Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. Innlent 25. júlí 2024 17:11
„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. Innlent 24. júlí 2024 20:30
Loftefni hrundi í húsi sem fæst ekki uppkeypt Halla Kristín Sveinsdóttir Grindvíkingur rak upp stór augu þegar hún uppgötvaði að loftefni hefði hrunið til jarðar í aðalrými húss í hennar eigu við Borgarhraun í dag. Vegna þess að húsið er í eigu félags hennar fæst það ekki uppkeypt af Þórkötlu og Halla situr uppi með skuldirnar. Innlent 24. júlí 2024 17:46
Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 23. júlí 2024 18:09
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 20:30
Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Innlent 20. júlí 2024 13:01
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Innlent 19. júlí 2024 21:02
Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19. júlí 2024 13:00
Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Innlent 18. júlí 2024 13:10
Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Skoðun 18. júlí 2024 09:01
Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Innlent 18. júlí 2024 06:23
„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. Viðskipti innlent 17. júlí 2024 19:16
Leiguverð heldur áfram að hækka Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári. Viðskipti innlent 17. júlí 2024 16:26
„Það er verið að ríkisvæða húsnæðismarkaðinn“ Aðgerðir stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa verið of kostnaðarsamar og hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Þetta segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem telur íhlutun hins opinbera fela í sér ríkisvæðingu á húsnæðismarkaði. Viðskipti innlent 16. júlí 2024 21:31
Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Viðskipti innlent 16. júlí 2024 13:16
Nærri níu af hverjum tíu íbúðum verið keyptar af fjárfestum á árinu Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga. Innherji 15. júlí 2024 11:01
Almenningur dæmdur úr leik Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga. Umræðan 15. júlí 2024 09:53
Verulega er farið að hægja á vexti útlána lífeyrissjóða til heimila Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir. Innherji 12. júlí 2024 15:00
Hækkun fasteignaverðs „helsti drifkraftur“ verðbólgunnar síðasta áratug Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð. Innherji 12. júlí 2024 11:05
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta lækkað verðbólgu og stórbætt lífskjör Íbúðaskortur skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem veldur hækkunum á verði fasteigna, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags. Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir 37% hækkun verðbólgunnar. Umræðan 12. júlí 2024 09:50
Aukin aðkoma lífeyrissjóða að uppbyggingu leiguíbúða - sérstaða Íslands Stundum hefur því verið haldið fram að leigumarkaður á Íslandi sé vanþroskaður og að tilvist hans sé eingöngu óbein afleiðing séreignarstefnunnar sem hér hefur verið við lýði í áratugi. Staðan er a.m.k. sú að um 60% allra leiguíbúða á Íslandi eru í eigu einstaklinga. Skoðun 9. júlí 2024 16:31
Fjárfestar keypt yfir helming nýrra íbúða á síðustu fimmtán árum Þegar litið er til nýrra íbúða sem hafa bæst við húsnæðismarkaðinn á undanförnum fimmtán árum þá hefur tæplega helmingur þeirra farið til einstaklinga sem eiga aðeins eina íbúð á meðan fyrirtæki og fjárfestar hafa keypt um 54 prósent íbúða sem hafa verið byggðar á tímabilinu, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Vegna íbúðaskuldar sem hefur safnast upp og aðstæðna á lánamörkuðum telur hann að það séu að verða til kynslóðir sem að óbreyttu missa af tækifærum til að byggja upp eigið fé. Innherji 9. júlí 2024 10:57
Íbúðaskorturinn skapar efnahagslega misskiptingu Eigið húsnæði er yfir 70% af eignum almennings 66 ára og eldri, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags, sem kallar eftir meiri samstöðu um að auðvelda fólki fyrstu íbúðarkaup til að stuðla að því að eignamyndun á fasteignamarkaði dreifist á allan almenning í stað fárra eignameiri eða fasteignafélaga. Umræðan 9. júlí 2024 09:53
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. Innlent 8. júlí 2024 12:58
Að óttast blokkir Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Skoðun 5. júlí 2024 08:02
Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. Viðskipti innlent 3. júlí 2024 10:13
Íslandsbankahúsið rústir einar Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði. Innlent 2. júlí 2024 19:42
Tímamót á fasteignamarkaði Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði, segir framkvæmdastjóri Stefnis í aðsendri grein. Umræðan 2. júlí 2024 13:22
Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Viðskipti innlent 1. júlí 2024 14:43
Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Innlent 30. júní 2024 15:01