

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.
Maðurinn sem hefur aðstoðað við að koma Gunnari í form lífs síns heitir Unnar Helgason og er styrktar og þrekþjálfari. Þeirra samstarf hefur augljóslega gengið frábærlega eins og sjá má á Gunnari.
Það var ekkert vesen á aðalbardagaköppunum í UFC 231 er þau stigu á vigtina í Toronto í dag.
Gunnar Nelson og Alex Oliveira náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun í Kanada.
Alex Oliveira var búinn að ná réttri þyngd eftir 35 mínútur í morgun en Gunnar Nelson kom ekki á vigtina fyrr en eftir 75 mínútur. Hann var ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd.
Það er vigtunardagur fyrir UFC 231 en bardagakapparnir byrjuðu að stíga á vigtina klukkan níu í morgun að staðartíma.
Gunnar Nelson fer aldrei í ofsafenginn niðurskurð og því ætti dagurinn í dag að vera léttur.
UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni.
Margt fyndið og skemmtilegt gerðist á fjölmiðladegi UFC í gær þar sem átta bardagakappar komu til þess að láta ljós sitt skína.
Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn.
John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun.
Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, heldur því opnu að Gunnar berjist fyrir annað bardagasamband í framtíðinni. Það er aukin samkeppni um þá bestu í MMA-heiminum í dag.
Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.
Gunnar Nelson var búinn með fyrsta kaffibolla dagsins og nokkuð ferskur er hann mætti blaðamannahernum í Toronto í dag.
Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, sló í gegn á fjölmiðladegi UFC í dag enda í skrautlegasta klæðnaðinum.
Að taka þátt í stóru bardagakvöldi hjá UFC kallar á að þurfa að gefa ansi mörg viðtöl.
Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.
Gunnar Nelson er ekki í neinum vafa um að hann muni hafa betur gegn Alex Oliveira um helgina en hvernig sér hann bardagann fyrir sér?
Formið sem Gunnar Nelson er í fyrir bardagann gegn Alex Oliveira hefur eðlilega vakið mikla athygli. Hann hefur aldrei verið í eins góðu formi áður.
Andstæðingur Gunnars Nelson á laugardag, Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, er skrautlegur karakter eins og blaðamaður Vísis fékk að kynnast í gær.
Venju samkvæmt segir Gunnar Nelson að það verði ekkert vandamál að ná vigt á morgun og hann mætir til leiks í Toronto í stórkostlegu formi.
Gunnar Nelson er tölfræðilega miklu betri í gólfglímu heldur en Alex Oliveira.
Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu.
Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga.
Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina.
Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada.
Í nýjasta þættinum af "The Grind“ með Gunnari Nelson er fylgst með venjulegum degi hjá bardagakappanum.
Gunnar Nelson birti mynd af sér á samfélagsmiðlum um helgina og óhætt er að segja að sú mynd hafi vakið verðskuldaða athygli.
Mjölnir hefur skrásett æfingabúðir Gunnars Nelson fyrir bardaga hans í Toronto vel og er þegar búið að gefa út tvo þætti um undirbúninginn.
Breytingar voru gerðar á UFC 231 í Toronto í gær. Á meðal þess sem breyttist er að bardagi Gunnars Nelson og Alex Oliveira verður á aðalhluta kvöldsins.
Írski bardagakappinn steig aðeins of fast á bensíngjöfina og þarf að láta skutla sér næstu sex mánuðina.