Svartolía heyri fortíðinni til Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 14:22 Ekki er hægt að tengja skemmtiferðaskip við rafmagn í íslenskum höfnum. Þess í stað brenna þau skipagasolíu. Vísir/Stefán Ekki er hægt að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi án aðkomu stjórnvalda og banna ætti bruna svartolíu við strendur landsins til að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsaloftegunda, að sögn hafnarstjóra Faxaflóahafna. Svifryksmegnun við Reykjavíkurhöfn mælist um tvöhundruð sinnum meiri en eðlilegt má teljast þegar skemmtiferðaskip liggja þar við bryggju, samkvæmt rannsókn sem Náttúruverndarsamtök Íslands með aðstoð þýskra samtaka kynntu í gær. Flest skemmtiferðaskipin brenna svartolíu en við bruna hennar losnar mikið magn sótagna út í andrúmsloftið. Slíkar agnir eru skaðlegar heilsu manna og eru loftmengun af þessu tagi talin ábyrg fyrir dauða milljóna manna um allan heim árlega.Sjá einnig:Menga eins og milljón bílar Bruni svartolíunnar losar einnig verulegt magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Sótagnirnar geta ennfremur magnað hlýnunina þegar þær setjast á snjó og ís á norðurskautinu. Þær dekkja yfirborðið sem drekkur þá í sig sólargeislun sem hefði annars endurkastast af skjannahvítu yfirborðinu aftur út í geim.Mikil loftmengun mældist við höfnina þegar þýskur sérfræðingur kannaði það í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands.Orkuþörf á við þokkalega stór sveitarfélögTil að draga úr þessari mengun sem á sér stað við bruna svartolíunnar hefur verið lagt til að landtengja stór skip eins og skemmtiferðaskipin við rafmagn í höfnum. Þetta er nú þegar gert með minni skip, allt upp í stærð togara. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er það hins vegar svo kostnaðarsamt að landtengja stærri skip með meiri orkuþörf að ríkið verði að koma að fjármögnun þess. „Við hefðum auðvitað mestan áhuga á það yrði gert en það verður ekki gert, hvorki í Reykjavík né úti á landi, nema með verulegum styrk ríkisins,“ sagði Gísli í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í samtali við Vísi bendir hann á að orkuþörf skemmtiferðaskipanna sé á við þokkalega stór sveitarfélög á Íslandi. Hún geti verið á bilinu 4-15 megavött. Því þurfi einnig samstarf við orkufyrirtæki eigi landtenging stórra skipa að verða að veruleika. Gísli segir að lítil umræða eigi sér stað innan hins opinbera um að rafvæða hafnir með þessum hætti. Í þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum sé talað um að æskilegt sé að ráðast í verkefnið en ekki bent á neinar leiðir til að koma því til framkvæmdar.Vill koma upp bannsvæði svartolíu í kringum ÍslandÍ millitíðinni hvetur Gísli íslensk stjórnvöld til þess að löggilda viðauka MARPOL-alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun frá skipum og banna notkun svartolíu umhverfis landið. Samkvæmt þeim samningi hefur bruni svartolíu verið bannaður innan sérstakra svæða sem hafa verið nefn ECA-svæði, þar á meðal í Eystrasalti. Gísli segir að slíkt svæði í kringum Ísland myndi draga verulega úr sót- og brennisteinsmengun frá skemmtiferðaskipum. „Það er aðgerð sem ríkið getur auðveldlega gripið til,“ sagði Gísli við Bylgjuna. Reglugerð er þegar í gildi sem kveður á um að skipin eigi að brenna skipagasolíu sem er léttari en svartolían þegar þau eru við höfn á Íslandi. Gísli segir þó að sót frá svartolíunni innan í reykháfunum geti haldið áfram að losna þó að skipt sé um eldsneytið. „Afgerandi bann við svartolíu væri mjög stórt skref í að draga úr megnun frá öllum skipum,“ segir Gísli. Stjórn Faxaflóahafna hafi meðal annars samþykkt ályktun um að banna ætti svartolíu í Norðurhöfum og að taka upp ECA-svæði. Þar með væri gengið eins langt og kostur væri í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og mengun frá skipum. „Svartolía er bara næsti bær við kol og hún á að heyra fortíðinni til, sérstaklega í Norðurhöfum sem eru viðkvæmari fyrir mengun en önnur svæði,“ segir Gísli við Vísi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Ekki er hægt að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi án aðkomu stjórnvalda og banna ætti bruna svartolíu við strendur landsins til að draga úr loftmengun og losun gróðurhúsaloftegunda, að sögn hafnarstjóra Faxaflóahafna. Svifryksmegnun við Reykjavíkurhöfn mælist um tvöhundruð sinnum meiri en eðlilegt má teljast þegar skemmtiferðaskip liggja þar við bryggju, samkvæmt rannsókn sem Náttúruverndarsamtök Íslands með aðstoð þýskra samtaka kynntu í gær. Flest skemmtiferðaskipin brenna svartolíu en við bruna hennar losnar mikið magn sótagna út í andrúmsloftið. Slíkar agnir eru skaðlegar heilsu manna og eru loftmengun af þessu tagi talin ábyrg fyrir dauða milljóna manna um allan heim árlega.Sjá einnig:Menga eins og milljón bílar Bruni svartolíunnar losar einnig verulegt magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Sótagnirnar geta ennfremur magnað hlýnunina þegar þær setjast á snjó og ís á norðurskautinu. Þær dekkja yfirborðið sem drekkur þá í sig sólargeislun sem hefði annars endurkastast af skjannahvítu yfirborðinu aftur út í geim.Mikil loftmengun mældist við höfnina þegar þýskur sérfræðingur kannaði það í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands.Orkuþörf á við þokkalega stór sveitarfélögTil að draga úr þessari mengun sem á sér stað við bruna svartolíunnar hefur verið lagt til að landtengja stór skip eins og skemmtiferðaskipin við rafmagn í höfnum. Þetta er nú þegar gert með minni skip, allt upp í stærð togara. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, er það hins vegar svo kostnaðarsamt að landtengja stærri skip með meiri orkuþörf að ríkið verði að koma að fjármögnun þess. „Við hefðum auðvitað mestan áhuga á það yrði gert en það verður ekki gert, hvorki í Reykjavík né úti á landi, nema með verulegum styrk ríkisins,“ sagði Gísli í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í samtali við Vísi bendir hann á að orkuþörf skemmtiferðaskipanna sé á við þokkalega stór sveitarfélög á Íslandi. Hún geti verið á bilinu 4-15 megavött. Því þurfi einnig samstarf við orkufyrirtæki eigi landtenging stórra skipa að verða að veruleika. Gísli segir að lítil umræða eigi sér stað innan hins opinbera um að rafvæða hafnir með þessum hætti. Í þingsályktunartillögu um orkuskipti í samgöngum sé talað um að æskilegt sé að ráðast í verkefnið en ekki bent á neinar leiðir til að koma því til framkvæmdar.Vill koma upp bannsvæði svartolíu í kringum ÍslandÍ millitíðinni hvetur Gísli íslensk stjórnvöld til þess að löggilda viðauka MARPOL-alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun frá skipum og banna notkun svartolíu umhverfis landið. Samkvæmt þeim samningi hefur bruni svartolíu verið bannaður innan sérstakra svæða sem hafa verið nefn ECA-svæði, þar á meðal í Eystrasalti. Gísli segir að slíkt svæði í kringum Ísland myndi draga verulega úr sót- og brennisteinsmengun frá skemmtiferðaskipum. „Það er aðgerð sem ríkið getur auðveldlega gripið til,“ sagði Gísli við Bylgjuna. Reglugerð er þegar í gildi sem kveður á um að skipin eigi að brenna skipagasolíu sem er léttari en svartolían þegar þau eru við höfn á Íslandi. Gísli segir þó að sót frá svartolíunni innan í reykháfunum geti haldið áfram að losna þó að skipt sé um eldsneytið. „Afgerandi bann við svartolíu væri mjög stórt skref í að draga úr megnun frá öllum skipum,“ segir Gísli. Stjórn Faxaflóahafna hafi meðal annars samþykkt ályktun um að banna ætti svartolíu í Norðurhöfum og að taka upp ECA-svæði. Þar með væri gengið eins langt og kostur væri í að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og mengun frá skipum. „Svartolía er bara næsti bær við kol og hún á að heyra fortíðinni til, sérstaklega í Norðurhöfum sem eru viðkvæmari fyrir mengun en önnur svæði,“ segir Gísli við Vísi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07