Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Erlent 13. febrúar 2021 23:29
„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. Lífið 13. febrúar 2021 13:00
109 starfsmenn greinst í hópsmiti á skíðasvæði Hópsmit er komið upp á skíðasvæði í Colorado í Bandaríkjunum en að minnsta kosti 109 starfsmenn hafa greinst með Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld segja ekki um að ræða smit vegna samskipta við kúnna, heldur samgang utan vinnu og hópbúsetu. Erlent 13. febrúar 2021 12:17
Hefja rannsókn á áhrifum bóluefnisins frá AstraZeneca á börn Til stendur að prófa áhrif bóluefnins frá AstraZeneca á börnum í nýrri rannsókn. Þátttakendur verða 300 talsins, á aldrinum sex til sautján ára. Bólusetningar hefjast í þessum mánuði. Erlent 13. febrúar 2021 10:39
Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi í gær. Innlent 13. febrúar 2021 10:15
Líf að færast í miðborgina en veitingamenn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október. Innlent 13. febrúar 2021 09:26
Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum. Innlent 13. febrúar 2021 07:43
„Við látum hitastigið ekki stoppa okkur“ Baðbomburnar á Þórshöfn eru sennilega einn hressasti sjósundshópur landsins en þær hafa skellt sér reglulega í sjóinn síðustu mánuði og láta frost og forvitna seli ekki trufla sig. Lífið 13. febrúar 2021 07:00
Bólusetja sjötíu prósent fyrir sumarlok Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býst við því að sjötíu prósent fullorðinna innan sambandsins verði bólusett gegn kórónuveirunni fyrir lok sumars. Erlent 12. febrúar 2021 20:01
Færu beint í hörðustu aðgerðir ef til fjórðu bylgju kæmi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn. Innlent 12. febrúar 2021 18:45
Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. Innlent 12. febrúar 2021 16:44
Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. Innlent 12. febrúar 2021 15:39
Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Innlent 12. febrúar 2021 13:44
Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. Innlent 12. febrúar 2021 12:16
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. Innlent 12. febrúar 2021 10:58
Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví Fjöldi látinna í Malaví vegna COVID-19 eykst dag frá degi en talið er að hið bráðsmitandi afbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku hafi borist til landsins. Heimsmarkmiðin 12. febrúar 2021 09:10
Trump mun veikari vegna Covid-19 en gefið var upp Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var mun veikari vegna Covid-19 í október síðastliðnum en gefið var upp opinberlega. Hann var með mjög lág súrefnisgildi í blóði á einum tímapunkti og lungnavandamál sem talið var tengjast lungnabólgu vegna kórónuveirunnar. Erlent 12. febrúar 2021 08:48
Þriðju vikuna í röð er Ísland eina græna landið Eins og raunin hefur verið undanfarnar tvær vikur er Ísland áfram eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 12. febrúar 2021 07:10
Hertar sóttvarnaaðgerðir í Melbourne Ástralska stórborgin Melbourne er á leið í fimm daga lokun vegna kórónuveirunnar en í gær kom upp smit í borginni þar sem þrettán greindust á hóteli í borginni sem notað hefur verið sem sóttvarnahús. Erlent 12. febrúar 2021 06:48
Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. Innlent 11. febrúar 2021 19:09
Enginn Öskudagur í Kringlunni í ár Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki. Innlent 11. febrúar 2021 18:53
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. Innlent 11. febrúar 2021 16:21
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. Innlent 11. febrúar 2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 11. febrúar 2021 14:32
Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. Heimsmarkmiðin 11. febrúar 2021 13:55
Bein útsending: Samkeppnin eftir heimsfaraldur Félag atvinnurekenda heldur aðalfund sinn í dag og í tengslum við hann verður sýndur fundur í beinni útsendingu þar sem samkeppnismál verða rædd. Viðskipti innlent 11. febrúar 2021 13:21
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. Innlent 11. febrúar 2021 12:34
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Innlent 11. febrúar 2021 11:29
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. Innlent 11. febrúar 2021 10:54
Svona var 161. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 11. febrúar 2021 10:15