

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Atletico Madrid vann Ofurbikarinn
Spænska liðið Atletico Madrid vann leikinn um Ofurbikarinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Inter í þessum árlega leik milli sigurvegaranna í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Platini: Dómarar hafa engar afsakanir lengur
Michel Platini, forseti UEFA, er hæstánægður með árangurinn af tilraununum með notkun fimm dómara. Hann segir að ekki sé lengur pláss fyrir slaka dómara í fótboltanum.

Milito valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar
Um leið og dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu voru einnig valdir bestu leikmennirnir í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Sölvi mætir Barcelona - Real Madrid og AC Milan saman í riðli
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en drátturinn fór fram í Monaco.

Dýrmætt skallamark Sölva - myndband
Sölvi Geir Ottesen skoraði gott skallamark fyrir FC Köbenhavn í kvöld. Tryggði hann liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið.

Redknapp tileinkar stuðningsmönnum árangurinn
Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss.

Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Milljónamark Sölva Geirs fyrir FCK
Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar sem tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Tottenham áfram í Meistaradeildinni - Crouch með þrennu
Tottenham gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur á Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og samanlagt, 6-3.

Werder Bremen sló út Sampdoria
Fimm leikir fóru fram í umspili fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sampdoria frá Ítalíu og Sevilla frá Spáni féllur úr leik.

Bremen vann öruggan sigur á Sampdoria
Werder Bremen saknaði Mesut Özil ekki mikið í kvöld er liðið rúllaði yfir ítalska liðið Sampdoria í umspili Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Redknapp: Frábært tap
Harry Redknapp var merkilega brattur í kvöld þó svo lið hans hafi verið niðurlægt af svissneska liðinu Young Boys í kvöld. Roman Pavlyuchenko bjargaði andliti Spurs undir lokin en Spurs tapaði samt, 3-2.

Tottenham tapaði í Sviss
Tottenham á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum í síðari leik liðsins gegn svissneska liðinu Young Boys í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Sölvi Geir: Við eigum að fara áfram á móti Rosenborg
Sölvi Geir Ottesen, íslenski landsliðsmiðvörðurinn hjá danska liðinu FCK, var í viðtali hjá Tipsbladet í Danmörku í dag eftir að ljóst var að FCK Kaupmannahafnarliðið drógst á móti norsku meisturunum í Rosenborg í umspilsleikjum um að komast inn í Meistaradeildina á komandi leiktíð.

Tottenham mætir Young Boys
Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í morgun og fékk enska liðið Tottenham það verkefni að spila gegn Young Boys frá Sviss um sæti í riðlakeppninni.

Ajax fór áfram en Celtic og Fenerbahce eru úr leik
Þriðja umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld og þekktustu félögin til að falla úr keppni voru skoska liðið Celtic og tyrkneska liðið Fenerbahce.

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov
Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

FCK hélt jöfnu gegn BATE í Hvíta-Rússlandi
BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og danska félagið FC Kaupmannahöfn gerðu í dag markalaust jafntefli í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Carvalho dreymir um að komast til Real Madrid
Ricardo Carvalho hefur biðlað til Real Madrid um að kaupa hann frá Chelsea. Portúgalski miðvörðurinn vill endilega komast aftur til Jose Mourinho sem kom með Carvalho með sér frá Porto til Chelsea árið 2004.

Afleitt Evrópusumar íslenskra liða - átta töp í tíu Evrópuleikjum
Íslensku karlaliðin í Evrópukeppnunum félagsliða luku keppni í gær þegar Breiðablik og KR féllu úr leik í Evrópudeildinni. Kvöldið áður höfðu Íslandsmeistarar FH-inga fallið úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari
Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Matthías: Ætluðum ekki að tapa stórt
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var einn af örfáum leikmönnum liðsins sem reyndu að gefa af sér í leiknum gegn BATE Borisov í kvöld.

FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur
Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili.

Forseti Internazionale ekki viss um Rafael Benitez
Massimo Moratti, forseti Evrópumeistarana í Internazionale, er ekki viss um hvort að hann vilji ráða Rafael Benitez sem eftirmann Jose Mourinho.

Bernd Schuster spáir því að fyrsta árið hans Mourinho verði erfitt
Bernd Schuster, fyrrum leikmaður og þjálfari Real Madrid, spáir því að fyrsta árið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid muni reynast honum mjög erfitt. Þjóðverjinn segir að Mourinho megi ekki látast blekkjast af viðbrögðunum á fyrstu dögum hans í starfi því þeir séu bara eins og brúðskaupsferðin.

Er Real tilbúið að eyða 183 milljónum evra í Rooney, Milito og Maicon?
Það er búið að vera mikið um vangaveltur í enskum og spænskum fjölmiðlum yfir hver munu verða næstu skref hjá Jose Mourinho í að setja saman nýtt meistaralið hjá Real Madrid. Mourinho hefur ekki viljað segja neitt en þrír leikmenn eru sagðir vera mjög ofarlega á listanum hjá honum.

Mourinho búinn að bjóða Raúl að vera í Materazzi-hlutverki hjá Real
Spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í morgun að Jose Mourinho sé búinn að bjóða Raúl González hlutverk í Real Madrid liðinu undir sinni stjórn. Mourinho fundaði með Raúl á Santiago Bernabéu áður en hann hitti blaðamenn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari Los Galácticos.

Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert
Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði.

Jose Mourinho mættur á Santiago Bernabeu - myndir
Blaðamannaherbergið á Santiago Bernabeu var troðfullt í dag þegar Jose Mourinho var kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins en honum er ætlað að gera það sem Manuel Pellegrini tókst ekki á nýloknu tímabili - að vinna titla.