Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 31-31 | Jafntefli í forsmekknum fyrir úrslitakeppnina

    FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni

    KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið“

    Stjarnan fékk skell í síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta þegar laut í parket fyrir ÍR. Það er morgunljóst að Patrekur Jóhannesson og leikmenn Stjörnuliðsins hafi farið vel yfir það tap í vikunni sem leið frá þeim leik þar til liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bjarni Fritzson: Við vorum í basli

    ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin birtir öll samskiptin við Donna

    Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Benedikt varð eftir heima

    Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, er ekki með hópnum sem er staddur í Göppingen og mætir heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í dag. Hann glímir við meiðsli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Árni Bragi valdi Aftureldingu fram yfir Val

    Árni Bragi Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Aftureldingar en Árni Bragi hafnaði tilboði frá Íslandsmeisturum Vals.

    Handbolti