NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kobe Bryant skoraði 65 stig

Kobe Bryant var ekki á þeim buxunum að tapa áttunda leiknum í röð með liði sínu LA Lakers þegar það mætti Portlant í NBA deildinni í nótt. Lakers hafði betur 116-111 eftir framlengdan leik, þar sem Kobe Bryant skoraði 65 stig fyrir Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Milwaukee - San Antonio á Sýn í kvöld

Leikur Milwaukee Bucks og San Antonio Spurs í NBA deildinni frá í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:40. San Antonio var búið að vinna 13 leiki í röð fyrir viðureignina í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapar Lakers

3 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Los Angeles Lakers steinlá fyrir Denver Nuggets113-86. Þetta var 7. tapleikur Lakers í röð og í 1. sinn á 16 ára þjálfaraferli sem Phil Jackson upplifir það að lið hans tapi 7 í röð. Linas Kleiza var stigahæstur hjá Nuggets með 29 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. 13 leikja sigurhrinu San Antonio Spurs lauk í gærkvöldi í Bradley Center í Milwaukee. Milwaukee vann 101-90. Daginn fyrir leikinn rak Milwaukee þjálfarann, Larry Stotts, og aðstoðarþjálfarinn, Larry Krystkowiak, tók við liðinu. Miami Heat vann 8da leikinn í röð í gærkvöldi, sigraði New Jersey 93-86. Shaquille O´Neal skoraði 19 stig fyrir Miami þar af 17 í seinni hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Ummæli Phil Jackson kostuðu 7 milljónir

Phil Jackson þjálfari LA Lakers í NBA deildinni var í dag sektaður um 3,5 milljónir króna fyrir ummæli sín síðasta fimmtudag, þegar hann sagði forráðamenn deildarinnar vera á nornaveiðum. Hann lét þessi orð falla eftir að aganefnd deildarinnar rannsakaði meint brot Kobe Bryant hjá Lakers í þriðja sinn á stuttum tíma. Þá var félagið einnig sektað um sömu upphæð og því kostuðu ummælin alls um 7 milljónir króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hæ krakkar, notið eiturlyf

Miðherjinn Scot Pollard hjá Cleveland Cavaliers er ekki vinsælasti maðurinn í Ohio um þessar mundir eftir misheppnað grín hans í beinni útsendingu sjónvarps á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi

Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Milwaukee rekur þjálfarann

Terry Stotts var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er það í neðsta sæti miðdeildarinnar með 23 sigra og 41 tap. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfinu út leiktíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Memphis - Cleveland í beinni í kvöld

Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég hata ekki homma í alvörunni

Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway rötuðu á síður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio

San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur

Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýr þjálfari hjá Bobcats í sumar

Michael Jordan, yfirmaður körfuboltamála hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni, tilkynnti í dag að þjálfarinn Bernie Bickerstaff fengi nýtt hlutverk hjá félaginu í sumar. Bickersteff hefur stýrt liðinu í þrjú ár og á að baki 67 sigra og 161 tap, en hann mun væntanlega taka sér sæti á skrifstofunni í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Isiah Thomas fékk nýjan samning hjá Knicks

Isiah Thomas, forseti og þjálfari New York Knicks, skrifaði undir nýjan samning við félagið um helgina. Þessi tíðindi komu nokkuð á óvart í ljósi þess að eigandi félagsins hafði áður sagt að hann ætlaði að taka ákvörðun um framtíð Thomas eftir að keppnistímabilinu lyki.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas

Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Versta tap í sögu LA Lakers á heimavelli

Ekkert lát er á sigurgöngu Dallas í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið yfirburðasigur á LA Lakers, 108-72, útivelli. Þetta var 17. sigur Dallas í röð og hefur liðið nú unnið 52 af 61 leik sínum í vetur. Þetta var jafnframt versta tap Lakers í sögu félagsins síðan það flutti frá Minneapolis til Los Angeles árið 1960.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming óstöðvandi

Kínverski risinn Yao Ming skoraði 37 stig í gærkvöldi þegar Houston Rockets sigraði Orlando Magic 103-92.  Ming er nýstaðinn upp úr erfiðum meiðslum og var aðeins að spila fjórða leik sinn eftir að hafa misst af 32 leikjum eftir að hafa fótbrotnað fyrr á leiktíðinni.  Tracy McGrady var einnig atkvæðamikill í liði Houston, skoraði 19 stig og var með 10 stoðsendingar.  Í síðustu 10 leikjum hefur Houston haft betur í rimmunni við Orlando í 9 þeirra.

Körfubolti
Fréttamynd

Ron Artest: Ég hef brugðist

Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, sem eiginmaður, faðir og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu.

Körfubolti
Fréttamynd

12. sigur San Antonio í röð

San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig

Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade

Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Varanlega skaddaður eftir árás lukkudýrs

Maður nokkur í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur höfðað skaðabótamál á hendur NBA liði Indiana Pacers. Hann segist búa við varanlegt líkamstjón eftir að hann varð fyrir árás lukkudýrs liðsins á leik fyrir ári, en það er sex feta há og blálit fígúra af kattarætt sem nefnist Boomer.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami og Cleveland minna á sig

Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar á meðal tveir stórleikir í Austurdeildinni. Miami burstaði Chicago á heimavelli og hefndi fyrir ófarirnar úr opnunarleik sínum í haust og Cleveland vann þýðingarmikinn útisigur á Detroit á útivelli í framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant tók út bann í nótt

Kobe Bryant hjá LA Lakers tók út eins leiks bann í nótt þegar lið hans steinlá á útivelli fyrir Milwaukee Bucks 110-90 á útivelli. Bryant fékk bannið fyrir að slá til Marco Jaric hjá Minnesota Timberwolves í fyrrinótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant aftur í bann?

Svo gæti farið að Kobe Bryant hjá LA Lakers yrði í leikbanni í kvöld þegar liðið mætir Milwaukee Bucks á útivelli. Bryant fékk dæmda á sig sóknarvillu í leiknum sem var mjög lík þeirri sem hann fékk í leik gegn San Antonio í janúar og kostaði hann leikbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas öruggt í úrslitakeppnina

Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í NBA deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þó enn sé langt eftir af deildarkeppninni. Dallas bætti enn félagsmet sitt og vann 16. leikinn í röð og 22. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 102-89. Jason Terry skoraði 24 stig fyrir Dallas en Vince Carter 32 fyrir New Jersey.

Körfubolti
Fréttamynd

Troðslan kostaði 70 þúsund krónur

C.J. Miles, tvítugur leikmaður Utah Jazz, átti heldur bitra innkomu með liði sínu í sigri á Charlotte Hornets í gærkvöld. Miles lék aðeins tvær mínútur í blálokin á stórsigri Utah, en uppskar lítið annað en 70 þúsund króna sekt.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal kennir börnum að léttast

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er nýjasti NBA leikmaðurinn sem tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi. O´Neal verður gestur í þætti á ABC sjónvarpsstöðinni sem fjallar um offituvandamál barna í Bandaríkjunum. Þar mun hann ráðleggja börnum hvernig á að ná af sér aukakílóum, en svo má deila hvort hinn íturvaxni miðherji er rétti maðurinn í það verkefni, enda hefur hann oft verið full þéttur á velli í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest settur út úr liði Sacramento

Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu.

Körfubolti