Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Internazionale er í fínum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir útisigur á Feyenoord í Rotterdam í kvöld. Fótbolti 5.3.2025 19:38
Í beinni: Bayern - Leverkusen | Þýska einvígið hefst Þýsku liðin Bayern München og Leverkusen eigast við í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 5.3.2025 19:33
Í beinni: Benfica - Barcelona | Tekst að stöðva Yamal? Barcelona þykir einna sigurstranglegasta liðið í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í ár. Liðið sækir Benfica heim í fyrri leik einvígis liðanna í 16-liða úrslitum í kvöld. Fótbolti 5.3.2025 19:33
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 4. mars 2025 22:50
Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Declan Rice og félagar hans í Arsenal kláruðu einvígið við PSV Eindhoven í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar strax í fyrri leiknum með 7-1 sigri í Hollandi í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 22:25
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 21:56
Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Arsenal er nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i fótbolta eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum á móti PSV Eindhoven í kvöld. Fótbolti 4. mars 2025 21:55
Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Brahim Diaz var hetja Real Madrid í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4. mars 2025 21:52
Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Aston Villa gerði góða ferð til Belgíu í kvöld og vann þá 3-1 sigur á Club Brugge í fyrsta leik sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4. mars 2025 19:35
Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. Fótbolti 4. mars 2025 15:47
Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina. Fótbolti 4. mars 2025 09:01
„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 4. mars 2025 08:30
Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior er stanslaust orðaður við félög í Sádí Arabíu en segist sjálfur vilja nýjan samning við Real Madrid eins fljótt og auðið er. Fótbolti 3. mars 2025 19:33
Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir sína menn þurfa að vakna fyrir komandi leiki í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 3. mars 2025 07:01
Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Fótbolti 23. febrúar 2025 12:00
Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Liverpool dróst í gær á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain og sá dráttur hafði áhrif á sigurlíkur enska úrvalsdeildarliðsins í keppninni. Fótbolti 22. febrúar 2025 10:31
Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Fótbolti 21. febrúar 2025 11:25
Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Fótbolti 21. febrúar 2025 10:01
Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Kylian Mbappé náði merkum áfanga þegar hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 3-1 sigri á Manchester City í seinni leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. febrúar 2025 16:46
Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Nú er ljóst hvaða lið spila í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin inn á Vísi. Fótbolti 20. febrúar 2025 08:15
PSV áfram á kostnað Juventus Eftir 2-1 tap á Ítalíu í fyrri leik liðanna vann PSV 3-1 sigur í framlengdum leik og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:52
„Fullkomið kvöld“ Kylian Mbappé skoraði öll þrjú mörkin þegar Evrópumeistarar Real Madríd unnu 3-1 sigur á Manchester City og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eðlilega talaði hann um hið fullkomna kvöld að leik loknum. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:48
PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. Fótbolti 19. febrúar 2025 22:16