Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Fjármagnstekjur veikur hlekkur

„Ég hef vakið á því athygli við umræður á Alþingi að óvissa væri í fjárlagagerðinni. Það er matið á fjármagnstekjuskattinum og tekjum fyrirtækja,“ segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur og Formúlan

Baugur kveðst ekki hafa keypt þriðjungshlut í liði Williams í Formúlu 1 kappakstrinum líkt og látið er að liggja á vef International Herald Tribune í gær. Orðrómurinn um aðkomu Baugs hefur hins vegar verið lífseigur

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Leitin mikla

Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banakahólfið: Hvað á barnið að heita?

Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lög­birtingar­blaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum

Nokkur fljót­færnis­bragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntan­legum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snupraður

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segist bráðlega verða „snupraður“ í starfi fyrir að hafa sent út umdeildan tölvupóst frá vinnunetfangi sínu. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu. Hallur áframsendi á fjölmarga afskræmingar á auglýsingum Kaupþings um fasteignalán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldaðu maður

Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnendahöfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SPRON lækkaði um 6,17%

„Það eru erfiðir tímar framundan og á brattan að sækja fyrir fyrirtæki," sagði Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í Greiningu Glitnis, í samtali við Sindra Sindrason, við lokun markaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mansal og barnaþrælkun

Auglýsing sem birtist í Bændablaðinu í gær hljómaði líkt og þar væri á ferðinni mansal og barnaþrælkun af verstu sort. Auglýsingin var svohljóðandi: „Vantar þig fjölskyldumeðlim? Elskulegur sonur minn John Deere Guðmundsson fæddur 8. apríl 2006. Notaður í 540 vinnustundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að komast hjá dómi

Komið hefur fram gagnrýni á það fyrirkomulag að Orkuveita Reykjavíkur greiði málskostnað Svandísar Svavarsdóttur, oddvita VG í borginni, í máli hennar í tengslum við sameiningu REI og Geysis Green Energy.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskur Björgólfur

Auðkýfingurinn Björgólfur Guðmundsson sást sitja að snæðingi ásamt Guðmundi Davíðssyni, forstjóra Eimskips á Íslandi, og fleira starfsfólki fyrir­tækisins á matsölustaðnum á Umferðarmiðstöðinni í hádeginu í gær en Björgólfur mun vera þar tíður gestur. Pakkfullt var á staðnum líkt og á þessum tíma dags og gestir af öllum stéttum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Storebrand fær leyfi ráðuneytis

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur fengi leyfi frá norska fjármálaráðuneytinu til að taka yfir SPP, sem er sænskt líftryggingafélag í eigu Handelsbanken. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með tæp þrjátíu prósent í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sökudólgarnir

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er einn af öflugri forystumönnum í íslensku atvinnulífi. Við kynningu á uppgjöri bankans undanfarið hefur hann auðvitað verið að réttlæta verri kjör Landsbankans á alþjóðlegum lánamörkuðum, eins og aðrir bankastjórar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vondir lögmenn

Mætur lögmaður í Vest­manna­eyjum fór með atkvæði Stillu, félags Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar fyrir helgina. Í Eyjum hefur myndast mikil samstaða um að „verja“ Vinnslustöðina sem Stillumenn vildu kaupa fyrir helmingi hærri upphæð en Eyjamenn ehf. buðu í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MannAuður

Undanfarið ár hefur verið erfitt Straumi hvað varðar starfsmannahald. Hafa margir hæfir starfsmenn hætt hjá bankanum og farið annað. Nú síðast hætti Ægir Birgisson, helsti miðlari Straums, og tók með sér Markús Mána Michaelsson til VBS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Augljós pilla?

Seðlabanki Íslands gerði mistök í svari til Þorvaldar Gylfasonar prófessors um vaxtamun bankanna. Þorvaldur fékk gögn um vexti verðtryggðra innlána í stað óverðtryggðra. Fyrir helgi birti bankinn tilkynningu um mistökin, en þar segir að bankinn hafi leiðrétt „þessa augljósu skekkju“ við Þorvald og beðið hann afsökunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fínn Hannes

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, átti góðan sprett sem hann sjálfur í Næturvaktinni á Stöð 2 á sunnudag. Í þættinum úthúðaði samfélagsfirrti bensínstöðvarstjórinn Hannesi og hrósaði sjálfum sér fyrir fimm háskólagráður á móti þeim tveimur sem Hannes hampar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framhald í næstu viku

„Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson fjalla um Evrópska myntkerfið og peningamál í annarri grein af þremur um evruna og krónuna. Markmið greinaflokksins er að spyrja um hvort og hver ábati Íslendinga yrði af myntsamstarfi við Evrópusambandið,“ segir í efnisyfirliti nýjasta heftis vikuritsins Vísbendingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rektor í fjárfestingar

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hefur nú stofnað fjárfestingafélag með 61 milljónar króna höfuðstól. Ætlar rektor greinilega að fjárfesta í fleiru en menntun ungra nemenda með starfi sínu í HR.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keppnisíþrótt bankamanna

Landsbankinn Kepler í Frakklandi hefur greinilega á að skipa úrvalsfólki. Greiningardeild bankans lenti í öðru sæti í vali á bestu greiningaraðilum Frakklands milli áranna 2006 og 2007. Verðlaunin voru fyrir árangur í vali á hlutabréfum og spá um hagnað

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lausn fyrir leiðindapúka

Í nútímasamfélagi má finna lausn á öllum sköpuðum hlutum. Meira að segja því að vera drepleiðinlegur frá náttúrunnar hendi. Stjórnendur og aðrir þeir sem eiga við þetta hvimleiða vandamál að stríða geta skráð sig á námskeið hjá Stjórnunarfélagi Íslands sem hin drepfyndna Edda Björgvinsdóttir stendur fyrir.

Viðskipti innlent