Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Rooney spilar líklega á morgun

    Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn á að Wayne Rooney geti spilað Meistaradeildarleikinn mikilvæga gegn Benfica á morgun. Rooney gat ekki æft með liðinu í morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney ekki með á æfingu í morgun

    Wayne Rooney æfði ekki með félögum sínum í Man. Utd í morgun og það vekur upp spurningar um hvort hann verði í standi til þess að spila gegn Benfica í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benzema: Jose Mourinho er búinn að breyta mér í stríðsmann

    Karim Benzema, franski framherjinn hjá Real Madrid, hrósar þjálfaranum Jose Mourinho í nýlegu viðtali við RTL og segir portúgalska þjálfarann hafi hjálpað sér að verða betri leikmaður á því eina og hálfa ári sem Mourinho hefur setið í þjálfarastólnum á Santiago Bernabéu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi hrifinn af Bayern

    Argentínumaðurinn Lionel Messi er afar hrifinn af þýska félaginu Bayern Munchen og býst við því að félagið muni gera það gott í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney: Ég get spilað allstaðar á vellinum

    Wayne Rooney spilaði á miðju Manchester United í 2-0 sigri á rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn kom United-liðinu á topp riðilsins. Rooney skoraði seinna markið þremur mínútum fyrir leikslok en fékk reyndar góða hjálp frá rúmenskum varnarmanni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekki sannfærandi hjá Manchester United - unnu Galati 2-0

    Manchester United vann 2-0 sigur í röð á rúmenska smáliðinu Otelul Galati á Old Trafford í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi sigur skilaði United-liðinu á topp C-riðilsins þar sem að Benfica náði aðeins jafntefli á heimavelli á móti Basel.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurganga Manchester City hélt áfram - upp í annað sætið

    Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeildinni. City-liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum þar af tvo síðustu leiki sína í Meistaradeildinni. Yaya Touré, sem hafði ekki skorað síðan í bikarúrslitaleiknum á móti í Stoke í vor, skoraði tvö mörk fyrir City-liðið í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jonas var hársbreidd frá metinu - skoraði eftir 10,6 sek.

    Brasilíumaðurinn Jonas skoraði eftir aðeins 10,6 sekúndur í gær fyrir spænska liðið Valencia í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Jonas var nálægt því að bæta metið sem er í eigu Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir þýska liðið Bayern München gegn Real Madrid frá Spáni árið 2007.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Walcott: Auðvitað erum við pirraðir

    Theo Walcott og félögum í Arsenal tókst ekki að skora hjá franska liðinu Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en efstu liðin í F-riðlinum gerðu þá markalaust jafntefli í öðrum leiknum í röð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Villas-Boas: Hlutirnir eru ekki falla með okkur þessa dagana

    Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, horfði upp á sína menn ná aðeins jafntefli á móti belgíska liðinu Genk í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik og átti að vera löngu búið að gera út um leikinn þegar Belgarnir jöfnuðu metin í þeim síðari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins

    Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust jafntefli hjá Arsenal og Marseille

    Arsenal hélt toppsætinu í F-riðli Meistaradeildarinnar en tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum þegar liðið gerði markalaust jafntefli í kvöld á móti franska liðinu Marseille.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikmenn Milan spila fyrir Cassano í kvöld

    Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, segir að liðið muni spila fyrir framherjann Antonio Cassano í kvöld en þá mætir Milan liði BATE Borisov í Meistaradeildinni. Cassano hefur verið á spítala síðustu tvo daga en hann fékk vægt hjartaáfall.

    Fótbolti