Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 10:10 Staðan er eins víða um heim. Hlutabréf eru að lækka. Vísir/vilhelm Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20. Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20.
Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00