Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“

Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Vara­maðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki

Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristjana Eir hætt með Fjölni

Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap hjá Zaragoza gegn Murcia

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Murcia þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti Þór hættur með Kefla­vík

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Arnar: Bara myrkur og mannaskítur framundan

Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Oddaleikur eða sumarfrí?

Stjarnan fær Val í heimsókn í Umhyggjuhöllina í kvöld í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Körfubolti
Fréttamynd

„Því miður brotnuðum við allt of snemma“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og viðtöl: Njarð­­­­vík – Kefla­­­­vík 44-79 | Sendu Ís­lands­­meistarana í sumar­frí og flugu inn í úr­slitin

Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn,

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann

Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er hel­vítis sam­heldni í okkur núna“

„Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“

Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum.

Körfubolti