Ancelotti: United er sterkara núna Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hlakka mikið til að mæta Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, þar sem ítalska liðið verður nú í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Ancelotti segir Manchester United mun sterkara nú en fyrir tveimur árum, þegar Milan vann báða leiki liðanna. Fótbolti 11. apríl 2007 23:08
Sálfræðistríðið hafið hjá Benitez og Mourinho Í kvöld varð ljóst að það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni fyrir tveimur árum og segja má að sálfræðistríðið fyrir undanúrslitin hafi byrjað strax í dag þegar Benitez skaut föstum skotum að kollega sínum. Fótbolti 11. apríl 2007 22:21
Crouch: Draumaeinvígi í undanúrslitunum Peter Crouch skoraði sigurmark Liverpool gegn PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld og skaut sína menn því auðveldlega í undanúrslitin með samanlögðum 4-0 sigri á hollenska liðinu. Crouch hélt með Chelsea á sínum yngri árum og segir einvígið við liðið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verða mjög sérstakt. Fótbolti 11. apríl 2007 21:50
Hitzfeld: Milan tók okkur í kennslustund Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, viðurkenndi að AC Milan hefði einfaldlega verið betri aðilinn í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Milan sigraði 2-0 í Munchen og mætir Manchester United í undanúrslitum. Fótbolti 11. apríl 2007 21:45
Frækinn sigur AC Milan í Munchen AC Milan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með fræknum 2-0 útisigri á Bayern Munchen. Ítalska liðið fer því áfram samtals 4-2 og mætir Manchester United í næstu umferð. Liverpool vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven og 4-0 samanlagt og mætir Chelsea í undanúrslitum. Fótbolti 11. apríl 2007 20:33
2-0 fyrir Milan í hálfleik AC Milan hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Bayern Munchen á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Clarence Seedorf skoraði með laglegu skoti á 27. mínútu og Filippo Inzaghi bætti öðru við skömmu síðar þegar hann fékk boltann inn fyrir vörn heimamanna. Nokkur rangstöðulykt var af markinu, en það telur og ítalska liðið skyndilega komið í afar vænlega stöðu. Enn er markalaust í leik Liverpool og PSV á Anfield. Fótbolti 11. apríl 2007 19:16
Byrjunarliðin í klár í Meistaradeildinni Nú styttist í að flautað verði til leiks í lokaleikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Bayern tekur á móti AC Milan í Munchen og Liverpool tekur á móti PSV á Anfield. Steven Gerrard og Jamie Carragher eru hvíldir í liði Liverpool. Byrjunarlið beggja má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 11. apríl 2007 18:38
Gætið ykkar á leikaranum Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, hefur varað leikmenn sína sérstaklega við því að mynda óþarfa snertingu við ítalska framherjann Filippo Inzaghi í síðari leik liðanna í Munchen í kvöld. Hann kallar Inzaghi leikara og segir að hann muni nota hvert mögulegt tækifæri til að fiska aukaspyrnur á þýsku varnarmennina. Fótbolti 11. apríl 2007 16:52
Hitzfeld treystir á heimavöllinn Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. Fótbolti 11. apríl 2007 12:45
Benitez: Mikilvægt að stjórna hraðanum frá byrjun Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur farið þess á leit við sína menn að þeir byrji vel í síðari leiknum við PSV á heimavelli í kvöld. Liverpool hefur örugga 3-0 forystu frá fyrri leiknum í Hollandi og því ætti það aðeins að vera formsatriði fyrir þá rauðu að klára dæmið gegn meiðslum hrjáðu liði PSV. Fótbolti 11. apríl 2007 10:30
Carrick: Þetta var eins og í draumi Miðjumaðurinn Michael Adrian Carrick hjá Manchester United er ekki þekktur fyrir að skora mikið af mörkum, en hann setti tvö í ótrúlegum 7-1 sigri United á Roma í Meistaradeildinni í gær. Hann sagði leikinn hafa verið draumi líkastan. Fótbolti 11. apríl 2007 09:00
Totti: Erfiðasta stundin á ferlinum Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði að 7-1 tapið gegn Manchester United í Meistaradeildinni í gær hafi verið erfiðasta stund hans á ferlinum. Fótbolti 11. apríl 2007 07:30
Mourinho: Besti útisigur liðsins í þrjú ár Jose Mourinho var alsæll með leik sinna manna í Chelsea í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Valencia 2-1 á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigur Chelsea var fyllilega verðskuldaður og engu líkara en eitt lið væri á vellinum í síðari hálfleik. Fótbolti 10. apríl 2007 21:26
Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn Sir Alex Ferguson var bókstaflega í sjöunda himni í kvöld eftir að hans menn í Manchester United rótburstuðu Roma 7-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ferguson sagði þetta bestu frammistöðu liðsins í Meistaradeildinni í sinni stjórnartíð. Fótbolti 10. apríl 2007 21:20
Aftaka á Old Trafford Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með ótrúlegum 7-1 sigri á ítalska liðinu Roma í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum. Enska liðið fór hreinlega á kostum í kvöld og gerði út um leikinn með þremur mörkum á átta mínútna kafla þegar aðeins 19 mínútur voru liðnar af leiknum. Fótbolti 10. apríl 2007 20:42
Essien tryggði Chelsea sæti í undanúrslitum Miðjumaðurinn magnaði Michael Essien tryggði Chelsea 2-1 sigur á Valencia í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Fernando Morientes kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Andriy Shevchenko jafnaði í upphafi þess síðari. Það var svo Essien sem tryggði sigurinn með marki á 90. mínútu, en hann spilaði meiddur í kvöld. Fótbolti 10. apríl 2007 20:36
6-0 fyrir Manchester United Manchester United er komið í 6-0 gegn Roma á Old Trafford. Cristiano Ronaldo og Michael Carrick hafa báðir bætt við öðru marki sínu í leiknum og Rómverjarnir eru gjörsamlega heillum horfnir. Staðan í leik Valencia og Chelsea er 1-1 þar sem Andriy Shevchenko skoraði mark gestanna. Fótbolti 10. apríl 2007 20:07
United að valta yfir Roma Manchester United hefur yfir 4-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari viðureign liðsins gegn Roma í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Valencia hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og er því í vænlegri stöðu í einvíginu. Fótbolti 10. apríl 2007 19:34
Manchester United í stuði Manchester United er komið í 3-0 eftir aðeins 19 mínútna leik gegn Roma í Meistaradeildinni. Enska liðið hefur farið á kostum í upphafi leiks gegn lánlausum Rómverjunum og nú er United komið yfir 4-2 samtals í einvíginu. Mörkin skoruðu Carrick (11.), Smith (17.) og Rooney (19.). Fótbolti 10. apríl 2007 19:06
Essien byrjar hjá Chelsea Miðjumaðurinn Michael Essien verður í byrjunarliði Chelsea í leiknum gegn Valencia í Meistaradeildinni kvöld þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Fernando Morientes er í framlínu Valencia á ný eftir meiðslin sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Íslendingum. Fótbolti 10. apríl 2007 17:59
Alan Smith í byrjunarliði Man Utd Leikur Manchester United og Roma hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þar vekur athygli að Alan Smith er í framlínu United og Darren Fletcher leysir Paul Scholes af hólmi á miðjunni. Fótbolti 10. apríl 2007 17:51
Átök fyrir utan Old Trafford Lögreglan í Manchester handtók nokkra stuðningsmenn ítalska liðsins Roma fyrir utan Old Trafford nú um klukkan 17. Nokkrir svartklæddir menn voru með ólæti fyrir utan heimavöll Manchester United og kom til nokkurra átaka milli þeirra og lögreglu. Sky sjónvarpsstöðin er með beina útsendingu frá staðnum. Lögregla hefur stillt til friðar á svæðinu en ástandið virðist nokkuð eldfimt af myndunum að dæma. Fótbolti 10. apríl 2007 17:15
Mourinho: Ég hef ekki efni á að hvíla lykilmenn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki geta leyft sér sama munað og kollegi hans hjá Valencia þegar kemur að því að hvíla leikmenn. Þjálfari Valencia hvíldi framherjann David Villa í deildinni um helgina en Mourinho tefldi fram sínu sterkasta liði í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 10. apríl 2007 14:23
Ferguson hefur trú á sínum mönnum Sir Alex Ferguson segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að hans menn í Manchester United muni svara kallinu þegar þeir mæta Roma öðru sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segist heldur ekki hafa áhyggjur af öryggismálum á vellinum eftir að uppúr sauð á fyrri leiknum í Róm. Fótbolti 10. apríl 2007 14:09
Liverpool mun sækja til sigurs Liverpool mun alls ekki vanmeta PSV og mun liðið sækja til sigurs í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag, að því er knattspyrnustjórinn Rafael Benitez heldur fram. Liverpool hefur 3-0 forystu frá því í fyrri leiknum en Benitez minnir á slíkt forskot sé vel hægt að missa og bendir á úrslitaleik Liverpool og AC Milan fyrir tveimur árum. Fótbolti 9. apríl 2007 19:45
Valencia óttast Drogba og Shevchenko Varnarmaðurinn Emiliano Moretti hjá Valencia segir að framherjar Chelsea, þeir Andriy Shevchenko og Didier Drogba, séu þeir sem geta komið í veg fyrir að spænska liðið fari í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Moretti segir að leikmenn Valencia hafa góðar gætur á þeim félögum ef ekki á illa að fara í síðari leik liðanna á morgun. Fótbolti 9. apríl 2007 18:00
United fordæmir ofbeldi rómversku lögreglunnar Forráðamenn knattspyrnufélagsins Manchester United hafa fordæmt vinnubrögð lögreglu á leik Roma og Manchester United í gærkvöldi og saka lögleglumenn á leikvanginum um að bregðast og hart við ólátum stuðningsmanna og beita þá ofbelti. Ellefu stuðningsmenn enska liðsins slösuðust í átökunum og þar af þurftu tveir að liggja á sjúkrahúsi í nótt. Fótbolti 5. apríl 2007 13:43
Scholes fær eins leiks bann Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United þarf að taka út eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn Roma í gær. Hann var þegar kominn í eins leiks bann vegna gulra spjalda þegar hann fékk fyrri áminninguna í gær, en hann verður enn einu gulu spjaldi frá banni þegar hann snýr til baka úr banninu eftir síðari leikinn við Roma. Fótbolti 5. apríl 2007 13:27
Rooney: Einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað Wayne Rooney var mjög sáttur við úrslitin á Ítalíu í kvöld þó hans menn í Manchester United hafi tapað 2-1. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í 18 Evrópuleikjum og hrósaði félögum sínum fyrir undirbúninginn. Ekki þarf að taka það fram að hann er fullur sjálfstrausts fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Fótbolti 4. apríl 2007 22:45
Ferguson: Við vorum tíu gegn tólf Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld ánægður með leik sinna manna í Manchester United í Róm þrátt fyrir 2-1 tap. Hann sagði lið sitt á köflum hafa verið tveimur leikmönnum færri og vildi þar meina að dómarinn hafi verið í liði með Rómverjum. Fótbolti 4. apríl 2007 22:32