Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira