Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum

„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur í Japan

Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skúli í Oz enn í símanum

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, hefur tekið sæti í stjórn kanadíska tæknifyrirtækisins Airborne Technology Ventures ásamt því að fjárfesta í því fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 65 milljóna króna að núvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gera út frá Danmörku

„Flugfélagið er að vinna að því að tryggja sér flugrekstrarleyfi í Danmörku vegna þess að Ísland stendur utan Evrópusambandsins," segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Primera Air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frumtak fjárfestir í AGR

Frumtak hefur keypt hlut í birgðastýringarfyrirtækinu AGR - Aðgerðagreiningu fyrir hundrað milljónir króna. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins í sprotafyrirtæki á árinu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er en hann er árangurstengdur. Hin fjárfesting Frumtaks fyrir jafn háa upphæð var í hugbúnaðarfyrirtækinu Trackwell í febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símtöl dýrari eftir breytingar

Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankar mega ekki lenda í höndum auðmanna

Það er ágæt hugmynd að selja bankana aftur. En það kann ekki góðri lukku að stýra að selja þá auðmönnum. Slíkt hefur ekki skilað góðum árangri í öðrum löndum, hvorki í Mexíkó né í Rússlandi fyrir áratug,“ segir David O. Beim, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi

„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MP með mesta veltu

Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mannauður á krepputímum

Nú þegar efnisleg verðmæti fyrir­tækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins – mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beðið er sprotafregna

„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!“ segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprota­fyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér,“ segir hún.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hverjum bjallan glymur

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á hverju er nú von?

Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil viðbrögð við kaupum

Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip tapar 6,6 milljörðum

Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vatnið á Skotaleiknum

„Allt sem við gerum tengist Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmat á áætlun

Verðmat endurskoðunar­fyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármála­eftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprotarnir kynna sig

„Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk

Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bankanna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems

Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna.

Viðskipti innlent