Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 10. apríl 2023 07:01
Flutti úlpulaus til Íslands en fann lykilinn að listsköpunni Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína. Menning 7. apríl 2023 09:00
Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. Menning 23. mars 2023 07:01
Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“ „Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk Siggu Bjargar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 19. mars 2023 06:00
Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. Menning 8. mars 2023 06:01
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 5. mars 2023 06:01
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. Menning 23. desember 2022 06:00
KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal „Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. Menning 20. desember 2022 06:01
Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu. Menning 18. desember 2022 06:01
„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. Menning 13. desember 2022 06:00
„Myndirnar væru ekki eins og þær eru ef ég væri enn inni í skápnum“ Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Rakel Tómas er viðmælandi þessa þáttar af Kúnst. Menning 21. nóvember 2022 06:32
KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 6. nóvember 2022 11:00
Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 1. nóvember 2022 06:31
KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 23. október 2022 11:01
KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 18. október 2022 06:30
KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“ Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 9. október 2022 10:00
KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. Menning 4. október 2022 06:31
KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 25. september 2022 10:00
KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“ Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 22. september 2022 06:30
Fólk þurfi einbeittan brotavilja til að koma augu á falin listaverk Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir meðal annars um ástríðu sína fyrir lágmyndum og hvernig hann hefur þróað þessa ástríðu í listsköpun sinni. Menning 11. september 2022 13:00
Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Menning 6. september 2022 07:58
Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut. Menning 12. júní 2022 10:01
KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. Menning 9. júní 2022 06:55
„Ég er ekkert að grínast, það er algjör alvara í þessu“ Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Þar ræðir hann um lífið, listsköpunina, húmorinn, alvarleika lífsins og mikilvægi þess að fólk stimpli hann ekki sem einhvern grínista. Menning 29. maí 2022 10:36
„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. Menning 26. maí 2022 07:38
Frikki Dór og Britney Spears eru innblástur í myndlistinni Myndlistarkonan Kristín Dóra var skilgreind sem popplistamaður þegar hún var í námi við Listaháskólann. Hún segir mikilvægt að ólíkar stefnur fái að taka pláss í myndlistarheiminum í dag. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti KÚNST en þáttinn má finna í heild sinni neðar í pistlinum. Menning 21. apríl 2022 07:01
KÚNST: Hughreysting til vinkonu varð að einhvers konar alheims orku sannleika Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir er þekkt fyrir grípandi textaverk í bland við falleg form á striga. Hún er mikil talskona dagbókarskrifa og segir skrifin gjarnan einhvers konar leit að sannleika en hefur gaman að því hvernig orðin geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum hverju sinni. Kristín Dóra er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 18. apríl 2022 07:01
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: Menning 2. apríl 2022 07:01
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 29. mars 2022 07:01
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. Menning 15. febrúar 2022 10:15