Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. september 2022 07:58 Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Sigurjón Ólason Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira