Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 10:00 Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018. Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna. Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira