Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    PSV - Liverpool í beinni á Sýn í kvöld

    Fyrri leikur PSV Eindhoven og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30. Þetta verður þriðja viðureign liðanna í vetur þar sem þau léku saman í riðlakeppninni. Liverpool ætti að vera klárt í slaginn eftir frábæran sigur á Arsenal um helgina, en hollenska liðinu hefur ekki gengið sérlega vel í deildinni undanfarið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cole stefnir á endurkomu á miðvikudaginn

    Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea hefur sett stefnuna á að vera með liði sínu á ný í Meistaradeildarleiknum gegn Valencia á miðvikudagskvöldið. Cole hefur verið frá keppni í fjóra mánuði og vonast til að fá að spila nokkrar mínútur sem varamaður í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rafa: Vanmetum ekki PSV

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna að láta ekki blekkjast af slöku gengi PSV Eindhoven í hollensku deildinni undanfarið. Liverpool sækir PSV heim í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Villa: Mitt hlutverk að nýta færin

    Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segir að hann og hans menn séu meira en klárir í slaginn við Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rummenigge ósáttur við dómaraval

    Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar þess að lítt reyndur rússneskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinna. Rummenigge segir rússneska dómara ekki hafa reynst liði sínu vel í keppninni til þessa.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Finnan með annað augað á úrslitaleiknum

    Varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool segist ekki geta neitað því að hann sé kominn með annað augað á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool mætir PSV Eindoven í fjórðungsúrslitum keppninnar annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 18:30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rómverjar segja Ronaldo vera leikara

    Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Saha fer ekki með til Rómar

    Franski framherjinn Louis Saha fer líklega ekki með Manchester United til Rómar þar sem enska liðið spilar fyrri leik sinn við Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Saha er nú óðum að ná sér eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla á læri.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bann Navarro stytt

    Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur stytt keppnisbann leikmanna Valencia og Inter Milan sem slógust eftir leik liðanna í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði. David Navarro hjá Valencia fær þannig sex mánaða bann í stað sjö. Bæði félög áfrýjuðu þungum refsingum og höfðu erindi sem erfiði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alonso hefur trú á Liverpool

    Xabi Alonso, hinn spænski miðjumaður Liverpool, hefur fulla trú á að liðið getið endurtekið leikinn frá árinu 2005 og farið alla leið í Meistaradeild Evrópu á þessum tímabili. Alonso segir leikmenn liðsins spila af miklu sjálfstrausti í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Navarro vill vægari refsingu

    David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, vonast til þess að afsökunarbeiðni hans til Nicolas Burdisso, leikmann Inter, verði til þess að sjö mánaða leikbannið sem hann var dæmdur í hjá UEFA og FIFA fyrir skemmstu verði stytt. Navarro, sem nefbraut Burdisso í leik liðanna í Meistaradeildinni í síðasta mánuði, hefur áfrýjað dómnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man Utd og Lille sektuð

    Manchester United og Lille voru í dag sektuð fyrir uppákomurnar sem urðu á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði. Stuðningsmenn beggja liða höguðu sér illa og þá var öryggiskröfum ekki framfylgt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bann Van Bommel stytt

    Marc van Bommel hjá Bayern Munchen hefur fengið leikbann sitt í Meistaradeildinni stytt og verður því löglegur í síðari leik Bayern og AC Milan í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir nokkrum dögum, en Bayern áfrýjaði og hefur bannið nú verð stytt. "Ég trúði ekki öðru en að banninu yrði breytt í einn leik," sagði van Bommel.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Valencia og Inter áfrýja

    Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Navarro gengst við banni sínu

    David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Platini leggur fram umdeildar tillögur

    Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Navarro í sjö mánaða bann fyrir slagsmál

    Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að David Navarro hefði verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir ofbeldisfulla tilburði hans á leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. Sambandið hefur óskað þess að bannið nái yfir allar keppnir. Hann var einn sex leikmanna sem fá keppnisbann fyrir slagsmálin og verða bæði lið auk þess sektuð um rúmlega 100 þúsund pund.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Bommel verður ekki með gegn Milan

    Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá Bayern Munchen mun að öllum líkindum missa af báðum leikjunum við AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Van Bommel var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd knattspyrnusambands Evrópu og eru forráðamenn Bayern mjög ósáttir við þessa niðurstöðu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cocu: Rimman við Liverpool verður stríð

    Philip Cocu, fyrirliði PSV í Hollandi, lýsir væntanlegri rimmu liðsins við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem “stríði”. Cocu býst við tveimur afar hörðum leikjum, enda séu bæði lið hungruð í árangur í keppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger spáir enskum sigri í Meistaradeildinni

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool mætir PSV og Man Utd leikur við Roma

    Liverpool mætir hollenska liðinu PSV og Manchester United leikur við Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í þau í Aþenu í morgun. Þá mætir Chelsea spænska liðinu Valencia en auk þess eigast stórliðin AC Milan og Bayern München við í átta liða úrslitum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Silvestre fluttur á sjúkrahús

    Varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld eftir að hann lenti mjög illa eftir skallaeinvígi í leiknum. Silvestre var óvænt í byrjunarliði United í leiknum, en óttast er að hann hafi farið úr axlarlið eða jafnvel brotnað í fallinu í gær og verður því væntanlega lengi frá keppni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger vonsvikinn

    Arsene Wenger var eðlilega mjög vonsvikinn í gær þegar hans menn í Arsenal féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli við hollenska liðið PSV á Emirates. Hann sagði þó engan tíma til að vera að velta sér upp úr tapinu - ný og erfið verkefni bíði liðsins á næstu vikum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stutt gaman hjá Henry

    Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal átti fremur nöturlega endurkomu með liði sínu í leiknum gegn PSV í gær. Arsenal féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafnteflið og Henry meiddist fljótlega í leiknum og í ljós kom að hann reif vöðva í nára og maga. Hann fer í frekari rannsóknir í dag, en ljóst er að hann verður frá keppni um óákveðinn tíma vegna þessa.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson hrósaði Larsson

    Sir Alex Ferguson notaði tækifærið og hrósaði framherjanum Henrik Larsson eftir sigur Manchester United á Lille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. United hefur oft spilað betur en í gær, en eins og oft vill verða þegar mest liggur við, var það Svíinn magnaði sem gerði gæfumuninn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex stal senunni - Arsenal úr leik

    Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United og Bayern í góðum málum

    Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka.

    Fótbolti