Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Gunnþór Ingvason, varaformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og forstjóri Síldarvinnslunnar hf., mun taka við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður í gær. Viðskipti innlent 17. júní 2025 12:33
Þrautseigja og þolgæði Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Umræðan 17. júní 2025 06:19
Verðmat á Íslandsbanka gæti hækkað um tíu prósent við samruna við Kviku Íslandsbanki er talsvert undirverðlagður á markaði samkvæmt nýrri greiningu hlutabréfagreinanda, sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á bankanum, en ef það yrði af samruna við Kviku banka – sem afþakkaði að sinni sameiningarviðræður við bæði Arion og Íslandsbanka – myndi það hækka um tíu prósent til viðbótar. „Langstærsti ávinningurinn“ af mögulegri sameiningu yrði í kostnaðarhagræði og stærðarhagkvæmni sem gæti numið um sex milljörðum á ári. Innherji 16. júní 2025 13:08
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. Innlent 15. júní 2025 07:00
Kvika segir hvorugt tilboð nægilega gott Kvika banki hefur afþakkað boð bæði Arion banka og Íslandsbanka upp í samrunadans. Stjórn bankans telur tilboðin hvorugt endurspegla virði Kviku. Viðskipti innlent 13. júní 2025 15:58
Keyptu Björgólf strax út úr Heimum Kaup Heima á Grósku ehf. af þeim Andra Sveinssyni, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og Birgi Má Ragnarssyni eru nú frágengin. Kaupverðið var greitt með hlutum í Heimum og þeir urðu stærstu hluthafar félagsins. Samhliða uppgjörinu keyptu þeir Andri og Birgir Már Björgólf Thor út úr Heimum, en þeir hafa verið kallaðir hægri og vinstri hönd hans. Viðskipti innlent 13. júní 2025 15:50
Stefán nýr útvarpsstjóri Sýnar Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL. Viðskipti innlent 13. júní 2025 13:57
Spá verulegum tekjuvexti á næsta ári og meta Alvotech langt yfir markaðsgengi Gangi áform Alvotech eftir um að fá markaðsleyfi fyrir þrjú ný hliðstæðulyf undir lok þessa árs þá ætti það að skila sér í verulegum tekjuvexti á árinu 2026, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu, en þar er virði líftæknilyfjafélagsins talið vera nálægt hundrað prósent hærra en núverandi markaðsgengi. Gert er ráð fyrir því að heildartekjurnar, sem stafa þá einkum af sölu á samtals sex hliðstæðum, muni nálgast um einn milljarð Bandaríkjadal og að EBITDA-framlegðin verði tæplega 38 prósent. Innherji 13. júní 2025 09:12
Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Innlent 12. júní 2025 14:01
Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor. Lífið 12. júní 2025 10:32
Stækkar verulega hlut sinn í Amaroq og segir Grænland í „strategískum forgangi“ Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða. Innherji 12. júní 2025 08:43
Vodafone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sameinast undir merki Sýnar Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar. Viðskipti innlent 12. júní 2025 08:30
Klára yfir fimm milljarða útboð eftir áhuga stórra danskra lífeyrisssjóða Amaroq Minerals verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi eftir að hafa bætt við sig tveimur rannsóknarleyfum á svæðinu og samhliða því boðað til yfir þrjátíu milljóna punda hlutafjárútboðs, en stórir danskir lífeyrissjóðir eru umsvifamestu þátttakendurnir í þeirri fjármögnun, samkvæmt heimildum Innherja. Hlutabréfaverð Amaroq hefur farið lækkandi að undanförnu en áskriftargengið í útboðinu, sem er farið af stað með eftir áhuga frá erlendum stofnafjárfestum, er aðeins lítillega undir markaðsverði félagsins við lokun markaða í dag. Innherji 11. júní 2025 21:57
„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Innlent 11. júní 2025 21:49
Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Viðskipti innlent 11. júní 2025 13:22
Tekur við fyrirtækjaráðgjöf Arion banka Einar Pálmi Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Viðskipti innlent 11. júní 2025 11:13
Hlutabréf Play ruku upp við opnun markaða Gengi flugfélagsins Play sem til stendur að afskrá úr Kauphöll verði yfirtökutilboði tveggja hluthafa samþykkt hækkaði um rúman fimmtung við opnun Kauphallar í dag. Viðskipti innlent 11. júní 2025 10:30
„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Viðskipti innlent 10. júní 2025 19:09
Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Viðskipti innlent 10. júní 2025 16:18
Verulegur munur í ávöxtun innlendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta. Innherji 10. júní 2025 07:50
Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. Innlent 9. júní 2025 08:51
Telur Nova verulega undirverðlagt og segir félagið „augljóst“ yfirtökuskotmark Núna þegar Nova er byrjað á vaxtarvegferð, eftir kaupin á minnihluta í Dineout, ásamt því að ráða yfir meiri innviðum en hin fjarskiptafyrirtækin þá er félagið meðal annars „augljóst“ yfirtökuskotmark, að mati hlutabréfagreinanda. Í frumskýrslu um Nova er félagið verðmetið langt yfir núverandi markaðsgengi, nokkuð hærra en hjá öðrum greinendum, en hlutabréfaverðið tók mikið stökk á markaði sama dag og hún birtist. Innherji 9. júní 2025 07:49
Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar einn heppinn viðskiptavinur N1 hlaut Gullna miðann sem tryggir honum frí flug með flugfélaginu Play í heilt ár. Þetta átti sér stað í þjónustustöð N1 á Ártúnshöfða í gær laugardag þar sem vinningurinn var afhentur við mikla viðhöfn. Lífið samstarf 8. júní 2025 10:01
Mæla með sölu í SVN og hækka áhættuálag vegna pólitískrar óvissu Þrátt fyrir traustan rekstur og sterka framlegð í síðasta uppgjöri hafa greinendur IFS lækkað virðismat sitt á Síldarvinnslunni, verðmætasta sjávarútvegsfélagið í Kauphöllinni, og mæla nú með því að fjárfestar minnki við stöðu sína í fyrirtækinu. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er meðal annars nefnt að greinendur þess hafi ákveðið að hækka áhættuálag á félög í sjávarútvegi um heila 150 punkta vegna „sérstakrar óvissu“ sem umlykur greinina, meðal annars vegna boðaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Innherji 7. júní 2025 10:54
Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6. júní 2025 16:47
Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Hvítasunnuhelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins þar sem landsmenn eru á faraldsfæti ýmist innanlands eða erlendis. Það er því nokkuð gefið að það verði mikill erill á stöðvum N1 víða um land og hjá flugfélaginu Play en fyrirtækin ákváðu af því tilefni að efna til risastórs ferðaleiks þar sem viðskiptavinir á stöðvum N1 um allt land geta unnið fjölda vinninga. Lífið samstarf 6. júní 2025 15:35
Hækka verðmatið um ríflega tvöfalt og telja vanmetin tækifæri í lyfjapípu Oculis Eftir viðræður við lækna og aðra sérfræðinga um þær niðurstöður sem Oculis kynnti fyrr á árinu úr klínískum rannsóknum á OCS-05, lyf sem gæti veitt taugaverndandi meðferð við sjaldgæfum augnsjúkdómum, hefur bandarískur fjárfestingarbanki hækkað verðmatsgengi sitt á félaginu um meira en tvöfalt. Greinendur hans telja að lyfið, eitt af þremur sem eru í þróun hjá Oculis, sé „verulega vanmetið tækifæri“ og geti eitt og sér mögulega skilað milljörðum dala í tekjum fyrir félagið. Innherji 6. júní 2025 09:22
Kjarasamningar Play og ÍFF í höfn Félagsmenn ÍFF hafa samþykkt langtímakjarasamninga við flugfélagið Play. Samtök atvinnulífsins fóru með samningsumboð fyrir hönd Play og byggja samningarnir á ramma stöðugleikasamningsins sem undirritaður var í mars í fyrra. Viðskipti innlent 5. júní 2025 15:34
Forstjóri Alvotech er „í skýjunum“ með að fá inn fjörutíu nýja erlenda sjóði Erlendir fjárfestar, einkum sænskir og norskir, voru með samanlagt um níutíu prósenta hlutdeild þegar Alvotech kláraði seint í gærkvöldi jafnvirði um tíu milljarða króna hlutafjárútboð. „Markmiðið var að fá inn erlenda fjárfestingarsjóði, ekki sem mestan pening,“ segir forstjóri Alvotech, en talsverð umframeftirspurn var í útboðinu. Innherji 5. júní 2025 11:08
Alvotech efnir til um tíu milljarða útboðs til að „breikka“ hluthafahópinn Nokkrum vikum eftir að Alvotech var skráð á markað í Stokkhólmi hefur það ákveðið að fara í útboð á um 7,5 milljónum sænskra heimildarskírteina og hlutabréfa í félaginu, jafnvirði nærri ellefu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem verður einkum beint að sænskum fjárfestum í því skyni að „breikka og styrkja“ hlutahafahópinn. Gengi bréfa félagsins á markaði í Bandaríkjunum lækkaði nokkuð skarpt eftir að tilkynnt var um útboðið. Innherji 4. júní 2025 17:50