
Haukar lögðu granna sína í bikarnum
8-liða úrslitum SS bikars karla í handbolta lauk í kvöld með leik FH og Hauka í Hafnarfirði. Það voru Haukarnir sem höfðu betur 38-33 eftir að leiða með 5 mörkum í hálfleik. Haukar eru því komnir í undanúrslit keppninnar ásamt Fram, ÍR og Stjörnunni.