

Haukar hafa boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem reiknað er með því að Ásgeir Örn Hallgrímsson verði kynntur til sögunnar.
Framarar eru byrjaðir að þétta raðirnar fyrir átökin í Olís-deild karla á næstu leiktíð.
Grótta samdi í dag við þrjá leikmenn um að spila með félaginu á næsta tímabili í Olís deild karla, þá Vilhjálm Geir Hauksson, Sigfús Pál Sigfússon og Alexander Jón Másson.
Sigurður Ingiberg Ólafsson færir sig um set og mun spila með Stjörnunni í Olís-deildinni á næstu leiktíð.
Kristinn Guðmundsson hefur gert þriggja ára samning um að þjálfa karlalið ÍBV með Erlingi Richardssyni.
Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru að fylla upp í skörðin sem þeir hafa orðið fyrir síðustu vikur og í gær fengu þeir mikinn liðsstyrk.
Valur tryggði sér í dag góðan liðsstyrk úr liði Íslandsmeistara ÍBV en þeir Róbert Aron Hostert og Agnar Smári Jónsson skrifuðu undir samning við Hlíðarendafélagið á blaðamannafundi í dag.
Valsmenn eru heldur betur búnir að styrkja liðið sitt fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta næsta vetur en Hlíðarendaliðið missti báða stóru titlana til Eyja í vetur.
Leonharð Þorgeir Harðarson ætlar að spila með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur en hann var með Haukum á nýloknu tímabili.
Hákon Daði Styrmisson gekk aftur í raðir ÍBV í gærkvöldi en hann saknaði fjölskyldunnar og vildi komast aftur heim.
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur gengið aftur til liðs við sitt gamla félag ÍBV en félagið tilkynnti um komu Hákons í kvöld. Hann kemur frá Haukum þar sem hann var lykilmaður í vetur.
Birgir Már Birgisson hefur gengið til liðs við FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla. Félagði tilkynnti um komu Birgis í kvöld.
Einar Jónsson þjálfar áfram í Olís deild karla í handbolta en hann hefur tekið við þjálfun meistaraflokks karla hjá Gróttu.
Handknattleiksdeild Hauka sendi frá sér tilkynningu í dag um að hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson væri hættur hjá Haukum af persónulegum ástæðum.
Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson er sterklega orðaður við brottför frá Gróttu þessa dagana enda fjöldaflótti frá félaginu og fáir að verða eftir í herbúðum félagsins.
Myndbandið sýnir skemmtilegar svipmyndir úr einvígi ÍBV og FH.
Lokahóf HSÍ fór fram í kvöld þar sem voru valdir bestu leikmennirnir, mikilvægustu og þeir efnilegustu í Olís-deild karla og kvenna og einnig Grill-66 deildum karla og kvenna. Einnig voru valdir bestu þjálfararnir á nýafsöðnu tímabili.
Skytturnar Pétur Árni Hauksson og Ásmundur Atlason eru á leið í Breiðholtið og hafa náð samkomulagi við ÍR um að spila með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla.
Kristján Örn Kristjánsson og Kolbeinn Aron Arnarsson eru gengnir í raðir þrefaldra meistara ÍBV en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu ÍBV í kvöld.
Landsliðsmarkvörðurinn vill komast erlendis og bíður rólegur eftir tilboðum.
Efnilegasti markvörður Íslands verður í æfingabúðum með einum besta markverði sögunnar í Þýskalandi.
Afturelding hefur fengið Ásgeir Jónsson til starfa sem aðstoðarþjálfara meistarflokks karla í handbolta. Þá hefur hinn ungi Tumi Steinn Rúnarsson gengið til liðs við félagið.
Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla.
ÍBV vann í gær sinn annan Íslandsmeistaratitil í handbolta í sögu félagsins. Því var að sjálfsögðu fagnað með hætti Eyjamanna, innsigling í Herjólfi undir glæsilegri flugeldasýningu.
ÍBV vann átta marka sigur á FH í Kaplakrika dag sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu. ÍBV er því þrefaldur meistari en áður hafði liðið orðið bæði deildar- og bikarmeistari.
Arnar Pétursson kveður ÍBV með þrennunni, Íslands-, bikar- og deildarmeistarar eftir tímabil þar sem gekk á ýmsu. Hann fær smá afslöppun áður en hann fer beint í fiskinn.
ÍBV er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur í leik fjögur í úrslitaeinvíginu við FH í Kaplakrika í dag. Nýkrýndir meistarar Kári Kristján Kristjánsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Grétar Þór Eyþórsson settust við háborðið hjá Tómasi Þór Þórðarsyni í Seinni bylgjunni eftir leik og fögnuðu titlinum með stórbrotnu viðtali.
Sigurbergur Sveinsson lék vel með ÍBV í sigrinum á FH sem tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn. Þessi uppaldi Haukamaður var í frekar góðu skapi eftir leik.
FH tapaði með átta mörkum fyrir ÍBV á heimavelli sínum í Kaplakrika í dag. Tapið þýddi að ÍBV lyfti Íslandsmeistaratitlinum
ÍBV varð Íslandsmeistari í Olísdeild karla í annað skipti í sögu félagsins. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna eftir leik var ósvikinn.