Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. Handbolti 19. desember 2024 14:43
Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramót karla í handbolta í næsta mánuði. Handbolti 19. desember 2024 14:07
Snorri kynnti HM-hóp Íslands Strákarnir okkar hefja keppni á HM í handbolta í Zagreb 16. janúar. Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn verða í HM-hópnum, í beinni útsendingu á Vísi. Handbolti 19. desember 2024 13:32
Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Einkar sigursælum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk með Evróputitli á sunnudaginn var. Framtíðin er óljós en hann skilur sáttur eftir 23 ára starf fyrir norska handknattleikssambandið. Handbolti 19. desember 2024 08:00
Framarar slógu út bikarmeistarana Fram sló bikarmeistara Vals út úr bikarnum í kvöld eftir sigur í leik liðanna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta. Handbolti 18. desember 2024 21:07
Afturelding í bikarúrslitin Afturelding varð í kvöld annað liðið á eftir Stjörnunni til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta. Handbolti 18. desember 2024 20:40
Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var í lykilhlutverki í mikilvægum sigri Volda í toppbaráttuslag í norsku b-deildinni í handbolta. Handbolti 18. desember 2024 18:34
Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. Handbolti 18. desember 2024 15:03
„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur. Handbolti 18. desember 2024 13:54
Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Norska handknattleikssambandið hefur nú greint frá því hvað leikmenn norska landsliðsins fá í sinn hlut fyrir að landa sigri á Evrópumótinu á sunnudaginn. Handbolti 18. desember 2024 11:00
Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Handbolti 18. desember 2024 07:00
Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Bjerringbro-Silkeborg komst í kvöld í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar eftir fimm marka sigur á GOG í átta liða úrslitum Santander bikarsins. Handbolti 17. desember 2024 21:19
Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Stjarnan tryggði sér sæti í bikarúrslitaviku karlahandboltans í kvöld með eins marks sigri á ÍR í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta. Handbolti 17. desember 2024 21:15
Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Fredericia, lið Guðmundar Guðmundssonar, datt í kvöld út úr danska bikarnum eftir tap á útivelli á móti Sönderjyske í átta liða úrslitum Santander bikarsins í handbolta. Handbolti 17. desember 2024 19:07
Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sigvaldi Björn Guðjónsson gat ekki spilað með Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og liðið saknaði augljóslega íslenska fyrirliða síns. Handbolti 17. desember 2024 18:52
Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fagnaði í kvöld sigri með liðsfélögum sínum í Dinamo Búkarest í rúmensku handboltadeildinni. Handbolti 17. desember 2024 16:56
Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Dómstóll HSÍ vísaði kröfum Stjörnunnar um að HK yrði dæmt tap í leik liðanna í Olís-deild karla eða að leikurinn yrði leikinn aftur frá byrjun. Úrslitin í leiknum standa. Handbolti 17. desember 2024 14:10
„Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ María Þórisdóttir sendi föður sínum fallega kveðju eftir að Þórir Hergeirsson endaði þjálfaraferil sinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta með því að vinna sitt ellefta stórmót með norska landsliðinu. Handbolti 17. desember 2024 07:31
Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Melsungen hélt toppsætinu eftir fimm marka útisigur í Íslendingaslag í þýsku handboltadeildinni í kvöld. Handbolti 16. desember 2024 19:54
Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í Kristianstad unnu frábæran útisigur í sænsku handboltadeildinni í kvöld. Handbolti 16. desember 2024 19:37
Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. Handbolti 16. desember 2024 11:00
Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. Handbolti 16. desember 2024 10:01
Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. Handbolti 16. desember 2024 09:02
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. Handbolti 15. desember 2024 21:27
Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. Handbolti 15. desember 2024 18:44
Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Ungverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka að velli í æsispennandi leik um bronsverðlaunin á EM kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 25-24 eftir dramatískan endi. Handbolti 15. desember 2024 15:52
Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ýmir Örn Gíslason fögnuðu báðir sigri í dag í þýsku 1. deildinni í handbolta. Handbolti 15. desember 2024 15:46
Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Handbolti 15. desember 2024 13:22
Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Það er kannski til marks um þá miklu liðsheild sem Þórir Hergeirsson hefur skapað hjá norska landsliðinu að aðeins einn fulltrúi er úr liðinu í stjörnuliði EM kvenna í handbolta sem kynnt var í dag. Handbolti 15. desember 2024 11:22
Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Afturelding missti af tækifærinu að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við KA á Akureyri í kvöld. KA var grátlega nálægt því að næla í bæði stigin í leiknum. Handbolti 14. desember 2024 20:41