Nýr Trölli? Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. Viðskipti innlent 15. nóvember 2006 07:00
Eins og kandís hjá tannlækni Stoðtækjafyrirtækið Össur hélt kynningu á verðlaunuðum rafeindastýrðum gervifæti í lok síðustu viku. Viðskipti innlent 15. nóvember 2006 06:00
EasyJet í skýjunum EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn. Viðskipti innlent 15. nóvember 2006 06:00
Ástlaust hjónaband Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. Viðskipti innlent 15. nóvember 2006 06:00
Avion verður óskabarnið Stjórn Avion Group leggur það til fyrir hluthafafund félagsins að nafni þess verði breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands sem rekur sögu sína aftur til upphafs fyrri heimsstyrjaldar. Viðskipti innlent 11. nóvember 2006 10:40
Peningaskápurinn ... Kaup Danske Bank á bankahluta Sampo-fjármálasamsteypunnar eru liður í því að styrkja samkeppnisstöðu danska bankans gagnvart Nordea, stærsta banka Norðurlanda en báðir bankarnir vilja stækka í gegnum Eystrasaltsríkin og Rússland. Viðskipti innlent 10. nóvember 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003. Viðskipti innlent 9. nóvember 2006 00:01
Ölvaður engill Extrablaðið danska hefur farið mikinn í sérkennilegri greiningu á íslensku viðskiptalífi. Umfjöllun blaðsins er reyndar með eindæmum þunn og ómerkileg, en getur skaðað þá sem fyrir henni verða. Ritstjóri Extrablaðsins heitir Hans Engell og er fyrrverandi formaður danskra íhaldsmanna. Viðskipti innlent 8. nóvember 2006 00:01
Erfitt að spá um fortíðina Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt. Viðskipti innlent 8. nóvember 2006 00:01
Stóri Brandur næsta máltíð Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Viðskipti innlent 8. nóvember 2006 00:01
Gott fyrir Eyjamenn Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Einkaframtakið fær ekki að fara inn í Landsvirkjun sem nú er að öllu leyti í eigu ríksins. Í umræðum á Alþingi sagði formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ekkert lægi fyrir að Landsvirkjun yrði seld og „allra síst einkaaðilum", eins kemur frá í frásögn Morgunblaðsins. Reynslan hefur sýnt sig að miklir kraftar losnuðu úr læðingi við einkavæðingu bankakerfisins en valdhafar telja best að opinberir aðilar skammti orkuna. Viðskipti innlent 3. nóvember 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford. Viðskipti innlent 27. október 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það. Viðskipti innlent 26. október 2006 00:01
Bankamenn í fullu fæði Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Rúblur rata í Mogga Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Bakkelsið brenglar Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Verðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta, meðal annarra Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list. Viðskipti innlent 21. október 2006 06:00
Peningaskápurinn ... Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis. Viðskipti innlent 20. október 2006 06:00
Orðrómur um Árvakur Áhugi manna á fjölmiðlafyrirtækjum virðist vera endalaus og sá áhugi endurspeglast í endalausum sögusögnum sem fljúga um markaðinn. Nú gengur fjöllunum hærra að hlutur Kristins Björnssonar og skyldmenna í Árvakri sé til sölu og FL Group muni kaupa hlutinn. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:30
Næst stærsti tékkinn Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:15
Búið að hækka í græjunum Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:00
Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. Viðskipti innlent 11. október 2006 00:01
Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. Viðskipti innlent 11. október 2006 00:01