Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur Við búum á einstakri plánetu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægilegra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru viðkvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósanlegar. Skoðun 3. maí 2013 07:00
Allir flokkarnir vilja efla landgræðslu Umhverfismál ber ekki hátt í stefnuskrám flokkanna að þessu sinni. Fréttablaðið þurfti að leita misdjúpt í samþykktum þeirra til þess að finna eitthvað um málaflokkinn. Innlent 22. apríl 2013 15:45
Fylgjast með útblæstri herflugvéla Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Innlent 23. mars 2013 07:00
Aukið samstarf gæti skilað miklu Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. Viðskipti innlent 20. mars 2013 06:00
Eldgos tempra hlýnun jarðar Lofttegundir sem eldfjöll spúðu út í andrúmsloftið gætu skýrt hvers vegna spár um hækkandi hitastig á fyrsta áratug aldarinnar gengu ekki eftir, að mati vísindamanna við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum. Erlent 7. mars 2013 06:00
Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Innlent 1. mars 2013 06:30
Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir ljóst að stjórnmálamönnum hafi mistekist að leysa makríldeiluna. Tími sé kominn til að hleypa hagsmunaaðilum að samningaborðinu. Innlent 22. febrúar 2013 07:00
Skipulagðir glæpir gætu fylgt siglingum Meiri áherslu verður að leggja á öryggismál á norðurslóðum í kjölfar bráðnunar íshellunnar og aukinna siglinga á svæðinu. Siglingarnar munu gefa skipulagðri glæpastarfsemi tækifæri sem verður að bregðast við í tíma. Innlent 29. janúar 2013 08:00
Loftslagsbjörgun fyrir 36 milljarða dollara? Flestöllum er ljóst að erfitt getur orðið að ná því marki að halda hlýnun loftslagsins innan við 2°C af meðalhita jarðar (undanfarin hækkun er aðeins 0,8°). Fátt hefur gerst sem miðar að verulegum hömlum á losun gróðurhúsagasa og eyðingu skóga. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga þarf græna raforku, samgöngur með stórlega minni koldíoxíðmengun og orkusparnaðartækni til að ná markinu. Í þýska ritinu Wirtschaftswoche (21.01.13) kemur fram að með því að bæta 36 milljörðum Bandaríkjadollara við þá 96 milljarða Bandaríkjadollara sem ríkistjórnir heims eyða í málaflokkana, næðist í mark í kapphlaupinu um framtíð mannkyns. Þetta eru niðurstöður Green Growth Action Alliance, starfsfélags á vegum Alþjóða efnahagsþingsins (WEF) í Davos. Þar ráða alls konar áhrifamenn og minni spámenn ráðum sínum um þessar mundir. Upphæðin er víst mun lægri en sú sem Bandaríkjastjórn lagði fram vegna tjóns af fellibylnum Sandy í október síðastliðnum. Hvernig má þetta vera? Skoðun 26. janúar 2013 06:00
Telur hlýnun jarðar kalla á nýja nálgun Alþjóðleg ráðstefna á Akureyri um álitaefni norðurslóða, með nýtingu fiskistofna í forgrunni, er hugmynd Steingríms J. Sigfússonar atvinnumálaráðherra. Hann telur aðferðafræðina að baki samningum um flökkustofna gengna sér til húðar. Innlent 23. janúar 2013 07:00
Drættir í heildarmynd óskast Í stjórnmálum verða menn að sjá heildarmyndir og skoða margvísleg rök –ekki aðeins ræða þau sem henta einu sjónarmiði hverju sinni. Sé það ekki gert vaknar tortryggni og vantraust. Náttúrunytjar eru ein af undirstöðum samfélagsins. Brýnt er að menn læri af fortíðinni í þeim efnum og horfist í augu við framtíðina eins og gerst má sjá hana hverju sinni. Skoðun 14. janúar 2013 06:00
Enn loga eldar í Ástralíu Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu. Erlent 12. janúar 2013 14:22
Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“. Skoðun 12. janúar 2013 06:00
100 milljóna mengunarskattur Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Innlent 28. desember 2012 06:00
Ísland getur betur Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Skoðun 17. desember 2012 15:45
Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og samfélag manna Loftslagsbreytingar eru flókin fyrirbæri og ekki auðvelt fyrir almenning að átta sig á hvernig beri að túlka niðurstöður vísinda- og fræðimanna. Það er því brýnt að sérfræðingar sem hafa látið sig þessi mál varða fjalli um staðreyndir og fræðikenningar á ábyrgan hátt og þannig að almenningur skilji þær. Vísindafélag Íslendinga hélt fyrir stuttu málþing þar sem nokkrir af okkar færustu sérfræðingum á sviði loftslags- og vistkerfisfræða fræddu almenning um stöðu mála og áhrif loftslagsbreytinga á samfélag manna. Skoðun 15. desember 2012 06:00
Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Skoðun 14. desember 2012 06:00
Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. Erlent 11. desember 2012 09:00
Kyoto-bókunin ekki nóg - Ísland þarf að taka sig á Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins tvö þúsund og tuttugu. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Innlent 9. desember 2012 14:25
Litla stúlkan með eldspýturnar? Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Skoðun 29. nóvember 2012 08:00
Siglt í fyrsta sinn að veturlagi með gas Flutningaskipið Ob River er þessa dagana á siglingu frá Noregi norður fyrir Rússland og til Japans með fullfermi af jarðgasi. Erlent 27. nóvember 2012 08:00
Hitabylgjur, þurrkar og mikil flóð víða Breyti jarðarbúar ekki snarlega um stefnu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda má búast við að andrúmsloft jarðar verði að meðaltali fjórum gráðum heitara í lok aldarinnar, eða jafnvel strax eftir hálfa öld eða svo. Erlent 20. nóvember 2012 00:30
Afsláttur aukist með minni útblæstri Unnið er að reglugerðarbreytingu í fjármálaráðuneytinu sem veitir fólki, sem hefur fyrirtækjabíla til umráða, afslátt af hlunnindasköttum vegna þeirra eftir því sem þeir menga minna. Samkvæmt heimildum blaðsins er verið að útfæra breytinguna nánar, en gert er ráð fyrir því að Innlent 15. október 2012 00:00
Hin uppfærða afstæðiskenning Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum. Skoðun 12. október 2012 13:48
Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Innlent 26. september 2012 18:02
Sumarísinn er að hverfa Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Innlent 20. september 2012 07:00
Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Skoðun 20. september 2012 06:00
Ísland sem miðpunktur vitundarvakningar um bráðnun jökla Ísland gæti orðið miðpunktur alþjóðlegrar vitundarvakningar um bráðnun jökla. Þetta segir framkvæmdastjóri íslensks umhverfisverkefnis sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Innlent 7. júlí 2012 19:00
Stríð stendur um loftslagsmál Gríðarlegum fjármunum er varið til að berjast gegn vísindum sem sýna fram á hlýnun jarðar af mannavöldum. Bandaríski loftslagsvísindamaðurinn Michael Mann lenti í hringiðu þeirrar baráttu. Til stóð að stefna honum fyrir þingnefnd og hefði hann þá þurft að Innlent 6. júlí 2012 06:30
Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Innlent 23. júní 2012 06:15