
Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram
Hákon Arnar Haraldsson kom að marki í 6-1 stórsigri Lille gegn Stuttgart og liðið tryggði sig beint áfram í sextán liða úrslit. Stuttgart er úr leik, eina liðið sem var í umspilssæti en datt út. Aston Villa tókst einnig að tryggja sig beint áfram með 4-2 sigri gegn Celtic.