

Íslenski boltinn
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Guðmundur kominn til Eyja
Guðmundur Magnússon er genginn til liðs við ÍBV og mun spila með liðinu í Pepsi deild karla á næsta ári.

Ekki útilokað að þjálfari verði kynntur í dag
Enn á eftir að ráða þjálfara kvennalandsliðsins.

Tapaði öllum peningunum í atvinnumennskunni: „Fíknin tók bara alveg yfir“
Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku.

Gonzalo Zamorano á Skagann
Spænski sóknarmaðurinn er genginn í raðir nýliða ÍA.

Eysteinn stýrir Keflavík með Janko
Eysteinn Húni Hauksson verður áfram þjálfari Keflavíkur sem féll úr Pepsi-deild karla en Eysteinn tók við liðinu um mitt sumar.

Lengsta biðin eftir sigri í 38 ár
Biðin eftir sigri hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu lengist og lengist en liðið hefur nú ekki unnið í ellefu leikjum í röð.

Eyjólfur vill halda áfram: Framtíðarmenn stundum valdir fram yfir þá sem hjálpa liðinu í dag
Eyjólfur Sverrisson vill halda áfram að þjálfa U21 árs landsliðið.

Guðmann kominn aftur í FH
Miðvörðurinn fer frá Akureyri til Hafnafjarðar.

Ásthildur verður ekki aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins
Ásthildur Helgadóttir mun ekki taka við stöðu aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins í gærkvöld.

Hársbreidd frá sögulegum sigri
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var grátlega nálægt því að ná sigri gegn ríkjandi heimsmeisturum Frakka ytra í vináttuleik í gær

Umfjöllun: Frakkland - Ísland 2-2 | Velkomnir aftur, strákar
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik í Guingamp.

Sam Hewson í Fylki
Sam Hewson skrifaði undir samning við Fylki en þetta var staðfest á blaðamannafundi í Árbænum i dag.

Ásgeir Börkur yfirgefur Fylki
Ásgeir Börkur Ásgeirsson er á förum frá Fylki en hann tilkynnti þetta í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Þú sérð veikleika þína gegn svona sterkum andstæðingum
Erik Hamrén ætlar að nýta þá landsleiki sem eftir eru á árinu til að undirbúa íslenska karlalandsliðið í fótbolta fyrir undankeppni EM 2020.

Ásmundur tekur við Fjölni
Ásmundur Arnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá Fjölni. Hann tekur við starfinu af Ólafi Páli Snorrasyni.

Björn Berg í Garðabæinn
Bronsliðið í Pepsi-deild karla, Stjarnan, er búið að semja við Björn Berg Bryde um að leika með liðinu næstu þrjú tímabil.

Gylfi ekki alveg sammála Jürgen Klopp
Íslenski landsliðsmaðurinn segir hana kannski skipta minna máli fyrir stærri liðin.

Gylfi áfram fyrirliði í fjarveru Arons Einars
Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram með fyrirliðaband íslenska landsliðsins.

Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu.

Jón Þór hættur hjá Stjörnunni
Jón Þór Hauksson er hættur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann komst að samkomulagi við félagið um starfslok.

Jón Þór og Ásthildur að taka við kvennalandsliðinu?
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í kvöld að Jón Þór Hauksson og Ásthildur Helgadóttir eigi í viðræðum við KSÍ um að taka við kvennalandsliðinu í fótbolta.

Kristján: Hef ekki heyrt fólk tala um neitt annað
Kristján Guðmundsson tók við Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna á laugardaginn er hann skrifaði undir samning við Garðabæjarfélagið.

Túfa búinn að semja við Grindavík
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík og mun hann því þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnudeild Grindavíkur var rétt í þessu að tilkynna þetta á Facebook síðu sinni.

Guðni Eiríksson ráðinn þjálfari kvennaliðs FH
Guðni Eiríksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í fótbolta.

Kristján Guðmundsson tekur við kvennaliði Stjörnunnar
Kristján Guðmundsson er tekinn við kvennaliði Stjörnunnar í knattspyrnu en hann semur til tveggja ára.

Arnar Gunnlaugsson orðinn þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson er tekinn við sem þjálfari Víkings Reykjavíkur en hann semur til tveggja ára við félagið.

Kom mér skemmtilega á óvart
Jón Dagur Þorsteinsson er eini nýliðinn í hópi íslenska karlalandsliðsins sem mætir Frakklandi og Sviss. Jón Dagur segir að valið hafi komið honum að vissu leyti á óvart þó svo að honum finnist það verðskuldað.

Helgi Sig verður áfram í Árbænum
Helgi Sigurðsson verður þjálfari Fylkis næstu tvö árin. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Ryder tekur við Þór
Gregg Ryder er nýr þjálfari Þórs í Inkasso deild karla í fótbolta. Hann tekur við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni.

Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, skilur vel áhyggjur starfsmanna sambandsins. Dreifa þurfi álaginu betur á milli starfsmanna sem þurfi einnig að skilja betur á milli vinnu sinnar og frítíma.