Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Annus horribilis

Djúpur er sviði landsmanna yfir ærumissi og eignabruna. Líklega svíður þó engu fólki sárar hvernig komið er fyrir landinu en kynslóðinni sem man gleðina og hamingjuna sem fylgdi stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar: V-laga efnahagshorfur

Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verstu viðskipti ársins 2008

Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesta hrun síðan í kreppunni miklu

Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla: Skelfilegt ár

Á þessum sama stað fyrir ári síðan fannst mér viðburðaríkt ár vera að baki. En hafi maður gefið árinu 2007 þá einkunn, er erfitt að finna nægilega sterk orð til að lýsa seinni hluta þess árs sem nú er að kveðja. Engan gat órað fyrir því hruni sem framundan var, þar sem allt virðist hafa lagst á eitt til að gera niðurstöðuna eins slæma fyrir Ísland og verst gat orðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur skrifar AGS

„Ég mótmælti því að þessi gjaldeyrishöft væru sett. Áhrifin væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný lög um fjármálamarkað

Viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög um fjármálamarkað. Kanna á „viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, töku hlutabréfa fjármálafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverki, hæfisskilyrðum og reglur stjórna, krosseignarhald, takmarkanir á stórum áhættum og náin tengsl“, að því er segir í tilkynningu. Fylgjast á með sambærilegri vinnu á vegum ESB. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum 15. apríl næstkomandi. - ikh

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margar og þéttar greinar í uppgjörstrénu

Lykilpersónur íslenska bankahrunsins tengjast með einum eða öðrum hætti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gerði tilraun til að rýna í tengslatréð og komst að því að greinarnar eru margar, flóknar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinaböndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kauphöllin og endurreisnin

Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er bannað að benda?

Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álverð í fimm ára lægð

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verðlækkun á hálfu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kröfuhafar flytja hingað

Fulltrúar erlendra kröfuhafa í íslensku bankanna hafa mikið verið í ferðum hingað og sumir opnað skrifstofur. Þetta staðfestir Sigmundur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna

„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánuðu sjálfum sér

Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óhagkvæmni eða spilling

Hrun bankanna hefur í grundvallaratriðum breytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi. Ríkið á nú alla stóru bankana. Mörg fyrirtæki landsins skulda þessum ríkisbönkum meira en þau hafa burði til þess að borga. Ein stærsta ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú er hvaða leið þau ætla að velja til þess að taka á vanda skuldugra fyrirtækja. Hér þurfa stjórnvöld að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Annars vegar er mikilvægt að þau leitist við að skapa skilyrði fyrir hámarks verðmætasköpun í hagkerfinu í framtíð. Hins vegar þurfa þau að leitast við að lágmarka spillingu. Það sem gerir þetta mál erfitt er að þessi tvö markmið stangast á að einhverju leyti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjörnuflug frá Lundúnum

„Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tólf spor í rétta átt

Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi.

Skoðun