Spaletti: Við áttum skilið að fara áfram Luciano Spalletti, þjálfari Roma, segir sína menn hafa verðskuldað að fara í 8 liða úrslitin í Meistaradeildinni eftir frækinn 2-1 sigur á Real Madrid á Spáni í kvöld. Fótbolti 5. mars 2008 23:07
Schuster ánægður með sína menn Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, sagðist ánægður með baráttu sinna manna þrátt fyrir tapið gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. Real lék með 10 menn síðustu 19 mínúturnar eftir að Pepe var vikið af velli. Fótbolti 5. mars 2008 23:04
Roma sópaði Real út úr Meistaradeildinni Roma gerði sér lítið fyrir og sló Real Madrid út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld með fræknum 2-1 sigri í Madríd. Chelsea vann auðveldan sigur á Olympiakos 3-0 en framlengja þarf í leik Porto og Schalke. Fótbolti 5. mars 2008 21:37
Chelsea í góðum málum Aðeins tvö mörk eru komin í leikjunum þremur í Meistaradeild Evrópu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Það voru þeir Michael Ballack og Frank Lampard sem skoruðu mörkin tvö og tryggðu Chelsea 2-0 forystu gegn Olympiakos. Fótbolti 5. mars 2008 20:35
Cech verður ekki með Chelsea í kvöld Nú styttist óðum í að flautað verði til leiks í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þá er einn leikur í ensku úrvalsdeildinni þar sem Liverpool tekur á móti West Ham. Fótbolti 5. mars 2008 18:56
Kaka: Arsenal átti skilið að vinna Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að sigur Arsenal í viðureign liðanna í gærkvöld hafi verið verðskuldaður og segir það mikið áfall fyrir Evrópumeistarana að vera fallnir úr leik í Meistaradeildinni. Fótbolti 5. mars 2008 17:26
Messi frá í sex vikur Lionel Messi verður frá næstu sex vikurnar eða svo eftir að hann reif vöðva í læri í leiknum gegn Celtic í gær. Þetta er í fjórða skiptið á þremur árum sem hann verður fyrir álíka meiðslum. Fótbolti 5. mars 2008 15:43
Eiður verður áfram þolinmóður Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að sýna áfram þolinmæði og bíða rólegur eftir sínu tækifæri í byrjunarliði Barcelona. Fótbolti 5. mars 2008 15:36
Eiður Smári: Messi er einstakur og verður sárt saknað Eiður Smári Guðjohnsen segir að Lionel Messi skilji eftir sig stórt skarð í liði Barcelona sem afar erfitt verði að fylla. Fótbolti 5. mars 2008 14:10
Fjórða árið í röð sem meistararnir detta út í 16-liða úrslitum Evrópumeistarar AC Milan urðu að játa sig sigraða gegn Arsenal á heimavelli í gær en þetta var fjórða árið í röð sem ríkjandi Evrópumeistarar falla úr leik í 16-liða úrslitum deildarinnar. Fótbolti 5. mars 2008 12:45
Man Utd oftast í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar Ekkert lið hefur komist oftar í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu en Manchester United sem komst áfram í níunda skiptið í gær með 1-0 sigri á Lyon. Fótbolti 5. mars 2008 12:36
Fleiri höfðu trú á AC Milan Naumur meirihluti lesenda Vísis höfðu frekar trú á AC Milan gegn Arsenal í gær en síðarnefnda liðið stóð upp sem sigurvegari eftir 2-0 sigur á San Siro. Fótbolti 5. mars 2008 11:48
Áhorfendur fá hrós frá Sir Alex Manchester United jafnaði í kvöld met Juventus með því að vinna tíunda heimaleik sinn í röð í Meistaradeildinni. Englandsmeistararnir unnu Lyon 1-0 og komust því áfram með samanlögðum 2-1 sigri. Fótbolti 4. mars 2008 22:52
Fabregas: Bara byrjunin Cesc Fabregas átti hreint magnaðan leik fyrir Arsenal í kvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara AC Milan 2-0 á San Siro. Fótbolti 4. mars 2008 22:35
Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Fótbolti 4. mars 2008 18:56
Eiður er á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen situr á varamannabekk Barcelona í kvöld. Liðið mætir skoska liðinu Glasgow Celtic á heimavelli sínum en Börsungar eru í góðri stöðu eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Fótbolti 4. mars 2008 18:45
Kaka óttast að fara sömu leið og Eduardo Brasilíumaðurinn Kaka óttast að það fari fyrir honum eins og hjá Eduardo, leikmanni Arsenal. Fótbolti 4. mars 2008 15:19
Arsenal eða AC Milan? Í kvöld fara fram fjórir fyrstu leikirnir í síðari hluta 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem mikil spenna verður á öllum vígstöðum. Fótbolti 4. mars 2008 11:00
Eiður Smári í hópi Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Glasgow Celtic í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. mars 2008 10:19
Arsenal hræðist ekki Milan Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal, segir að sínir menn mæti óttalausir til leiks í seinni leiknum gegn AC Milan. Fyrri leikurinn sem fram fór á Englandi endaði með markalausu jafntefli. Fótbolti 3. mars 2008 22:30
Spalletti vill skora á Spáni Luciano Spalletti, þjálfari Roma, segist ekki ætla að láta sína menn liggja til baka og reyna verja forskot sitt á morgun. Þá mætir liðið Real Madrid á útivelli en Roma vann heimaleikinn 2-1. Fótbolti 3. mars 2008 19:28
Getur gert mark úr engu Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gerir fátt annað þessa dagana en að hrósa sóknarmanninum Karim Benzema hjá Lyon. Fótbolti 3. mars 2008 17:28
Celtic getur lært af Atletico Madrid Forráðamenn og leikmenn Celtic hafa væntanlega verið límdir við skjáinn er Atletico Madrid vann góðan 4-2 sigur á Barcelona sem mætir einmitt Celtic í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 3. mars 2008 13:15
Scholes yrði í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum Sir Alex Ferguson segist ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni þegar kemur að því að velja lið sitt, en hann viðurkennir að það væri freistandi að leyfa Paul Scholes að vera í byrjunarliðinu ef Manchester United næði í úrslit Meistaradeildarinnar í vor. Fótbolti 2. mars 2008 17:14
Seedorf tæpur fyrir leikinn gegn Arsenal Hollendingurinn Clarence Seedorf mun líklega missa af síðari leik AC Milan og Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Miðjumaðurinn Emerton verður ekki með í leiknum, en landi hans Kaka verður líklega búinn að jafna sig á meiðslum eftir að hann var hvíldur í deildarleik um helgina. Fótbolti 2. mars 2008 16:20
Forseti Lyon ósáttur við Ferguson Jean-Michel Aulas, forseti franska félagsins Lyon, segir Alex Ferguson hjá Manchester United vera að reyna að koma framherjanum magnaða Karim Benzema úr jafnvægi með því að lýsa yfir áhuga á honum í blaðaviðtölum. Fótbolti 28. febrúar 2008 10:12
Ancelotti reiknar með Kaka Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Fótbolti 26. febrúar 2008 19:00
Zlatan tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic gæti misst af síðari leik Inter og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna hnémeiðsla. Hann missir væntanlega af leik Inter og Roma í A-deildinni annað kvöld. Fótbolti 26. febrúar 2008 09:57
AC Milan án Kaka gegn Arsenal? Svo gæti farið að hinn brasilíski Kaka verði ekki með AC Milan í seinni leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Kaka hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu mánuði en hefur hinsvegar getað leikið. Fótbolti 25. febrúar 2008 17:42
Forseti Lyon vill halda Benzema til 2045 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, vill gjarnan að ungstirnið Karim Benzema ljúki ferli sínum hjá Lyon en hann er tvítugur að aldri. Fótbolti 21. febrúar 2008 11:31