Kompás

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar.

Fréttamynd

Mamma og mamma

Þær eru í staðfestri samvist og hefur lengi langað til að annast barn. Þegar frænka þeirra missti forræði yfir barni sínu, sóttust þær eftir að taka barnið í fóstur, en fengu neitun. Er það vegna þess að þær eru samkynhneigðar? Kompás leitar svara og ræðir við konurnar um áfallið.

Stöð 2
Fréttamynd

Fellibylur?

Fyrir sjötíu árum gerði eitt mesta fárviðri Íslandssögunnar. Í þessu veðri fórust 38 skipverjar af franska rannsóknaskipinu Pourqoui Pas? Færri vita að á þriðja tug annarra sjómanna á öðrum skipum fórst hér við land í þessum sama veðurofsa. Hvað gerðist? Hvernig var spáin? Hvernig gat orðið svo mikið fárviðri rétt að loknu sumri 1936 sem kostaði tæplega 60 manns lífið?

Stöð 2
Fréttamynd

Með fangið fullt af vandamálum

Flest bendir til að Demókratar nái meirihluta í Fulltrúadeildinni þegar kosið verður í Bandaríkjunum þann 7. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir ágætis gengi í efnahagsmálum og lækkandi eldsneytisverð er ekki hægt að líta framhjá margvíslegum vandræðum Bush forseta og flokks hans. Stríðið í Írak er að sjálfssögðu langerfiðasta kosningamálið fyrir Repúblikana en vandræði eru á fleiri vígstöðvum.

Stöð 2
Fréttamynd

Díler á hverju horni

Eitt símtal og þú færð dópið eftir 20 mínútur. Þetta leiðir rannsókn Kompás s í ljós á aðgengi unglinga að fíkniefnum í Reykjavík. Unglingsstúlkur, allt niður í fjórtán ára selja líkama sinn eldri karlmönnum til að fá dóp. Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segist sjá aukningu í neyslu unglinga á fíkniefnum.

Stöð 2
Fréttamynd

Gefst aldrei upp

Framfarir á sviði læknavísinda hafa verið gríðarlega miklar á undanförnum árum. Blindir hafa öðlast sjón og heyrnardaprir heyrn. Þó er enn litið svo á að lömun sé varanlegt ástand. Litlu fjármagni hefur verið eytt í rannsóknir á mænuskaða og framfarir á því sviði verið litlar. Auður Guðjónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur vill breyta þessu. Hún neitar að gefast upp í baráttu sinni fyrir því að lamaðir geti hreyft sig á ný.

Stöð 2
Fréttamynd

Inn úr kuldanum

Mikhail Sergeyevits Gorbatsjov var á Íslandi í vikunni í tilefni af því að tveir áratugir eru síðan hinn dramatíski leiðtogafundur hans og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta var haldinn í Reykjavík. Þessi maður hafði fingurinn á hnappanum, gat eytt lífi á jörðunni, meðan hann var forseti Sovétríkjanna. Við skulum kynnast þessum 75 ára gamla manni, sem leyfði Berlínarmúrnum að falla, samdi um stórfækkun kjarnorkuvopna og batt enda á kalda stríðið.

Stöð 2
Fréttamynd

Örkin hans Ómars

Við áttum þess kost að fylgjast með Ómari nokkra dagsparta nú á haustdögum, einmitt þegar Hálslón var að dýpka hvað hraðast. En hvað er Ómar að gera þarna? Eru einhverjir að hjálpa honum? Hefur hann efni á þessu? En við skulum byrja á því að bregða okkur tíu daga aftur í tímann.

Stöð 2
Fréttamynd

Drukknandi dalur

Við ætlum nú að sigla með Ómari um Hálslón, Heyra skoðanir hans á þeim sem ábyrgðina bera. Upplifa það þegar hann sér og lýsir náttúrugersemum sem eru endanlega að tapast. Og svo eru kannski einhverjir sem spyrja hvort það sé Ómar sem er búinn að tapa sér.

Stöð 2
Fréttamynd

Bardagar framundan

En hvað tekur nú við hjá Ómari? Vetur fer að leggjast yfir Kárahnjúka og hann á að mæta til vinnu hjá Ríkissjónvarpinu þann 15. október, eftir langt frí, og fer þá í þáttagerð. Verður reynt að þagga niður í honum? Í hvaða átakamál ætlar hann að blanda sér í?

Stöð 2
Fréttamynd

Aukin friðargæsla

Balkanskaginn kemur til greina fyrir ný verkefni íslensku friðargæslunnar, en utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að stórauka eigi þátt Íslands í verkefnum á sviði friðargæslu og þróunarsamvinnu. Verkefni í fjölmörgum löndum eru til skoðunar og íslenskir starfsmenn friðargæslunnar eru eftirsóttir til starfa víða um heim.

Stöð 2
Fréttamynd

Pétur í Laufási

Í eiginlegri merkingu var fótunum kippt harkalega undan Pétri Þórarinssyni presti í Laufási í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Hann hefur þjáðst af sykursýki á háu stigi og er bundinn við hjólastól eftir að hafa misst báða fætur með skömmu millibili. Í samantekt Björns Þorlákssonar heyrum við nú prestinn lýsa þróun sjúkdómsins, deginum dökka þegar hann ákvað að svipta sig lífi og styrknum sem hann fékk til að vinna sig út úr mótlætinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Fótbolti í forarsvaði

Evrópumeistaramótið í mýrabolta var haldið á Ísafirði í þriðja sinn í sumar. Mótið hefur fest sig í sessi sem einn drullugasti viðburður landsins þótt víða væri leitað og keppendum fjölgar ár frá ári. Í upprunalandinu Finnlandi er mýrarboltinn orðinn að einum stærsta sumarviðburði landsins sem sýnir svo ekki verður um villst að undarlegustu mannamót geta orðið að stórmótum, sé rétt að málum staðið.

Stöð 2
Fréttamynd

Stríð í paradís

Í fjarlægu landi við suðurodda Indlands er paradísareyjan Sri Lanka, rómuð fyrir fegurð og menningarlega fjölbreytni. En þar geysar ófriður þrátt fyrir vopnahléssamninginn frá árinu 2002. Íslendingar og Norðmenn fylgjast með því hvort samningurinn sé virtur og leita upplýsinga um morð og glæpi sem stríðandi fylkinginar fremja. Þeir leita upplýsinga um morðin, fara á vettvang í spítalana og líkhúsin.

Stöð 2
Fréttamynd

Blóðugur veruleiki

Yfirmaður vopnaeftirlitsins í Trincomalee er íslenskur. Hann heitir Sigurður. Á hverjum degi fer hann ásamt liðsmönnum sínum á glæpavettvang og reynir að grafast fyrir hvort Tamiltígrar eða stjórnarherinn beri ábyrgðina.

Stöð 2
Fréttamynd

Stuðlað að friði

Kompás, einn vestræna fjölmiðla, fékk að fara í höfuðvígi Tamiltígranna í norðri borgarinnar Kilinonchi. Stjórnarherinn hefur lokað þjóðveginum til borgarinnar og eru því bæði lyf og eldsneyti af skornum skammti. Sprengjum hefur verið látið rigna yfir Tamila í norðri alla leiðina að bænum Mulativo sem fór illa í flóðbylgjunni 2004.

Stöð 2
Fréttamynd

Glæpir og refsing ungmenna

Ellefu ára barn tekið með fíkniefni og sextán ára drengur fer á Internetið gagngert til þess að finna mann til að drepa. Blákaldur íslenskur raunveruleiki og þjóðin er slegin óhug. Sérfræðingar eru sammála um að það verði að bregðast við, en jafnframt að sérstök unglingafangelsi séu ekki rétta lausnin. Á næstu mánuðum verður í fyrsta skipti á Íslandi prófað að leiða saman unga glæpamenn og þolendur, í því augnamiði að fá afbrotaunglinga til að skilja afleiðingar gerða sinna.

Stöð 2
Fréttamynd

Vot gröf Engisprettunnar

Eitt sinn mesta umhverfisslys Íslands en nú aðdráttarafl fyrir ferðamenn. El Grillo, eða Engissprettan, hefur legið á botni Seyðisfjarðar frá því á stríðsárunum að þýsk sprengiflugvél grandaði skipinu fullu af olíu. Fyrir um 6 árum var farið út í kostnaðarsamar aðgerðir við að ná olíu úr skipinu sem þegar á reyndi var mun minni en áætlað var. Nú vilja sportkafarar útbúa svæðið við vota gröf engissprettunnar fyrir kafara sem þeir segja að gætu skipt miklu fyrir ferðamannaiðnaðinn á Seyðisfirði.

Stöð 2
Fréttamynd

Lay Low

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low er ung tónlistarkona sem íslenska útgáfufyrirtækið Cod Music uppgötvaði fyrir stuttu og heillaðist svo af henni að henni var boðinn plötusamningur þegar í stað. Lovísa er hlédræg og einlæg og er undrandi á móttökunum sem hún hefur hlotið, áður en búið er að gefa út fyrstu plötuna hennar. Cod Music útgáfan er ný á markaðnum og hefur farið ótroðnar slóðir.

Stöð 2
Fréttamynd

Klippt og skorið

Lýtalækningar eru eitt, fegrunaraðgerðir annað. Við spyrjum hvort þeim hafi fjölgað mikið á síðustu árum, hvernig eftirliti með þeim sé háttað og hver sé kostnaðurinn. Eiga þeir sem sækjast eftir fegrunaraðgerð kost að fá þær á viðunnandi verði? Kompás skoðaði málið.

Stöð 2
Fréttamynd

Lögreglukórinn í Rússlandi

Við förum með Lögreglukór Reykjavíkur í kórferðalag til Rússlands og Eistlands. Kórinn vakti verðskuldaða athygli með söng sínum. Menn lögreglunnar sungu í hátíðarbúningi í sölum og á torgum.

Stöð 2
Fréttamynd

Vandamál á Suðurlandi

Ísak Máni og Nökkvi Már eru bræður. Þeir eru báðir með hjartagalla, ýmsar þroskahamlanir og þjást af fleiri sjúkdómum. Þeir eiga heima á Selfossi. Foreldrar þeirra hafa um margra mánaða skeið barist fyrir aukinni þjónustu sveitarfélagsins fyrir syni sína sem þarfnast báðir ýmis konar þjálfunar og aðstöðu. Foreldrarnir segja sveitarfélagið ekki standa sig og spyrja, er landsbyggðin ekki fyrir fötluð börn?

Stöð 2
Fréttamynd

Enginn fangaskattur

Stundar ríkið sjálft svarta atvinnustarfsemi? Það segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Staðgreiðsla er ekki dregin af vinnulaunum fanga eins og lög kveða á um og það hefur í för með sér að þeir tapa lífeyrisréttindum og í sumum tilfellum réttindum til atvinnuleysisbóta. Fangelsismálastjóri segist þurfa um 20 milljóna króna aukafjárveitingu á ári til að geta staðið rétt að launagreiðslunum og virt lögin í landinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Björgunaræfing á Gufuskálum

Sjö ár eru liðin frá því að alþjóðabjörgunarsveit slysavarnafélagsins Landsbjargar var sett á fót og hefur hún síðan þá þrívegis farið á hamfarasvæði erlendis og lagt þar hönd á plóginn. Nú stendur fyrir dyrum að stækka sveitina og víkka verksvið hennar út. Liður í því var vel heppnuð rústabjörgunaræfing sem fór fram á sérhönnuðu æfingasvæði Landsbjargar á Gufuskálum á Snæfellsnesi á dögunum.

Stöð 2
Fréttamynd

Með lífið að veði II

Bryndís Eva er ársgömul stúlka sem hefur barist fyrir lífi sínu á Barnaspítala Hringsins síðustu mánuði. Foreldrar hennar hafa verið við hlið litlu stúlkunnar sinnar allann tímann; á daginn og á nóttunni. Þau eru orðin þreytt; þurfa að vaka yfir fárveiku barninu af því hágæslu hefur enn ekki verið komið upp - þrátt fyrir rausnarlegan styrk til barnaspítalans fyrr á þessu ári. Þau eru reið stjórnendum spítalans og þingmönnum þessa lands.

Stöð 2
Fréttamynd

Dauðadópið V

Fyrir rúmum tveimur vikum fóru Jói og Gugga í meðferð í Byrginu. Þau eru morfínfíklar sem sprauta sig í æð með lyfjum sem meðal annars íslenskir læknar skrifa út. Fyrstu dagarnir í meðferðinni gengu vel. Þau sváfu mestallan tímann og sögðust sátt við lífið og tilveruna. Sex vaktmenn fylgdust með þeim fyrstu sólarhringana og sáu um lyfjagjöf. Meðferð Jóa og Guggu í Byrginu fékk þó snöggan endi.

Stöð 2
Fréttamynd

Herra píanó

Hann hefur næmt eyra og sérstaka þekkingu á píanóum, fer fimum fingrum um strengi þessara stórbrotnu hljóðfæra, á milli þess sem hann stillir flygla hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Salnum í Kópavogi. Hann er þekktur fyrir sérstaka natni í starfi sínu og að ná fram einstökum hljómum hljóðfæranna. Og það merkilega er að þessi maður er blindur.

Stöð 2
Fréttamynd

Þjófar á ferð

Innbrot geta verið skipulögð í hörgul, þjófarnir jafnvel orðið sér úti um lykla og fylgjast með heimilum þangað til færi gefst, fara þá inn rænandi og ruplandi - og eru eldfljótir að koma höndum undir verðmæti. Dæmi eru um að íbúðareigendur fái slíkt ógeð á heimili sínu eftir heimsókn innbrotsþjófa að þeir geta ekki hugsað sér að búa þarna lengur.

Stöð 2
Fréttamynd

Dauðadópið IV

Á Hverfisgötu 58 í Reykjavík er dópgreni. Sprautur, matarleifar og óhrein ílát um öll gólf. Þangað liggur stöðugur straumur fíkla, ógæfufólks sem óttast fátt meira en fráhvörf; umfjöllun Kompáss skapaði kreppuástand og Jói og Gugga fóru ekki varhluta af því.

Stöð 2
Fréttamynd

Nátthrafnar

Það er fólk að annast okkur á nóttunni frá vöggu til grafar.Við fylgjumst með næturvinnufólki sem sinnir starfi sínu meðan flestir aðrir sofa. Þetta eru ljósmóðir, götusópari og hjúkrunarfræðingur á elliheimili.

Stöð 2
Fréttamynd

Dauðadópið III

Fíkniefnaneytendur sprauta sig ekki aðeins með læknadópinu contalgíni - morfínplástur kemur að sömu notum. Morfínplásturinn hefur að geyma deyfiefni meðal annars til að lina kvalir krabbameinssjúkra, en fíkniefnaneytendur leysa plásturinn með sítrónusafa og sprauta efninu í æð. Það er lífshættulegt. Sex íslendingar deyja á hverju ári vegna ofneyslu morfínlyfja. Þrjátíu manns hafa látist á síðustu fimm árum.

Stöð 2