Dásamlegur söngur Einhverjir bestu ljóðatónleikar sem hér hafa verið haldnir. Strax á fyrstu tónunum var ljóst að þetta yrði skemmtileg stund. Prégardien hefur magnaða rödd. Tónar á háa og lága tónsviðinu voru jafnskýrir; allt tónsviðið var í einstöku jafnvægi. Svo var sviðsframkoman skemmtilega blátt áfram og laus við tilgerð. Gagnrýni 4. júní 2012 11:00
Silkimjúkt og sefandi Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Gagnrýni 31. maí 2012 09:00
Aftur til 1997 Svartklæddu mennirnir hafa engu gleymt. Þristurinn er skemmtileg viðbót við seríuna og er betri framhaldsmynd en önnur myndin. Will Smith er fæddur í sitt hlutverk og töffaraskapur Tommy Lee Jones hefur ekkert minnkað þó leikarinn sé nú á sjötugsaldri. Gagnrýni 30. maí 2012 10:00
Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! Gagnrýni 29. maí 2012 18:00
Alltumlykjandi og áhrifarík Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu. Á heildina litið er Valtari fín plata. Hún kemur á óvart, hún er svolítið seintekin og hún krefst fullrar athygli hlustandans. Gefi maður henni sjéns uppsker maður hins vegar ríkulega. Gagnrýni 25. maí 2012 12:00
Barsmíðar og bollukinnar Aðdáendur órakaða ólátabelgsins Jason Statham verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu en tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi. Gagnrýni 24. maí 2012 22:00
Súrrealísk sumargjöf Stórfín frumraun Tilbury, stappfull af grípandi popplögum og forvitnilegum textum. Tónlistinni mætti helst lýsa sem lágstemmdu indípoppi sem veit upp á hár hvaða áhrifum það vill ná fram. Áreynslulausri og grípandi en þó blessunarlega lausri við of augljósa "húkka". Gagnrýni 24. maí 2012 10:30
Innan þægindarammans Dark Shadows er nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012. Gagnrýni 23. maí 2012 20:00
Gengu af göflunum Algerlega frábærir tónleikar. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eins og við var að búast gengu áheyrendurnir af göflunum. Undirritaður var þar á meðal. Við klöppuðum Volodos fram hvað eftir annað. Gagnrýni 23. maí 2012 10:00
Starað í poppið Hvað fór úrskeiðis hjá þessum hæfileikaríka grínara? Borat var ósmekkleg frá upphafi til enda en var þrátt fyrir það hryllilega fyndin. Brüno olli vissulega vonbrigðum en í The Dictator gengur ekkert upp. Sacha reynir að taka allt og alla í gegn. Ferill hans sem grínisti er næstur á dagskrá. Gagnrýni 21. maí 2012 10:00
Norah prófar eitthvað nýtt Þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh Jones ættu að vera sáttir við. Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar. Gagnrýni 16. maí 2012 11:00
Út um þúfur Aðdáendur Mel Gibson eiga betra skilið. Það er orðið svo skrambi erfitt að halda upp á hann. Fyrri hluti myndarinnar er áhugaverður og margoft glittir í gamla Gibson. En um miðbik myndar fer sögumennskan út um þúfur og úr verður stefnulaust sull sem vill bæði vera hörkuspennandi og þrælfyndið, en er hvorugt. Gagnrýni 11. maí 2012 15:00
Endurvinnslukóngurinn Jack White með eina af plötum ársins. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Gagnrýni 10. maí 2012 14:30
Barist í blokk Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins. Gagnrýni 9. maí 2012 12:30
Fersk og óvænt plata Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu. Hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Gagnrýni 8. maí 2012 11:00
Bubbi í toppformi Þorpið er, ef mér skjátlast ekki, 26. plata Bubba með nýju efni. Það eru ótrúleg afköst. Og enn er karlinn að koma frá sér eðalefni. Geri aðrir betur! Gagnrýni 3. maí 2012 11:00
Leikræn og lipur fengitíð Svar við bréfi Helgu er góð sýning með skýrri persónusköpun. Leikgerðin er mjög spennandi. Ólafur Egill hefur auga fyrir því að lyfta fram aðstæðum á mjög svo leikrænan og lipran máta, þannig að úr verður heilsteypt verk án kyrrstöðu. Gagnrýni 2. maí 2012 11:00
Árshátíð ofurhetja The Avengers er alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað á dyr fyrir óspektir. Gagnrýni 1. maí 2012 15:00
Skálkar á skólabekk Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Gagnrýni 20. apríl 2012 13:00
Rokkaður gospelblús Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar. Gagnrýni 18. apríl 2012 21:00
Rokk og ról Fyndin og fjörug brelluveisla. Og hávaðinn er ægilegur. Battleship veit hvað hún vill vera og heldur stuðinu gangandi frá fyrstu mínútu með húmor og dynjandi rokkmúsík. Gagnrýni 18. apríl 2012 15:00
Fram og aftur morðgátuna Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. Gagnrýni 13. apríl 2012 20:00
Vessa- og vandræðahúmor Fortíðardaðrið er töluvert og aðdáendur myndanna geta eflaust skemmt sér sæmilega yfir American Reunion, en upplifunin á meira skylt við nostalgíuna sem fylgir því að lesa gamla dagbók sem fannst uppi á háalofti en að horfa á góða gamanmynd. Andrúmsloftið er til staðar en grínið þarf að vera meira og betra. Gagnrýni 13. apríl 2012 12:30
Vel útfært og kraftmikið Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Gagnrýni 12. apríl 2012 14:00
Farsaskrímslið snýr aftur Tveir 11 ára piltar lumbra hvor á öðrum og tennur hljóta skaða af. Foreldrar drengjanna hittast í heimboði til að ræða málin en andrúmsloftið er þvingað og siðprýði fullorðna fólksins ristir ekki sérlega djúpt. Gagnrýni 11. apríl 2012 20:00
Hress skilnaðarplata frá drottningu poppsins MDNA er tólfta plata Madonnu og sú fyrsta síðan Hard Candy kom út fyrir fjórum árum. Þetta er líka fyrsta platan hennar síðan hún skildi við Guy Ritchie. MDNA er ekkert byltingarkennd, enda gerir maður ekki þær kröfur til Madonnu. Hún er heldur ekki fullkomin, en þetta er vel unnin og skemmtileg plata sem virkar best spiluð á fullu blasti í góðum græjum. Gagnrýni 11. apríl 2012 09:00
Perlan skín enn Það er gaman að fá þessa perlu aftur í bíó. Hún fjallar um atburði sem áttu sér stað í upphafi síðustu aldar, en er um leið góð heimild um áherslur í kvikmyndagerð undir lok hennar. Einlægnin var meiri, kaldhæðnin minni og Leonardo DiCaprio var miklu sætari. Og að sjá hann svona í þrívídd er það næsta sem þú kemst því að knúsa hann í alvörunni. Er hægt að selja þetta betur? Gagnrýni 11. apríl 2012 08:00
Falleg sýning um föðurleit Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leikmynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindarlegum undirliggjandi húmor. Gagnrýni 10. apríl 2012 14:00
Tilkomumikil hávaðamessa AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn. Gagnrýni 10. apríl 2012 10:00
Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Gagnrýni 2. apríl 2012 17:00