Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Þórarinn og Kraftur efstir í tölti meistara

Þórarinn Eymundsson er efstur í tölti meistara á klár sínum Krafti frá Bringu með 8.13. Keppni í tölti er lokið og eru meðfylgjandi öll úrslit töltgreina á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið.

Sport
Fréttamynd

Sigur á Fjórðungsmóti

Hans Friðrik Kjerúlf á Reyðarfirði hefur keypt stóðhestinn Sigur frá Hólabaki. Hann mun því keppa í flokki 4 vetra stóðhesta á FM07. Sigur vakti mikla athygli á héraðssýningu kynbótahrossa í Skagafirði á dögunum fyrir fegurð og útgeislun. Einkum þykir hann fallegur á litinn, dökk sótrauður með ljósara fax og tagl.

Sport
Fréttamynd

Álfasteinn lækkaði undir Þórði Þorgeirs

Ja nú er það spurning hvort hrossabóndinn í Akurgerði þurfi í tíma hjá FT formanninum en Álfasteinn lækkaði í forsýningu á Sörlastöðum nú í kvöld í 8.47 en hann fékk 8.54 á Hellu.

Sport
Fréttamynd

Hérðassýning kynbótahrossa við Hringsholt

Héraðssýning kynbótahrossa hefur staðið undanfarna daga við Hringsholt og mættu um 100 hross til dóms. Dómum lauk í gærkveldi, en í dag, fimmtudaginn 14. júní fer fram yfirlitssýning en hún hófst kl. 10:00. Byrjað var á yngstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.

Sport
Fréttamynd

Úrtaka fyrir HM í hestaíþróttum

Í dag hófst úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum á félagssvæði Fáks í Víðidal. Það var hart barist í þremur af þeim fjórum greinum sem voru í dag, en aðeins keppandi var í 100m skeiði. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins. Dagskrá hefst aftur á morgun klukkan 13.00 slaktaumatölti T2 .

Sport
Fréttamynd

Einn magnaðasti skeiðsprettur ársins 2006

Skeiðspretturinn ógurlegi á milli Sæs frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti á Landsmóti 2006 er kominn inn á vef TV Hestafrétta. Það er sjaldgæft að sjá svona höfðinga takast á á vellinum á fljúgandi skeiði.

Sport
Fréttamynd

Rífleg peningaverðlaun í tölti og skeiði

Rífleg peningaverðlaun eru í boði í tölti og 100 m skeiði á FM07. Alls eru veittar 200 þúsund krónur í verðlaun í hvora keppnisgrein: 100 þúsund á fyrsta sæti og 50 þúsund á annað og þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Dómar frá Sörlastöðum

Dómar á Sörlastöðum hófust aftur í morgun eftir helgarhlé, en seinni kynbótasýning þar hófst fimmtudaginn 7. júní. Nú er búið að dæma í þrjá daga og eru dómar eftir þá daga meðfylgjandi.

Sport
Fréttamynd

Byggði eitt flottasta stóðhestahús í heimi

Herbert Ólason (Kóki) var að leggja síðustu hönd á byggingu eins flottasta stóðhestahúss sem fyrir finnst. Kóki hefur staðið að þessari byggingu með heimilisfólkinu á hofi sínu Hrafnsholti sem staðsett er í Þýskalandi. Stóðhestahúsið er um 22 metrar á lengd, 7,5 metrar á breidd og lofthæðin er allt upp í 7 metra.

Sport
Fréttamynd

Úrslit Gæðingamóts Geysis

Gæðingamót Geysis og SS lauk nú í dag. Glæsilegasta par mótsins var Guðmundur F. Björgvinsson og Hvellhetta frá Ásmundarsstöðum. Hulda Gústafsdóttir vann töltið á Völsung frá Reykjavík og Sigurbjörn Bárðarson sigraði A flokk á Stakk frá Halldórsstöðum. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.

Sport
Fréttamynd

Kynbótahross að týnast inn á FM 07

Nú eru kynbótahross farin að týnast inn á Fjórðungsmót sem haldið verður á Austurlandi dagana 28. Júni til 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt heimildum WorldFengs eru nú þegar skráð 15 kynbótahross. Má þar nefna Mátt frá Torfunesi, Mola frá Skriðu og Hött frá Hofi I.

Sport
Fréttamynd

Frábær stemning á Gaddstaðaflötum

Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð á Gaddstaðaflötum í dag þar sem forkeppni fór fram á Opnu Gæðingamóti Geysis og SS, en þar öttu kappi margir af sterkustu hestum landsins. Efstur inn í úrslit í A flokki opnum er Stakkur frá Halldórsstöðum með eink. 8,56.

Sport
Fréttamynd

Skráning hafin á FM 07

Skráning fyrir FM07 hefur verið opnuð í Mótafeng. Þar er hægt að skrá í gæðinga- ungmenna- unglinga og barnakeppni, töltkeppni og 100 m skeið. Formenn aðildarfélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu sinna félagsmanna.

Sport
Fréttamynd

Gæðingamót Harðar

Gæðingakeppni Harðar byrjaði í dag á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Mótið stendur til 10. júní. Dagana 7.-10. Forkeppni í A flokk var að ljúka og er Súsanna Ólafsdóttir og Garpur frá Torfastöðum II efst með 8,28.

Sport
Fréttamynd

Dómstörf hafin á Sörlastöðum

Seinni kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnafirði byrjaði í morgun. Dómar standa yfir til 13 júní og eru tæplega 400 hross sem koma þar í dóm.

Sport
Fréttamynd

1 af 27 hrossum yfir 8 á Stekkhólma

Ekki var mikið um sprengingar og stórsýningar á kynbótasýningu á Stekkhólma í dag. Af 27 sýndum hrossum var aðeins eitt hross sem komst yfir 8, en það var Hekla frá Eskifirði sem sýnd var af Hans Kjerúlf og fékk hún 8.30 í aðaleinkunn. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmót yngri flokka í Glaðheimum

Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 21. -24. júní nk. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum sem sjá um að skila inn skráningargjöldum og skrá keppendur til leiks í gegnum Mótafeng.

Sport
Fréttamynd

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót um helgina

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót á Austurlandi fara fram í allmörgum aðildarfélögum að mótinu um næstu helgi, þar á meðal stærstu félögunum á Austurlandi: Freyfaxa, Hornfirðingi og Blæ á Norðfirði. Einnig fara héraðssýningar kynbótahrossa á svæðinu fram á næstu dögum: Þann 6. Og 7. Júní á Fljótsdalshéraði, 8. Júní á Hornafirði og 12. – 14 júní í Eyjafirði.

Sport
Fréttamynd

Atli Guðmundsson og Hrammur standa efstir eftir forkeppni

Atli Guðmundsson og Hrammur frá Holtsmúla standa efstir eftir forkeppni í A flokki á Gæðingmóti Fáks og Lýsis sem fram fór í dag. Í öðru og þriðja sæti stendur Sigurður V. Matthíhasson með Klett frá Hvammi í öðru sæti og Örnu frá Varmadal í þriðja sæti. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins

Sport
Fréttamynd

Yfirlitssýningu l lokið í Hafnafirði

Yfirlitssýningu var að ljúka fyrir stundu í Hafnafirði og var ekki mikið um flugeldasýningar. Þokki frá Kýrholti var með 8.73 fyrir yfirlit og átti hann ekki góðan dag í dag og hækkaði hann ekki eftir yfirlitssýningu. Hruni frá Breiðumörk 2 hækkaði fyrir brokk og Illingur frá Tóftum hækkaði fyrir vilja og geðslag og Tjörfi frá Sunnuhvoli hækkaði fyrir skeið.

Sport
Fréttamynd

Um stöðu hesthúsmála hjá Gusti - hugleiðingar félagsmanns

Hvað er að frétta? Ég undirritaður er einn þeirra sem eiga (eða áttu) hlut í hesthúsi í Glaðheimum, félagssvæði Hestamanafélagsins Gusts í Kópavogi. Líkt og flestir aðrir eigendur hesthúsa í Glaðheimum hef ég selt Kópavogsbæ hesthúseign mína og þá í trausti þess að við afhendingu eignarinnar muni ég geta flutt í nýtt hesthús sem byggt yrði á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum.

Sport
Fréttamynd

Brautskráning á Hólum

Laugardaginn 26. maí verður fyrsta brautskráningin úr Hólaskóla – Háskólanum á Hólum eftir að ný lög um háskólann voru samþykkt. kl. 13 Reiðsýning reiðkennaranema á skeiðvellinum kl. 14 Brautskráning - athöfnin verður í Þráarhöll Brautskráðir verða nemar úr hrossaræktardeild:

Sport
Fréttamynd

Opin gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins.

Gæðingakeppni Mána verður haldin dagana 2. og 3. júní á Mánagrund. Keppt verður í : Teymingaflokki Polla, Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, A-flokki og B-flokki áhugamanna, A-flokki og B-flokki (opinn).

Sport
Fréttamynd

Tamningamaður eða FT tamningamaður

Náttúrutalent eða bókaormur sem ekkert kann í tamningum með FT próf uppá arminn? Já, það er spurning hvað er það sem þarf til að komast inn í Hólaskóla? Ég dúxaði í slugsahætti í skóla þegar ég var yngri. Það komst enginn með tærnar þar sem ég hafði hælana í slugsahættinum. Ég var lang bestur í því. Í verklegu námi var ég þó mjög góður og í íþróttum.

Sport
Fréttamynd

Úrslit af opnu Íþróttamóti Gusts

Íþróttamót Gusts fór fram í Glaðheimum um liðna helgi. Keppt var í flestum greinum hestaíþrótta og var þátttaka nokkuð góð. Fáksmenn gerðu góða ferð í Kópavoginn og þeir félagar Ragnar Bragi Sveinsson og Óskar Sæberg sigruðu í öllum greinum í barna- og unglingaflokkum.

Sport
Fréttamynd

Hvers virði er hestamennskan?

Ágætur vinur minn til margra ára hringdi í mig eftir vikulanga dvöl í Rússlandi, búinn að lesa allt um sigurgöngu íslenska hestsins þar í landi. Danni getur þú ekki reddað mér ógurlegum gæðing? Sagði hann við mig í síma. Þessi ágæti maður er einn af þessum nýríku strákum sem hafa hagnast ógurlega á verðbréfaviðskiptum og halda að allt sé fallt fyrir aurinn, meira að segja hvernig eigi að sitja hest.

Sport
Fréttamynd

Heimsmet á kynbótasýningu í Þýskalandi

Garri frá Reykjavík toppaði Stála frá Kjarri og setti þar með nýtt heimsmet, en klárinn hjá Jóa Skúla sem sýndur var nú í yfirliti á kynbótasýningu í Þýskalandi kom út með 8,77 í aðaleinkunn. Jói sagði í samtali við Hestafréttir nú rétt í þessu að munurinn á þessum stóðhestum gæti ekki hafa verið minni en það munar á þeim 0.01, en Stáli er með 8.76 í aðaleinkunn.

Sport
Fréttamynd

Elli Sig rétt að byrja

Erling Sigurðsson er búinn að vera viðloðandi hestamennsku í hálfa öld, hvort sem það er á keppnisvellinum eða í kennslu. Elli Sig eins og flestir þekkja hann keppti fyrst í stökki árið 1958 og þá byrjaði eiginlegur ferill Ella Sig. Það voru tímamót í lífi þessa stórsnillings í dag þegar hann keppti í síðasta skipti á hesti sínum Feld frá Lauganesi.

Sport
Fréttamynd

Mótahald um helgina

Mikið er um mótahald nú um helgina og má þar nefna þrjú íþróttamót. Eitt er haldið hjá Herði í Mosfellsbæ, hjá Andvara í Garðabæ og hjá Gusturum í Kópavogi. Íþróttamót hefst síðan á morgun sunnudag hjá Geysi á Hellu.

Sport