Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Viðskipti innlent 30. janúar 2024 20:20
Segir áform um eldriborgarabyggð úr takti við öll framtíðarplön bæjarins Bæjarfulltrúi Píarata í Kópavogi segist hafa rekið upp stór augu þegar fréttir birtust af því fyrir helgi að bærinn hefði áform um að reisa byggð fyrir aldraða í Gunnarshólma. Mikið hafi verið deilt um málið í bæjarráði og enn eigi eftir að afgreiða það hjá bæjarstjórn. Innlent 30. janúar 2024 13:25
Góðar útboðsvenjur geta lækkað kostnað Í þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands er fjárfesting í efnislegum þáttum skipt í þrennt, þ.e. íbúðarhúsnæði, mannvirki atvinnuveganna og opinbera innviði. Sérhæfing fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði er skipt upp í samræmi við þessar þrjár meginstoðir. Skoðun 29. janúar 2024 15:00
Kristrún kallar eftir opinskárri umræðu um aðstoð við Grindvíkinga Það sem skiptir máli þegar kemur að því hvernig stjórnvöld hyggjast mæta Grindvíkingum sem nú sjá fram á að þurfa að finna sér nýtt húsnæði til lengri tíma og jafnvel langframa, er ekki hvaðan fjármagnið kemur heldur áhrif aðgerðanna á efnahagslífið. Innlent 29. janúar 2024 09:04
Tuttugu nýjar íbúðir í byggingu á Laugarvatni Heimamenn á Laugarvatni vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið því það er svo mikil uppbygging á staðnum og mikið af nýjum húsum í byggingum að sjaldan eða aldrei hefur annað eins sést. Innlent 27. janúar 2024 20:30
Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skoðun 27. janúar 2024 17:01
Framboð óskast fyrir Grindvíkinga Hvað á að gera þegar allar íbúðir í heilu bæjarfélagi hverfa af húsnæðismarkaði? Með jarðhræringum og eldsumbrotum í Grindavík hefur heimilum hérlendis fækkað svo um munar á einu bretti, en slík fækkun mun að öðru óbreyttu leiða til mikils ójafnvægis á markaði með fasteignir og leiguíbúðir. Skoðun 25. janúar 2024 11:01
Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 08:33
Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. Innlent 23. janúar 2024 20:00
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Viðskipti innlent 23. janúar 2024 13:54
Tækifæri, þróun og horfur á markaði með atvinnuhúsnæði Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var fjöldi þinglýstra kaupsamninga og afsala vegna atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, á tímabilinu janúar til nóvember 2023, samtals 410 sem eru um 22 prósent færri samningar og afsöl en árið á undan. Síðustu mánuðir ársins 2023 gefa þó vísbendingu um að fram undan kunni að vera kraftmikið ár á markaði fyrir atvinnuhúsnæði. Innherji 23. janúar 2024 11:04
Mikilvægt að íbúar eigi áfram eignir í Grindavík Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að bæjaryfirvöldum hugnist aðgerðir ríkisstjórnarinnar vel. Mikilvægt sé að íbúar haldi eignatengslum við Grindavík og geti snúið til baka. Innlent 22. janúar 2024 15:58
Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. Innlent 22. janúar 2024 13:41
Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Skoðun 22. janúar 2024 11:30
Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Innlent 21. janúar 2024 13:04
Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Innlent 19. janúar 2024 23:12
Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 14:03
Bein útsending: Ný leiguvísitala kynnt til leiks Hús- og mannvirkjastofnun efnir til kynningarfundar um nýja vísitölu leiguverðs og upplýsingar úr nýrri leiguskrá sem stofnunin hefur sett á laggirnar. Fundinum er streymt í beinni og hefst klukkan 10. Neytendur 18. janúar 2024 09:54
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 08:26
Raunverð íbúðaverðs lækkar og kaupkeðjur oftar að rofna Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 07:18
Stjórnvöld hafi dregið lappirnar Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að stjórnvöld hefðu átt að vera fyrr tilbúin með að sú sviðsmynd kæmi fram að ekki væri hægt að búa í Grindavík næstu mánuði eða jafnvel ár. Það þurfi að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir enn meira tjón hjá Grindvíkingum. Innlent 17. janúar 2024 14:03
Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. Viðskipti innlent 17. janúar 2024 13:46
Pallborðið: Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Viðvarandi verðbólga og vaxtahækkanir, húsnæðiskreppa, stöðugar jarðhræringar, óvinsæl ríkisstjórn, forsetakosningar framundan og hvað er stjórnarandstaðan að hugsa? Heimir Már Pétursson fær leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Innlent 17. janúar 2024 12:34
Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Innlent 17. janúar 2024 11:51
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Innlent 17. janúar 2024 09:03
Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. Innlent 16. janúar 2024 21:27
Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Innlent 16. janúar 2024 20:00
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. Innlent 16. janúar 2024 19:03
Könnun meðal Grindvíkinga vegna stöðu húsnæðismála Bæjarstjórn Grindavíkur biðlar til þeirra Grindvíkinga sem búsettir voru í Grindavík 10. nóvember 2023 að svara rafrænni könnun. Tilgangurinn með könnuninni er að afla nákvæmra upplýsinga um aðstæður íbúa til lengri og skemmri tíma og undirbyggja þannig ákvarðanatöku um húsnæðismál Grindvíkinga. Innlent 16. janúar 2024 16:28
Ekki búandi í Grindavík næstu mánuði og jafnvel ár Gosinu við Grindavík virðist lokið en prófessor í jarðeðlisfræði segir viðbúið að svipaðir atburðir endurtaki sig á næstu mánuðum og jafnvel árum. Grindavík sé ekki öruggur staður á meðan. Innlent 16. janúar 2024 12:09