti 9. ágúst 2022 12:53
Valur fer til Slóvakíu, KA/Þór til Norður-Makedóníu og ÍBV til Grikklands Dregið var í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í morgun og voru þrjú íslensk lið í pottinum. Handbolti 19. júlí 2022 10:31
ÍBV dregur umdeilda ákvörðun til baka Íþróttabandalag Vestmannaeyja mun falla frá þeirri ákvörðun frá 15. mars sl. um tekjuskiptingu milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. Sport 16. júlí 2022 16:30
Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Sport 16. júlí 2022 12:00
Berta Rut söðlar um til Danmerkur Handboltakonan Berta Rut Harðardóttir hefur samið við danska félagið Holstebro Håndbold um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Handbolti 12. júlí 2022 22:07
Nýliðarnir fá sænskan markvörð Sænski markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur samþykkt að ganga til liðs við nýliða Selfoss í Olís-deild kvenna í handbolta og leika með liðinu næstu tvö árin. Handbolti 6. júlí 2022 16:00