Ísland fær félagsskap í græna liðinu Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan. Erlent 10. júní 2021 14:05
Framhaldsskólinn og nemendur í ólgusjó COVID Nemendur sem útskrifuðust í vor úr íslenskum framhaldsskólum urðu fyrir barðinu á COVID síðustu þrjár annir skólagöngunnar. Óværan COVID setti miklar takmarkanir á skólastarfið og jafnt nemendur sem starfsfólk og kennarar þurftu reglulega að laga sig að nýjum aðstæðum. Skoðun 10. júní 2021 14:00
Stjórnvöld koma hvergi nálægt nýrri skimunarstöð við flugvöllinn Ný einkarekin skimunarstöð fyrir Covid-19 hefur verið opnuð í Reykjanesbæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sérstaklega hugsuð fyrir ferðamenn sem þurfa að fara í sýnatöku fyrir brottför úr landinu. Þar verða notuð skyndipróf sem gefa niðurstöðu á fimmtán mínútum. Innlent 10. júní 2021 13:53
Skipuleggja bólusetningar barna með undirliggjandi sjúkdóma Embætti sóttvarnalæknis vinnur nú að því að skipuleggja bólusetningar 12 til 15 ára gamalla barna með undirliggjandi sjúkdóma. Innlent 10. júní 2021 13:35
Eiga í viðræðum um seinkun á endurgreiðslu á AstraZeneca-skömmtunum Viðræður standa yfir á milli íslenskra og norskra yfirvalda um seinkun á endurgreiðslu á 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca sem Íslendingar fengu lánaða frá Noregi í vor. Innlent 10. júní 2021 11:49
Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni „Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF. Lífið 10. júní 2021 11:31
Boða fleiri árganga í bólusetningu vegna einungis um 50 prósent mætingar Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur boðað þrjá hópa til viðbótar í bólusetningu í Laugardalshöll í dag þar sem einungis um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun mætti á staðinn. Innlent 10. júní 2021 11:12
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 10. júní 2021 10:47
Kalla eftir viðamikilli endurskoðun á fjölda Covid-tilfella á Indlandi Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna. Erlent 10. júní 2021 09:14
Þurfum að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af AstraZeneca fyrir mánaðarlok Ísland þarf að skila Noregi 16 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir mánaðarlok nema samið verði um annað. Tíu þúsund voru bólusettir með efninu í Laugardalshöll í gær. Innlent 10. júní 2021 08:38
Danir kveðja grímurnar nær alfarið eftir nýtt samkomulag um tilslakanir Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu. Erlent 10. júní 2021 07:42
Vildi gefa heimilislausum og bótaþegum lager af ónýtum grímum Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, er í vandræðum eftir að hann pantaði í upphafi kórónuveirufaraldursins milljónir sóttvarnagríma frá asískum framleiðendum, sem reyndust ónothæfar þegar til kastanna kom. Erlent 9. júní 2021 22:01
Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands. Erlent 9. júní 2021 19:22
Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa. Innlent 9. júní 2021 19:18
Mætti í partí og er nú með kórónuveiruna fimm dögum fyrir EM Dejan Kulusevski greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni og nú hafa birst myndbönd sem sýnir landsliðsmanninn í teiti í Svíþjóð. Fótbolti 9. júní 2021 19:01
Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. Innlent 9. júní 2021 18:24
Nýtt fjáröflunarátak UNICEF til að koma bóluefnum til efnaminni ríkja UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Heimsmarkmiðin 9. júní 2021 12:34
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. Innlent 9. júní 2021 12:17
„Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. Lífið 9. júní 2021 11:00
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Innlent 9. júní 2021 10:45
„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Viðskipti innlent 9. júní 2021 10:26
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. Innlent 9. júní 2021 10:19
Einungis búið að bólusetja um 0,8 prósent Suður-Afríkumanna Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum. Erlent 9. júní 2021 07:54
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. Erlent 8. júní 2021 13:12
Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Innlent 8. júní 2021 11:54
Enginn greindist smitaður í gær Enginn greindist með Covid-19 í gær. Einn liggur inni vegna sjúkdómsins. Innlent 8. júní 2021 10:53
Daði Freyr og Árný laus úr einangrun Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga. Lífið 8. júní 2021 09:30
„Covid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni. Innlent 8. júní 2021 09:00
Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Innlent 7. júní 2021 16:55